Bikarveira í köttum

Bikarveira (FCV) er mjög algeng í köttum. Meðal einkenna eru munnangur og tannholdsbólga auk nefrennslis.
Young cat sitting on an examination table being checked over by a vet.

Hver er munurinn bikarveiru og áblástursveiru?

Bikarveiran (FCV) veldur einkennum sem eru líka þekkt sem kattakvef og eru meðal annars:

  • Nefrennsli
  • Tannholdsbólga
  • Munnangur

Þetta er hjúplaus veira sem þýðir að hún er tiltölulega lífseig og lifir í umhverfinu. Þess vegna er erfitt er ráða niðurlögum hennar. Ef köttur sýkist af veirunni getur það tekið hann frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði að ná fullum bata.

Áblástursveiran (FHV) veldur augnangri og sári á hornhimnu auk nefrennslis.

Þessar veirur eru talsvert ólíkar en stundum er þeim ruglað saman því þær tengjast báðar „feline coryza,“ sjúkdómsmynd sem einkennist af augnsýkingum (augnangri, útferð úr augum,) nefrennsli, bólgu í munni og munnangri.

Fær kettlingur einhverjar aukaverkanir ef hann sýkist af bikarveiru?

Bikarveira (FCV) getur haft alvarlegar afleiðingar, einkum fyrir kettlinga því hún skerðir möguleika þeirra á að borða. Lyktin skiptir ketti miklu máli þegar kemur að fóðri. Köttur með stíflað nef sem finnur ekki lykt af fóðrinu, missir áhuga á því. Ef hann er með sár í munninum er líka sársaukafullt fyrir hann að borða.

Hvernig smitast bikarveira (FCV)?

Smitleiðir bikarveiru (FCV) eru eftirfarandi:

  • Með beinni snertingu milli katta.
  • Með höndum fólks sem strýkur öðrum ketti og þvær sér ekki um hendur.

Með hlutum sem eru daglega nálægt sýktum ketti, til dæmis fóðurskál, ferðabúri og feldburstum. Þessa hluti þarf að þrífa reglulega til að rjúfa smitleiðir.

Getur kettlingurinn minn smitast af bikarveiru (FCV) ef hann er í samskiptum við aðra ketti?

Kettlingurinn þinn gæti smitast af veirunni ef hann er í samskiptum við aðra ketti, jafnvel þótt þeir virðist vera heilbrigðir.

Einkennalaust dýr getur verið smitberi og getur meðal annars borið bikarveiru í sér. Köttum og sérstaklega kettlingum getur stafað hætta af þessum heilbrigða smitbera.

Nær kettlingurinn minn sér einhvern tímann ef hann fær bikarveiru?

Mörg afbrigði eru til af bikarveiru og kettir geta þess vegna sýkst oftar en einu sinni á ævinni, ekki ósvipað fólki sem getur fengið kvef mörgum sinnum á lífsleiðinni.

Það er útbreiddur misskilningur að kettir losni ekki við bikarveiru (FCV) ef þeir sýkjast einu sinni af henni. Það er ekki einu sinni víst að köttur sýni einkenni fyrst eftir að hann smitast. Sýktur köttur er samt smitberi og getur smitað aðra ketti í þó nokkurn tíma, allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Yfirleitt ná kettir sér samt að fullu. Sérstaklega á það við um ketti sem eru einir á heimili og smitast ekki aftur.

Vandamálið í samfélagi þar sem margir kettir búa saman er að veiran lifir í umhverfinu og kettirnir sýkjast ítrekað. (Þeir geta sýkst með beinum hætti, þ.e. snertingu við aðra ketti eða með óbeinum hætti því bikarveiran lifir í umhverfinu, utan líkamans.)

Hafðu í huga: Köttur sem býr einn og er sýktur af bikarveiru, losnar á endanum við hana. Það getur tekið frá tveimur vikum upp í nokkra mánuði.

Hvernig forða ég kettlingnum mínum frá því að smitast af bikarveiru?

Með því að sjá til þess að hann sé bólusettur gegn smitsjúkdómum, þar á meðal bikarveiru (FCV). Skylt er að bólusetja við ákveðnum sjúkdómum en aðrar bólusetningar eru valkvæðar. Það er misjafnt eftir löndum hvaða bólusetningar eru valkvæðar og einnig geta aldur og lífshættir haft áhrif þar á sem og hversu öflugt ónæmiskerfi kattarins eða kettlingsins er.

Helstu bólusetningar sem mælt er með fyrir kettlinga eru gegn:

  • Bikarveiru (FCV)
  • Kattafársveiru (FPV)
  • Áblástursveiru (FHV-1)
  • Hundaæðisveiru (RV)

Bóluefnin eru áhrifamest ef þau eru gefin á ákveðnum tíma og ef síðan er endurbólusett á réttum tíma.

Hvenær á ég að láta bólusetja kettlinginn minn?

Bólusetningaferlið ætti að byrja þegar kettlingurinn er á bilinu sjö til níu vikna. Ræddu við dýralækninn þinn, hann getur metið áhættuna og sagt þér hvenær best er að hefja bólusetningaferlið.

Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Líkaðu við og deildu þessari síðu