Geta hundar greint COVID-19?
Prófanir fyrir COVID-19 eru mikilvægar til þess að forðast auknar bylgjur sem gæti valdið því að einstaka svæði og þjóðir yrðu fyrir tjóni. Hins vegar hefur það verið almennt viðurkennt að umfangsmikil prófunarkerfi muni gegna lykilhlutverki í því að lágmarka áhrif sjúkdómsins. Þar sem prófanir geta reynst krefjandi í ákveðnum aðstæðum og jafnvel löndum, er þá til önnur áreiðanleg aðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19? Sumir sérfræðingar í hegðun hunda telja að lykillinn gæti verið í formi ferfættu vini okkar.
Hvernig geta hundar greint COVID-19?
Frá því að heimsfaraldurinn braust út hafa vísindamenn kannað hversu nákvæmir hundar eru sem hafa verið þjálfaðir til að greina fólk smitað af COVID-19, sérstaklega þá sem eru einkennalausir og sýna engin einkenni.
Þefskyn hunda hefur sannað virkni sína í margvíslegum aðstæðum (sprengiefni, fíkniefni, peningaseðlar...) og einnig í snemmgreiningu á sjúkdómum hjá mönnum: ýmsum tegundum krabbameina og viðvörun fyrir sykursjúka eða flogaveika um yfirvofandi krísu.
Ef það reynist árangursríkt og nákvæmt gætu þefhundar verið ómetanlegir í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19.
Hvað eru hundarnir þjálfaðir í að greina?
Þefhundar sem greina lykt þurfa að fara í gegnum fjögur þjálfunarstig áður en þeir geta hafið störf í raunverulegum aðstæðum.
Stig 1
Lyktinni er komið fyrir í rör eða á klút. Hundurinn leikur sér síðan með það þar til hann tengir hlutinn við lyktina.
Stig 2
Á meðan hundurinn horfir á er hluturinn falinn á auðveldlega aðgengilegum stað áður en hundurinn er hvattur til að finna hann. Hluturinn er síðan falinn á erfiðari stöðum til að komast að. Jákvæð styrking er notuð til að hvetja hundinn til að finna hlutinn.
Stig 3
Hluturinn er þakinn lyktinni og er svo falinn á óaðgengilegum stað, án þess að hundurinn sjái hvar hann er falinn. Hundurinn fær svo fyrirmæli um að finna hlutinn og er þjálfaður til að gefa merki þegar hann finnur þá lykt sem leitað er eftir.
Stig 4
Nú er ekki lengur sérstakur hlutur notaður heldur þarf hundurinn að læra að leita af lyktinni án þess að tengja hana við ákveðinn hlut.
Um allan heim eru ýmsir vísindamenn að rannsaka möguleikann á að þjálfa hunda til að greina COVID-19. Noasis verkefnið í Frakklandi við Alfort Dýralæknaháskólann er undir forystu Dominique Grandjean og Clothilde Lecoq, sem rannsaka árangur þjálfunar hunda sem eru notaðir til þess að greina önnur efni.
Fyrsti áfangi verkefnisins er að þjálfa hunda í að þefa af lyktarprufum manna og athuga hvort þeir geti greint lyktina af svita COVID-19 jákvæðra einstaklinga frá svita COVID-19 neikvæðra einstaklinga.
Hingað til, hafa niðurstöður hundanna lofað góðu sem segir okkur að það eru miklar líkur á að hundar geti greint COVID-19 smit hjá mannfólki.
Hvaða einkenni eru algeng í þefhundum?
Við ákváðum að vinna ekki með fíkniefnahundum þar sem alltaf er möguleiki á að COVID-19 jákvæðir einstaklingar noti óleyfileg efni sem gætu leitt til þess að efnaskiptaafurðir þeirra væru útskildar í svita og hefðu því áhrif á niðurstöður hundanna.
Belgískir fjárhundar, þýskir fjárhundar og labrador hundar eru algengir þefhundar. Hins vegar hafa bæði Cocker Spaniel og Yorkshire Terrier hundar verið notaðir meira undanfarið þar sem það má auðveldlega ferja þá á milli erfiðra svæða með því að halda á þeim.
Geta hundar fengið kórónuveiruna?
Núverandi útbreiðsla COVID-19 er eingöngu smituð milli manna. Sakmvæmt Alþjóðasamtökum dýraheilsu eru engar vísbendingar um að gæludýr geti haft áhrif á útbreiðslu COVID-19.Hvernig er áætlað að megi nota þefhunda í samfélaginu?
Í mörgum löndum um allan heim vantar greiningarpróf til þess að hópgreina COVID-19 smitaða einstaklinga, við teljum mikilvægt að kanna möguleikann á því að kanna þefskyn hundanna sem gæti nýst til þess að greina smit á ódýran, hraðan og áreiðanlegan hátt.
Ef hundar geta greint COVID-19 á nákvæman hátt, munu þeir vera til hjálpar á flugvöllum þegar greina þarf hvort það sé öruggt fyrir gesti að koma inn í land. Bæði Emirates og Lebanon flugfélögin hafa þegar verið að nýta hunda í að greina COVID.
Þar sem rannsóknir halda áfram, virðast fyrstu niðurstöður gefa jákvæðar vísbendingar. Vonin er sú að þessir hundar geti haftið víðtækari prófanir á almenningi til að vernda alla og gegna lykilhlutverki í að draga úr útbreiðslu veirunnar.
*Pirrone, F. and Albertini, M., 2017. Olfactory detection of cancer by trained sniffer dogs: A systematic review of the literature. Journal of Veterinary Behavior, 19, pp.105-117.
**Grandjean et al., 2020. Detection dogs as a help in the detection of COVID-19 Can the dog alert on COVID-19 positive persons by sniffing axillary sweat samples ? Proof-of-concept study.
Líkaðu við og deildu þessari síðu