Tölum um Síamsketti
Opinbert heiti: Síamsköttur
Önnur heiti: Konunglegi kötturinn frá Síam
Uppruni:: Taíland
Hair length
2 out of 5Hármissir
2 out of 5Snyrtiþarfir
1 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Raddstyrkur
5 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Getur verið einn?*
1 out of 5Environment (indoor or outdoor)
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
29 - 31 cm | 27 - 31 cm |
Weight | Weight |
4 - 7 kg | 3 - 5 kg |
Kettlingur í vexti | Fullorðnir |
---|---|
4 til 12 mánaða | 1 til 7 ára |
Rosknir | Öldungar |
7 til 12 ára | Frá 12 ára |
Hair length
2 out of 5Hármissir
2 out of 5Snyrtiþarfir
1 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Raddstyrkur
5 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Getur verið einn?*
1 out of 5Environment (indoor or outdoor)
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
29 - 31 cm | 27 - 31 cm |
Weight | Weight |
4 - 7 kg | 3 - 5 kg |
Kettlingur í vexti | Fullorðnir |
---|---|
4 til 12 mánaða | 1 til 7 ára |
Rosknir | Öldungar |
7 til 12 ára | Frá 12 ára |
Kynnstu Síamsköttum
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Oft er haft á orði að enginn geti „átt“ kött. Það væri þá Síamsköttur ef það væri einhver köttur.
Kettir af þessari tegund eru án nokkurs vafa í hópi þeirra vingjarnlegustu, þeir njóta samskipta við mannfólkið og tengjast oft einni manneskju mjög sterkum böndum. Þeir njóta athygli og samskipta við fjölskylduna sína. Síamskettir minna dálítið á hunda í hátterni.
Síamskettir voru eitt sinn þekktir sem „konunglegu kettirnir frá Síam“ og þeir hafa alltaf tengst Taílandi þótt enn sé margt á huldu um uppruna þeirra. Þó er vitað að svona kettir voru fluttir til Vesturlanda seint á 19. öld þar sem þeir fengu misjafnar móttökur enda hafði enginn séð viðlíka ketti áður. Þeir urðu samt fljótt vinsæl gæludýr.
Það er ekki að tilefnislausu sem þeir fengu viðurnefnið „konunglegi kötturinn frá Síam“. Skrokkurinn er langur og þokkafullur og hálsinn langur. Þeir tækju sig vel út á gröf einhvers faraósins. Þeir hafa líka granna fótleggi, þokkafullt höfuðlag og svipmikil, möndlulaga augu, skærblá á litinn.
Þeir þurfa litla umhirðu, feldurinn er snöggur og sléttur og dregur fram skarpar línur stælts skrokksins. Feldur Síamskatta hefur margs konar litbrigði, allt frá bröndóttum og flekkóttum yfir í reyklitaðan, silfraðan og ljósbrúnan.
Síamskettir eru skarpgreindir og með mjög sterkan persónuleika. Þeir vilja alltaf vita hvað eigandinn er að gera og elta hann gjarnan eins og skugginn. Þeir eru líka furðu „mjálmgefnir“ og „tala“ á sinn einstaka hátt, með hljóðum sem eru gjörólík mjálmi annarra katta.
Síamskettir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í dægurmenningu og skotið upp kollinum á málverkum og í bókum í aldanna rás. Þeir hafa líka komið fram í nokkrum kvikmynda Walt Disney, þar á meðal Hefðarfrúnni og umrenningnum (1955), The Incredible Journey (1963), That Darn Cat (1965) og Aðalsmönnunum (1970). Einn vinsælasti Pokémoninn byggði einmitt á Síamsketti.
2 staðreyndir um Síamsketti
1. Í fullkomnu samræmi
Síamskettir eru einstaklega fallega byggðir. Langir útlimir og skarpar útlínur gera að verkum að þeir virðast nánast yfirnáttúrulegir. Vissir þú að ef þú dregur línu frá nefbroddinum að hæsta punkti eyrnanna, myndar höfuðið fullkominn þríhyrning?
2. Tveir fyrir einn
Síamskettir eru sérlega félagslyndir og una illa einir síns liðs. Ef þú þarft að vera lengi frá heimilinu á daginn getur verið skynsamlegt að fá þér annan Síamskött. Kettirnir tveir geta þá haft félagsskap hvor af öðrum.
Saga kynsins
Síamskettir rekja ættir sínar langt aftur í aldir en fyrstu heimildir um þá er að finna í handritasafni frá hinu forna Ayutthaya-konungsveldi í Síam sem nú heitir Taíland. Handritasafnið heitir „Fræðigreinar um ketti“ og talið er að ritun þess hafi hafist á 14. öld.
Síamskettir bárust þó ekki til Vesturlanda fyrr en á 19. öldinni. Þeir voru í fyrstu þekktir sem „konunglegu kettirnir frá Síam.“ Í upphafi fengu þeir misjafnar viðtökur enda hafði enginn séð svona ketti áður. Árið 1871 voru þrír Síamskettir sýndir á Crystal Palace-sýningunni í London og fengu þeir heldur dræmar viðtökur.
Það leið þó ekki á löngu þar til vinsældir Síamskatta jukust og þeir urðu sannkölluð tískugæludýr. Fyrsta ræktunarmarkmið Síamskatta var samþykkt árið 1892 og innan skamms urðu þeir eftirsóttir beggja megin Atlantshafsins.
Nú eru til tvö afbrigði af Síamsköttum. Þessi tvö afbrigði urðu til við framræktun tegundarinnar: Annars vegar er það nútímalegur sýningarköttur. Búkur hans er lengri og grennri en búkur „hefðbundna“ Síamskattarins auk þess sem höfuðið hefur aðra lögun.
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Síamskatta
1.Head
2.Face
3.Body
4.Coat
5.Colouring
Hlutir sem gæta skal að
Sérkenni tegundarinnar og almennar heilsufarsupplýsingar. Hér eru áhugaverðar staðreyndir um Síamsköttinn þinn
Síamskettir sjá ekki mjög vel í myrkri.
Þeir hafa einhver fallegustu augu allra katta, skærblá og áleitin. Þeir hafa hins vegar ekki lífeðlisfræðilega eiginleika til að magna upp litla birtu. Margir Síamskettir voru áður fyrr rangeygðir og höfðu þeir betri nætursjón. Það er hins vegar álitinn ræktunargalli að vera rangeygður. sem ræktendur unnu markvisst að því að útrýma. Þetta getur þó verið gott að vita því léleg nætursjón getur aukið slysahættu Síamskatta í myrkri, til dæmis í umferðinni. Hins vegar hafa þeir prýðilega heyrn, ólíkt sumum öðrum dýrum með blá augu.
Tannkvillar herja gjarnan á Síamsketti
Meðal annars tannholdsbólga sem getur leitt til annarra tannholdssjúkdóma. Síamskettir geta einnig átt til að fá sjúkdóm sem kallaður er „FORL“ (feline odontolastic resorptive lesion). Þetta er sjúkdómur sem ágerist og ræðst á tannbeinið. Þótt sumir kettir sýni engin einkenni, verður vart við mikla slefmyndun hjá öðrum eða erfiðleika við að tyggja fóður. Dýralæknir getur staðfest sjúkdómsgreininguna með röntgenmynd. Ráðlegt er að fara með Síamsketti í reglubundna tannskoðun. Það er líka æskilegt að bursta tennur daglega eða eins oft og því verður við komið.
Heilsubrestir hjá Síamsköttum
Síamskettir eiga á hættu á að fá sjúkdóm sem kallast „cholangiohepatitis-heilkenni“. Þetta er bólga í gallgöngum sem oft stafar af bakteríusýkingu. Bólgan er ýmist staðbundin eða í öðru líffæri nálægt bólgusvæðinu. Gallgöngin eru tengd við þrjú líffæri um þarmakerfið (brisið, lifrina og smáþarmana) þannig að ef vandamál kemur upp í einhverju þessara líffæra getur það haft áhrif á þau öll. Síamskettir eiga einnig til að fá mýlildi (amyloidosis). Þá myndast útfellingar óleysanlegra trefjakenndra prótína í ýmsum líffærum og vefjum sem raska eðlilegri starfsemi þeirra. Þessi einkenni koma einkum fram í nýrum og lifur. Ef Síamskötturinn þinn er ólíkur sjálfum sér er öruggast að fara tafarlaust með hann til dýralæknis.
Heilsusamlegt fóður, heilbrigðari köttur
Sérsniðið heilsufóður gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að viðhalda heilsu og fegurð Síamskatta. Fóður veitir orku fyrir nauðsynlega líkamsstarfsemi og heilfóður fyrir Síamsketti þarf að innihalda rétta samsetningu næringarefna. Feeding them in this way will offer a diet that’s neither deficient nor excessive, both of which could have adverse effects on your cat’s health.
Hreint, ferskt vatn ætti alltaf að vera aðgengilegt til að tryggja góða starfsemi þvagfærakerfisins. Köttum er eðlislægt að éta litlar máltíðir, sjö til tíu sinnum á dag. Ef köttur fær ráðlagðan dagsskammt af fóðurkúlum einu sinni á dag, getur hann sjálfur ákveðið hversu mikið og oft hann étur.
Eftirfarandi ráðleggingar eiga við um heilbrigð dýr. Ef kötturinn þinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækni sem getur mælt með sérstöku mataræði.
Vöxtur
Vaxtarskeiðið er mikilvægt skeið í lífi kettlinga. Þetta er tími mikilla breytinga, uppgötvana og nýrra kynna. Síamskettlingar þurfa miklu meira af orku, prótínum, steinefnum og vítamínum en fullorðnir kettir. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Vöxtur kettlinga er í tveimur stigum:
Uppvöxtur – frá fæðingu til fjögurra mánaða aldurs
Á þessum aldri hættir kettlingurinn að nærast á móðurmjólkinni og er vaninn á fasta fæðu. Á aldrinum þriggja til sex vikna koma kettlingatennurnar í ljós. Á þessu skeiði er kettlingurinn enn ekki fær um að tyggja þurrfóður svo mjúkfóður (bleytt þurrfóður eða blautfóður fyrir kettlinga) auðveldar honum að venjast af fljótandi fæði á fast fæði. Milli 4 og 12 vikna eftir fæðingu minnkar náttúrulegt ónæmi sem kettlingur fær frá broddmjólk móðurinnar – eða fyrstu mjólkinni – á meðan ónæmiskerfi kettlingsins þroskast smátt og smátt. Þessi mikilvægi tími, sem kallast ónæmisbil, krefst flókinnar blöndu andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, til að styðja við náttúrulegar varnir líkamans. Kettlingar fara í gegnum ákaft og sérlega viðkvæmt vaxtarskeið þar sem þeir eiga til að vera með meltingarvandamál. Meðan á því stendur ætti fóðrið að vera bæði orkuríkt til að fullnægja nauðsynlegri vaxtarþörf þeirra og innihalda mjög auðmeltanleg prótín fyrir meltingarkerfið sem er enn að þroskast. góðgerlafæða (e. prebiotics), til dæmis ávaxtasykrur, geta bætt meltinguna með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Og árangurinn? Bættar hægðir. Kettlingafóður þarf að innihalda ómega 3 fitusýrur, EPA-DHA, sem stuðla að eðlilegum þroska taugakerfis og heilastarfsemi.
Mótun og samhæfing – frá 4 mánaða til 12 mánaða
Það hægir á vexti frá fjögurra mánaða aldri svo þá er mælt með fituminna fóðri. Þetta er sérstaklega mikilvægt eftir að kettir hafa verið gerðir ófrjóir. Á aldrinum 4 til 7 mánaða missa kettlingar mjólkurtennurnar og fá varanlegar tennur. Þegar fullorðinstennurnar koma up, þarf kettlingurinn að fá fóðurkúlur sem eru nægilega stórar til að hann þurfi að tyggja þær. Fram að 12 mánaða aldri er ónæmiskerfi Síamskettlinga enn að þroskast. A complex of antioxidants, including vitamin E, can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. The digestive system matures progressively, with digestive aptitudes reaching full maturity toward twelve months of age. Þá eru kettir færir um að neyta fóðurs fyrir fullorðna ketti.
Auk þess að stuðla að heilbrigðu þvagfærakerfi hjá fullorðnum Síamsköttum eins og öllum öðrum köttum, er næringarlegt markmið:
Að viðhalda grönnum, stæltum líkama með auknu magni hágæða prótína, hóflegu fituinnihaldi og viðbótarmagni af L-karnitíni, sem stuðlar að heilbrigðu umbroti fitu
Supporting optimal digestion and balancing intestinal flora by using highly digestible proteins and prebiotics
Að viðhalda heilbrigði húðarinnar og gljáa og mýkt snögga feldsins með því að styrkja rakavarnir húðarinnar, til dæmis með viðbættum, sérsniðnum næringarefnum eins og amínósýrum og vítamínum ásamt ómega-3 og ómega-6 fitusýrum
Að viðhalda tannheilsu með því að velja þurrfóður með lögun sem hentar löngu, mjóu trýninu og áferð sem hvetur köttinn til að tyggja. Með því móti étur hann líka hægar
Eldri kettir – eldri en 12 ára – geta einnig átt í vandræðum með inntöku fæðu. To maintain the weight of the ageing cat and minimise the risk of deficiency, they should be given an extremely digestible food filled with essential nutrients
As they get older, cats increasingly suffer from teeth problems, and in some senior cats, the sense of taste and smell may decline as well, which can lead to a lowered intake of food. To ensure they continue to eat enough, the shape, size, and hardness - meaning texture - of their kibble needs to be tailored to their now potentially more fragile jaw
Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem verja frumur gegn skaðlegum áhrifum oxunarhvarfa sem tengjast öldrun
Að hugsa um Síamsköttinn þinn
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Þetta eru býsna orkumiklir kettir og liðtækir við klifur. Þess vegna þurfa þeir að hafa gott, traustbyggt klifurtré innan seilingar. Þá sleppur þú vonandi við að þeir noti gluggatjöldin þín sem klifurleið. Annað einkenni á Síamsköttum er leikgleðin og leikþörfin. Leikur er góð leið til að hafa ofan af fyrir þeim, bæði líkamlega og andlega. Síamskettir ættu að hafa aðgang að góðu úrvali af kattaleikföngum. Þeir hafa jafnvel gaman af því að sækja hluti. Til að tryggja að þeir fái næga útrás er einnig hægt að fá annan Síamskött á heimilið. Raunar er mælt með því að hafa frekar tvo ketti saman á heimilinu enda geta þeir þá skemmt sér saman.
Eitt af því sem er frábært við Síamsketti er að þeir þurfa tiltölulega litla feldhirðu. Það þarf í raun bara að renna greiðu yfir feldinn einu sinni í viku til að fjarlægja dauð hár. Síamskettir fara mjög lítið úr hárum miðað við sumar aðrar kattartegundir. Þar sem þeir eru miklir snyrtipinnar þarf sjaldan að baða þá. Þó er ráðlegt að fara með þá á dýrasnyrtistofu tvisvar á ári. Það þarf að skoða eyrun og skima eftir merkjum um sýkingu og bursta tennurnar daglega, ef það er hægt, eða að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku.
Síamskettir eru skarpgreindir og fljótir að læra svo þeir aðlagast heimilislífinu hratt. Eigandinn þarf hins vegar að gefa sér talsverðan tíma í samskipti við Síamsköttinn sinn, enda hafa þeir mikla þörf fyrir samskipti og mynda sterk tengsl við eiganda sinn. Síamskettir henta best þeim sem vilja félaga og vin, ekki síst þar sem eitt af því sem einkennir þessa ketti er leikgleði. Þeir geta þjáðst af aðskilnaðarkvíða og því er mælt með því að vera með tvo ketti á heimilinu, ekki síst ef eigandinn þarf að vera mikið að heiman. Kettirnir tveir geta þá haft félagsskap hvor af öðrum og vonandi haft hemil hvor á öðrum. Síamskettir eru samt tiltölulega vandræðalitlir inni á heimilinu.
Þetta eru býsna orkumiklir kettir og liðtækir við klifur. Þess vegna þurfa þeir að hafa gott, traustbyggt klifurtré innan seilingar. Þá sleppur þú vonandi við að þeir noti gluggatjöldin þín sem klifurleið. Annað einkenni á Síamsköttum er leikgleðin og leikþörfin. Leikur er góð leið til að hafa ofan af fyrir þeim, bæði líkamlega og andlega. Síamskettir ættu að hafa aðgang að góðu úrvali af kattaleikföngum. Þeir hafa jafnvel gaman af því að sækja hluti. Til að tryggja að þeir fái næga útrás er einnig hægt að fá annan Síamskött á heimilið. Raunar er mælt með því að hafa frekar tvo ketti saman á heimilinu enda geta þeir þá skemmt sér saman.
Eitt af því sem er frábært við Síamsketti er að þeir þurfa tiltölulega litla feldhirðu. Það þarf í raun bara að renna greiðu yfir feldinn einu sinni í viku til að fjarlægja dauð hár. Síamskettir fara mjög lítið úr hárum miðað við sumar aðrar kattartegundir. Þar sem þeir eru miklir snyrtipinnar þarf sjaldan að baða þá. Þó er ráðlegt að fara með þá á dýrasnyrtistofu tvisvar á ári. Það þarf að skoða eyrun og skima eftir merkjum um sýkingu og bursta tennurnar daglega, ef það er hægt, eða að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku.
Síamskettir eru skarpgreindir og fljótir að læra svo þeir aðlagast heimilislífinu hratt. Eigandinn þarf hins vegar að gefa sér talsverðan tíma í samskipti við Síamsköttinn sinn, enda hafa þeir mikla þörf fyrir samskipti og mynda sterk tengsl við eiganda sinn. Síamskettir henta best þeim sem vilja félaga og vin, ekki síst þar sem eitt af því sem einkennir þessa ketti er leikgleði. Þeir geta þjáðst af aðskilnaðarkvíða og því er mælt með því að vera með tvo ketti á heimilinu, ekki síst ef eigandinn þarf að vera mikið að heiman. Kettirnir tveir geta þá haft félagsskap hvor af öðrum og vonandi haft hemil hvor á öðrum. Síamskettir eru samt tiltölulega vandræðalitlir inni á heimilinu.
7/7
Allt um Síamsketti
Já. Vingjarnleg framkoma er eitt af því sem einkennir Síamsketti. Þeir eru frábærir félagar að öllu leyti. Þar sem þeir eru bæði skarpgreindir og orkumiklir, geta þeir komið sér í vandræði ef þeir eru skildir eftir einir. Það hentar þeim því best að búa hjá eiganda sem vill gjarnan og getur eytt talsverðum tíma með dýrinu sínu.
Síamskettir eru með langlífustu köttum og þeir verða að meðaltali 12 til 15 ára. Sumir geta orðið 20 ára eða jafnvel eldri. Síamskettir teljast því vera frekar langlífir.
Lesa meira um þetta efni
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Cat Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
Líkaðu við og deildu þessari síðu