Að fræða börn um hvernig eigi að hugsa um kött

Kettir eru yndislegir félagar og geta gegnt mikilvægu hlutverki við að kenna börnum ábyrgð og hvernig eigi að annast dýr, en áður en þú kemur með kött eða kettling heim er mikilvægt að fræða börnin um nýja gæludýrið.
Adult cat lying down indoors and being stroked by a child

Kettir eru ekki aðeins yndislegir félagar heldur geta þeir gegnt mikilvægu hlutverki við að kenna börnum ábyrgð og hvernig eigi að annast dýr þegar þeir verða meðlimir fjölskyldunnar.

Áður en komið er heim með kött eða kettling er mikilvægt að fræða börnin til að tryggja öryggi bæði nýja gæludýrsins og barnanna.

Uppfræðsla barnanna þinna

Börn eiga oft til að láta mikið með nýja gæludýrið fyrst eftir komuna. Þau verða spennt og vilja að sjálfsögðu halda á kettinum. Flestir fullorðnir kettir kunna að halda sig frá börnum þegar þeir vilja vera í friði, en það sama gildir ekki um kettlinga.

Í öllum tilvikum ættirðu að útskýra fyrir börnunum að nýja gæludýrið sé ekki leikfang og þurfi að fá að vera í friði á ákveðnum tímum. Leyfðu þeim að kynnast í rólegu umhverfi og útskýrðu að það þurfi að fylgja ákveðnum reglum til að annast nýja gæludýrið og tryggja öryggi allra.

Til að auðvelda ferlið getur þú:

  • Beðið börn að sitja á gólfinu og láta kettlinginn koma til þeirra fyrst.
  • Kennt börnunum þínum hvernig á að umgangast nýja kettlinginn af alúð og virðingu. Besta leiðin til að taka upp kettlinginn er að renna opinni hönd undir magann og nota hina höndina til að styðja við afturendann. Best er að börn taki kettlinginn ekki upp sjálf nema búið sé að sýna þeim almennilega hvernig eigi að bera sig að.
  • Þegar börn knúsa köttinn eða kettlinginn, skaltu tryggja að þau haldi ekki of fast.
  • Kenndu börnunum að toga ekki í skottið á kettinum eða kettlingnum.
  • Þau ættu ekki að grípa í höfuð eða háls kattarins eða kettlingsins.
  • Börn ættu ekki að lyfta kettinum eða kettlingnum með því að klemma saman framfæturna.
  • Útskýrðu að þau megi aldrei vekja köttinn eða kettlinginn, þar sem svefninn sé mikilvægur fyrir kettlinga til að vaxa og styrkja ónæmiskerfið.
  • Kenndu börnum að læti eða hávaði geti valdið streitu hjá kettlingnum og þess vegna verði þau að vera róleg í kringum nýja fjölskyldumeðliminn.

Að tryggja öryggi kettlingsins og barnanna

Hægt er að gera ýmislegt til að tryggja öryggi nýja kattarins eða kettlingsins og barnanna. Þar á meðal má nefna:

  • Í upphafi er ráðlegt að koma í veg fyrir að ung börn leiki sér með kettlinginn í fjarveru þinni til að forðast óheppilegt klór.
  • Þegar kemur að leiktíma skaltu hvetja börnin til að nota leikföng, en það gerir leikinn ánægjulegan fyrir alla.
  • Útskýrðu fyrir börnum að þau eigi ekki að gefa kettinum eða kettlingnum neitt annað en hans eigin mat, og að það beri að taka fóðrun kettlings alvarlega.
  • Tryggðu að ítrasta ormahreinsunarskipulagi sé fylgt hjá gæludýrinu þínu þar sem sumar tegundir orma geta borist í fólk, sérstaklega börn.
Adult British Shorthair lying down on a child's knee.

Kattakyn sem henta börnum

Þegar þú velur kött gætirðu viljað íhuga hvort þú hafir hann hreinræktaðan eða blandaðan og hvort þú fáir hann frá ræktanda eða kattaathvarfi. Hvert dýr hefur sín sérkenni en starfsfólk kattaathvarfa þekkir hvern kött vel og getur hjálpað þér að finna rétta gæludýrið fyrir þig. Eins getur þú spurt ræktanda um skapgerð fressins og læðunnar sem kettlingarnir eru undan.

Kattakyn sem eru vinsæl hjá fjölskyldum eru:

Birman: Birman-kettir eru ástríkir og móttækilegir fyrir þjálfun. Þetta eru jafnan félagslyndir kettir sem jafnvel er hægt að ganga um með í taumi.

Ragdoll: Ragdoll er blítt og vinalegt kyn sem hefur gaman af athygli og vill láta klappa sér.

Himalayan: Himalayan-kettir eru svolítið virkari, hafa gaman af að leika sér en geta samt notið lúxuslífsins innandyra.

Maine Coon: Main Coon-kettir eru þolinmóðir við fjörug börn, rólegir að eðlisfari en geta einnig verið virkir.

Kettir geta verið ákaflega hlýleg og gefandi gæludýr sem geta hjálpað börnum að skilja ábyrgð og umhyggju fyrir dýrum ef stofnað er til sambandsins á réttan hátt og haldið vel utan um það. Hins vegar er mikilvægt að muna að þeir eru dýr sem þarf að sjá um.

Með því að fræða börnin og hjálpa þeim að skilja þarfir nýja gæludýrsins geturðu hámarkað líkurnar á að sambandið verði farsælt og lágmarkað hættuna á að börnin verði klóruð og gæludýrið verði fyrir áfalli.

Lesa meira um kattakyn

Leita að tegund
Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Líkaðu við og deildu þessari síðu