​Hvernig mataræði kattarins hefur áhrif á þvagheilsu hans

Lærðu meira um hvernig fóðrið sem þú gefur kettinum þínum getur hjálpað honum að viðhalda heilbrigðum og virkum þvagfærum.
Adult cat standing indoors next to a silver bowl.

Fjölmargir kettir um allan heim þjást af sjúkdómum í neðri þvagfærum, oft án þess að hægt sé að greina undirliggjandi orsakir. Þetta getur haft veruleg áhrif á almennt heilbrigði kattarins, svo það er mikilvægt að skilja hvernig þú getur stutt hann og hjálpað honum að viðhalda heilbrigðum og virkum þvagfærum.

Af hverju er heilbrigði þvagfæra kattarins mikilvægt?

Þvagfæri kattarins þíns, sem innihalda nýru og þvagblöðru, vinna úr og fjarlægja úrgangsefni úr líkamanum. Ef nýrun virka ekki sem skyldi, getur kerfið ekki lengur losað líkamann við þessi úrgangsefni. Þvagblöðruvandamál geta verið bólgur, steinamyndun og í versta falli þvagfærastífla. Þessi vandamál geta haft áhrif á hversu vel kettinum líður og heilsu hans almennt.

Hvaða þvagfæravandamál geta hrjáð ketti?

Algengt er að kettir þjáist af vandamálum í neðri þvagfærum sem orsakast af nokkrum mismunandi þáttum.

Myndun þvagfærasteina verður þegar kristallar eða steinar safnast upp í þvagfærum kattarins, oftast í þvagblöðrunni. Þetta orsakast af kristallamyndun steinefna, sem eru til staðar af náttúrulegum orsökum í líkama kattarins. Kristallamyndunin verður vegna þess að ekki er unnið úr steinefnunum á réttan hátt í þvagfærunum, eða af því að efnin eru af hærri styrk í þvaginu en eðlilegt er. Aukin samþjöppun þvags getur einnig átt þátt í þessu ferli. Þessir steinar geta valdið bólgu eða jafnvel hindrað þvaglos.

Kettir geta einnig fengið bólgur án þess að það tengist steinamyndun eða sýkingu. Orsök slíkrar bólgu er oftast óþekkt, svo hún er kölluð „einkennagefandi“ - sem þýðir að ekki er hægt að greina undirliggjandi orsök.

Kettir geta jafnframt smitast af bakteríusýkingum sem valda ertingu í þvagfærakerfinu og einnig fengið æxli eða slímtappa sem leiða til þvagfæravandamála, en það er sjaldgæfara.

Adult cat standing outside on grass eating from a white bowl.

Hvers vegna fá kettir þvagfærasjúkdóma?

Kettir eru afkomendur spendýra sem héldu til í eyðimörkum og þurftu lítið að drekka. Þessir eðlislægu lifnaðarhættir búa enn í köttum og valda því að þeim hættir við að fá þvagfærasjúkdóma. Þeir drekka minna en þeim væri hollt og pissa líka sjaldnar en ákjósanlegt telst fyrir gæludýr í nútíma samfélagi.

Aðrir þættir geta líka aukið líkur á að kötturinn þinn fái þvagfærasjúkdóm. Ef kettir eru of feitir eða of þungir, er þeim hættara við að fá blöðrubólgu (bólgu í þvagfæri), þvagfærasteina og þvagteppu. Geldir kettir eiga líka frekar á hættu að fá þvagfærasteina.

Sjálfvakin blöðrubólga í köttum (þegar engin skýr ástæða finnst fyrir sýkingunni) getur komið upp vegna umhverfisáhrifa, til dæmis streitu, kyrrsetulífs og lítillar örvunar innikatta. Ef kattakassinn er á óhentugum stað fyrir köttinn, getur það líka valdið þvagfæravandamálum eins og sjálfvakinni blöðrubólgu.

Hvernig getur fóður bætt heilbrigði þvagfærakerfis í köttum?

Ef kötturinn þinn fær skyndilega þvagfærasteina, mælir dýralæknir örugglega með læknismeðferð eða skurðaðgerð til að losa köttinn við steinana. Í kjölfarið gæti hann lagt til að þú breytir mataræði kattarins og gefir honum fóður sem viðheldur þvagfærakerfinu heilbrigðu.

Kötturinn þinn getur fengið fóður sem styrkir þvagfærakerfið með því að mynda óvinveitt umhverfi fyrir þvagfærasteina þannig að þeir myndist síður. Einnig hefur fóðrið þau áhrif að kötturinn pissar oftar og hreinsar kerfið því betur. Ef kötturinn þinn er með þvagfærasteina, getur sérstakt fóður komið að gagni og dregið úr líkum á að þvagfærasteinar myndist aftur.

Í blautfóðri er mikið af vatni og það getur örvað köttinn til þvagláta. Sumt sjúkrafóður er sérstaklega hannað til að þynna út þvagið.

Ef hegðun kattarins í kringum þvaglát breytist, skaltu fara með hann til dýralæknis sem getur ráðlagt þér hvað best er að gera í stöðunni. Sjáðu til þess að kötturinn þinn hafi alltaf aðgang að nægu fersku vatni. Það hjálpar til við að halda þvagfærakerfinu heilbrigðu.

Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu