​Hvaða matur er eitraður fyrir köttinn minn?

Hrá egg og ilmbaunir eru eitruð fyrir ketti - og það sama á við um ýmis önnur algeng matvæli, plöntur og efni sem almennt eru notuð á heimilum.
Ageing cat lying down asleep on a cushion.

Lífeðlisfræði katta gerir þá sérstaklega viðkvæma fyrir ákveðnum efnum og efnasamböndum. Þeir ráða ekki alltaf við að afeitra þessi efni rétt í líkamanum og það getur síðan leitt til veikinda og jafnvel dauða. Með því að vita hvaða eitruðu matvælum og öðrum efnum þú þarft að halda utan seilingar kattarins geturðu betur verndað hann fyrir veikindum eða þjáningu.

Þessi listi inniheldur ekki allt, svo þú skalt passa þig á að halda öllu sem þú ert ekki viss um fjarri kettinum þínum og ekki fóðra hann með neinu til viðbótar við hefðbundið mataræði nema þú hafir rætt það við dýralækninn.

Lyf og efni sem eru eitruð fyrir ketti

Kötturinn þinn mun bregðast illa við ákveðnum efnasamböndum sem eru í algengum heimilislyfjum, þar á meðal í parasetamóli, aspiríni og íbúprófeni. Fenólsótthreinsiefni - á borð við þau sem oft eru notuð til að hreinsa salerni - og leysiefni eins og terpentína eru einnig skaðleg. Permetrín, sem notað er í sumum tegundum skordýraeiturs, og etýlen-glýkól (frostlögur) eru einnig eitruð fyrir ketti. Passaðu þig á að geyma allar þessar vörur fjarri kettinum þínum og á stað sem hann kemst ekki auðveldlega að.

Plöntur sem eru eitraðar fyrir köttinn þinn

Kötturinn þinn mun oft forðast að borða það sem gæti valdið honum veikindum. Kettir eru mjög viðkvæmir fyrir beisku bragði og flest efni sem eru eitruð fyrir þá eru beisk á bragðið. Hins vegar sjást oft eituráhrif af völdum lilja og annarra plantna hjá köttum.

Til öryggis er því góð hugmynd að forðast að rækta ákveðnar plöntur sem eru eitraðar fyrir ketti í garðinum þínum eða á heimilinu. Þar á meðal má nefna:

  • Mistilteinn, jólaviður, bergflétta og jólastjarna
  • Alpafjóla, bláregn og alparós
  • Ilmbaunir, ástarepli og liljur
Adult British Shorthair lying down indoors on a white rug next to a food bowl.

Eitruð matvæli sem forðast ætti að kötturinn borði

Ýmis matvæli sem líklegt er að þú hafir á heimilinu eru á svipaðan hátt eitruð fyrir ketti, og geta einkennin verið allt frá veikindum til alvarlegra líffæraskemmda.

Rétt eins og fyrir hunda er súkkulaði eitrað fyrir ketti vegna þess að það inniheldur þeóbrómín. Því dekkra sem súkkulaðið er þeim mun meira þeóbrómín inniheldur það. Áhrif súkkulaðis á köttinn þinn fara eftir gerð og því magni sem hann borðar en einkennin geta verið óreglulegur hjartsláttur, skjálfti, flogaköst og jafnvel dauði.

Laukur og hvítlaukur er slæmur fyrir ketti þar sem hann getur valdið niðurbroti rauðra blóðkorna sem leiðir til blóðleysis. Þessar fæðutegundir geta líka haft skaðleg áhrif á meltingarfærin og geta valdið niðurgangi. Vínber og rúsínur eru einnig eitruð og valda að lokum nýrnabilun. Fyrstu merki um slíkt hjá kettinum eru endurtekin uppköst og ofvirkni.

Þótt prótein sé mikilvægur þáttur í mataræði kattarins geta ákveðnar próteintegundir verið skaðlegar heilsu þeirra. Ef þú gefur kettinum þínum hrá egg á hann á hættu að fá matareitrun, en það getur einnig haft áhrif á getu hans til að taka upp B-vítamínið bíotín vegna próteins sem kallast avidin sem er til staðar í eggjahvítunni. Ef kötturinn borðar mikið magn af lifur getur það valdið A-vítamíneitrun sem getur haft áhrif á beinin og leitt til beinþynningar.

Það er óráðlegt að gefa ketti matarafganga frá matarborðinu. Það getur valdið því að þeir fari að betla mat í sífellu, að þeir fitni of mikið og getur ennfremur haft skaðleg áhrif á meltingarkerfi þeirra. Feitur eða steiktur matur getur verið of saðsamur fyrir köttinn þinn og valdið niðurgangi. Ekki ætti að gefa kettinum áfengi eða koffein þar sem áhrifin sem þessi efni valda hjá fólki verða enn alvarlegri hjá köttum vegna smæðar þeirra og geta valdið alvarlegum skaða.

Við þekkjum öll ímynd kattarins sem drekkur mjólk af skál, en hún er villandi því mjólkuróþol katta eykst eftir afvenslun og getur mjólkurneysla leitt til meltingartruflana og óþæginda.

Ef þig grunar að kötturinn þinn hafi borðað eitthvað sem hefur eitrunaráhrif á hann, hafðu strax samband við dýralækni. Hann getur ráðlagt þér hvað best er að gera í stöðunni. Fjarlægðu matvælin eða plönturnar strax svo kötturinn komist ekki aftur í þetta.

If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu