Hundar og andleg heilsa
Article
Það kann að vera erfitt fyrir marga að takast á við streitu og kvíða sem stundum fylgir vinnu, fjölskyldulífi og almennum ábyrgðum. Slíkt álag getur látið marga finna fyrir álagi í daglegu lífi en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að eiga gæludýr geti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu eigenda á erfiðum tímum.
Stutt saga hunda og manna
Hundar og menn hafa alltaf átt náin tengsl, aðallega vegna þess að þeir hafa þróast saman í gegnum tíðina. Á þeim tíma þegar menn voru enn veiðimenn og safnarar, er líklegt að einhverjir úlfar hafi yfirgefið hópinn sinn fyrir menn, vegna reglulegs framboðs á afgöngum af mat.Dýr hafa verið miðlægur þáttur í mannslífum í mörg þúsund ár. Við vitum að frá upphafi mannkyns hafa villt dýr og síðar húsdýr verið mikilvæg fyrir matvælaframleiðslu, flutninga sem og hluti af menningar- og trúarhefðum.
Samband manna og hunda hefur síðan þróast, þar sem hundurinn er orðinn algengur fjölskyldumeðlimur í fjölda landa.
Af hverju eru hundar ákjósanlegir félagar mannsins?
Í dag eru hundar nálægt mönnum strax frá fæðingu, sem þýðir að þeir eru oftar en ekki vanir umgengni mannsins og líður vel í kringum mannfólk. Hundar og eigendur þeirra mynda einnig náin tengsl vegna þess að þeir deila miklum tíma í félagsskap hvor annars. Að hugsa um lifandi veru með sérstakar þarfir getur einnig hjálpað til við að færa tilgang í daglegt líf. Hundar geta einnig túlkað samskiptamerki frá eigendum sínum og áttað sig á þegar eitthvað er ekki í lagi, oft aðlaga þeir hegðun sína til þess að mæta eiganda sínum, sem í sumum tilfellum getur dregið úr streitu eiganda. Hundar geta oft skilið ásetning okkar, viðhorf, látbragð, svip og líklega tilfinningar okkar vegna þeirrar löngu sögu sem þeir hafa haft við að búa í nánd við menn.Eru hundar góðir gegn kvíða?
Fyrir þá sem búa einir geta hundar veitt mikilvægan félagsskap og dregið úr einmanaleika. Náin snerting við gæludýr geta veitt mörgum eigendum tilfinningalega huggun. Að finna hitann frá hundinum, strjúka feldinn og finna fyrir gleði hundsins getur veitt tilfinningalegan létti og örvun, sérstaklega á erfiðum tímum. Það getur einnig verið róandi að vita til þess að hundurinn mun ávallt vera til staðar, hvenær sem er sólarhringsins.Árið 1980, sýndi byltingarkennd rannsókn að það væri marktækt jákvætt samband á milli þess að eiga gæludýr og líðan eftir sjúkrahúsinnlögn vegna ákveðinna hjartasjúkdóma.
Líkaðu við og deildu þessari síðu