Tölum um Siberian-ketti

Þéttur og gljáandi feldur Siberian-kattarins er stórkostlegur á að líta og hefur nýst tegundinni afar vel í köldu veðri. Í gegnum aldirnar þróaði þessi tegund katta með sér þriggja laga, einangrandi og vatnsþéttan feld til að þola óvægið veðurfar Síberíu. Forfeður kattanna lifðu af og þróuðust við erfiðar aðstæður utandyra, en í dag búa Siberian-kettir yfirleitt við mun þægilegri aðstæður. Hér er um að ræða ástúðlega og gáskafulla ketti sem finnst alltaf gott að kúra sig í hlýjunni hjá eigendum sínum.

Opinbert heiti: Siberian

Önnur heiti: Neva Masquerade (af oddmjórri gerð) eða Siberian-skógarköttur

Uppruni: Rússland

Fullorðinn Siberian-köttur, svarthvít mynd
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Þörf fyrir hreyfingu

    2 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Barnvænn?*

    5 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Teikning af Siberian-ketti
MaleFemale
HeightHeight
28 - 33 cm28 - 33 cm
WeightWeight
7 - 8 kg5.5 - 6 kg
Kettlingur í vextiFullorðnir
4 til 12 mánaða1 til 7 ára
RosknirÖldungar
7 til 12 áraFrá 12 ára aldri
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Þörf fyrir hreyfingu

    2 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Barnvænn?*

    5 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Teikning af Siberian-ketti
MaleFemale
HeightHeight
28 - 33 cm28 - 33 cm
WeightWeight
7 - 8 kg5.5 - 6 kg
Kettlingur í vextiFullorðnir
4 til 12 mánaða1 til 7 ára
RosknirÖldungar
7 til 12 áraFrá 12 ára aldri
1/7

Fáðu að vita meira um Siberian-ketti

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Siberian-kettir eru sannkallaðar rússneskar fegurðardísir, þeir eru með afar þykkan feld, stór og kringlótt augu, loðin eyru og loðið skott. Hins vegar kemur skapgerð kattanna ekki heim og saman við ískaldan uppruna þeirra í Síberíu. Þetta eru ljúfir kettir sem vilja helst af öllu kúra sig hjá eigendum sínum. Kettirnir eiga það jafnvel til að elta eigendur sína um heimilið og leita eftir því að kúra sig í kjöltunni eins og hitapoki af kattaætt.

Siberian-kettir „tala“ jafnvel við eigendur sína. Siberian-kettir gefa frá sér örlítil tíst eða hrín til að hafa samskipti við eigendur sína, fyrir utan að mala og mjálma.

Siberian-kettir eru afar félagslyndir og kemur yfirleitt vel saman við önnur dýr og börn. Fjörugir og sterkbyggðir kettir sem geta orðið galsafullir og hoppað upp á húsgögn eða staðið í trylltum bardaga við músabendil á tölvuskjá. Þessir kettir geta einnig sýnt sínar rólyndu og stilltu hliðar. Það ætti ekki að koma á óvart að Siberian-kettir eru stundum notaðir sem meðferðarkettir.

2/7

Tvær staðreyndir um Siberian-ketti

1. Dúðaður köttur frá Rússlandi

Hugsanlega eru hanskar það eina sem Siberian-kettina vantar til að berjast gegn vetrarhörkunum. Þessir hjartahlýju kettir hafa ótrúlegt þol fyrir veðri og vindum: Kettirnir eru með þrískiptan feld sem hrindir frá sér vatni, þykkan kraga í kringum hálsinn, loðnar afturlappir og loðið skott sem líkist einna helst tófuskotti. Loppur með brúskum eru lokahnykkurinn á vetrarbúningi Siberian-kattanna sem þeir notuðu til að labba um frostbitið landið áður fyrr.

2. Neva Masquerade-kötturinn líkist einna helst gaupu

Nei, þetta er ekki leynikóði, þetta er aðferð við að lýsa Siberian-ketti með afgerandi einkenni og loðin eyru. Siberian-kettir með dekkri hár á útlimum (einnig þekktir sem oddmjóir) eru oft kallaðir Neva Masquerade. Örlitlu brúskana á eyrunum á kattartegundin sameiginlega með villtum (fjarskyldum) frænda sínum, gaupunni. Brúskarnir halda eyrum kattanna hreinum og nefnast einfaldlega gaupubrúskar.

3/7

Saga tegundarinnar

Siberian-kettir eru a.m.k. þúsund ára gamlir og talið er að kattarkynið sé skylt norska skógarkettinum. kynin eru augljóslega áþekk líkamlega og þróuðust bæði til að þola nístandi kulda.

Siberian-kettir hafa löngum verið vinsælir til að gegna ólíkum hlutverkum í heimalandinu. Kettirnir eru elskaðir og dáðir á bóndabæjum og sem hjartahlý gæludýr og birtast sveipaðir töfrum í rússneskum þjóðsögum og ævintýrum.

Þessi kattartegund hefur verið sýnd á kattarsýningum frá því á 19. öld. En það var ekki fyrr en eftir lok kalda stríðsins að þessir ótrúlegu kettir öðluðust frægð um allan heim, eða þegar byrjað var að flytja út Siberian-ketti til Evrópu og Bandaríkjanna. Cat Fanciers Association (CFA) samþykkti skráningu kattarkynsins árið 2000 og keppni á sýningum hófst árið 2006.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni Siberian-katta

Teikning af Siberian-ketti
1
2
3

1.Skott

Þykkt og loðið skott sem líkist einna helst tófuskotti

2.Eyru

Meðalstór eyru, með lengri hárum neðst og oft brúskum á endunum.

3.Coat

Mjúkur, vatnsþéttur feldur af meðallengd í ýmsum litum.
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Siberian-ketti, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Hjartavandamál

Siberian-kettir eru yfirleitt heilbrigðir en tegundin hefur samt sem áður tilhneigingu til að fá ofþykktarsjúkdóm í hjartavöðva, sem er tiltekin gerð hjartasjúkdóms sem veldur ofstækkun á hjartavöðvanum og dregur úr skilvirkni hans. Væntanlegir eigendur skulu ávallt gæta þess að kaupa ketti af viðurkenndum ræktanda sem gengur úr skugga um að nota heilbrigða ketti til undaneldis.

Fylgist með líkamsþyngdinni

Siberian-kettir eru stór kattategund og eiga á hættu að bæta á sig aukakílóum, sem getur valdið heilbrigðisvandamálum. Gæta verður þess að gefa köttunum rétt fóður í réttu magni til að halda þeim heilbrigðum. Regluleg skoðun hjá dýralækni er alltaf góð hugmynd.

Heilsusamlegt fóður, heilbrigðari köttur

Sérsniðið heilsufóður gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að viðhalda heilsu og fallegu útliti katta. Fóður veitir orku fyrir nauðsynlega líkamsstarfsemi og heildstæð fóðurblanda fyrir ketti ætti að innihalda rétt magn næringarefna. Með þessu móti fá þeir hvorki of lítið né of mikið að éta, en hvort tveggja getur haft skaðleg áhrif á heilsu katta. Hreint, ferskt vatn ætti alltaf að vera aðgengilegt til að tryggja góða starfsemi þvagfærakerfisins. Köttum er eðlislægt að éta litlar máltíðir, sjö til tíu sinnum á dag. Ef köttur fær ráðlagðan dagsskammt af fóðurkúlum einu sinni á dag, getur hann sjálfur ákveðið hversu mikið og oft hann étur. Kettir sem fá eina eða tvær máltíðir á dag fitna frekar en kettir sem éta samkvæmt fyrirmælum.

Eftirfarandi ráðleggingar eiga við um heilbrigð dýr. Ef kötturinn þinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækni sem getur mælt með sérstöku mataræði.

Þegar þú velur fóður fyrir Siberian-ketti þarftu að hafa nokkur atriði í huga: aldur þeirra; einstaklingsbundnar þarfir; lífsstíl, sem hefur veruleg áhrif á virkni þeirra; og líkamlegt ástand, svo sem ófrjósemisaðgerð, sem er hugsanlegur þáttur í þyngdaraukningu. Ef kötturinn kemst út spila árstíðirnar líka inn í, sérstaklega hvað varðar hárlos, sem gerirst tvisvar á ári.

Aldur

Vaxtarskeið

Vaxtarskeiðið er mikilvægt skeið í lífi kettlinga. Þetta er tími mikilla breytinga, uppgötvana og nýrra kynna. Orku-, prótín-, steinefna- og vítamínþörf kettlinga er mun meiri en fullorðins kattar. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Vöxtur kettlinga er í tveimur stigum:

Uppvöxtur – frá fæðingu til fjögurra mánaða aldurs

Á þessum aldri hættir kettlingurinn að nærast á móðurmjólkinni og er vaninn á fasta fæðu. Á aldrinum þriggja til sex vikna koma kettlingatennurnar í ljós. Á þessu skeiði er kettlingurinn enn ekki fær um að tyggja þurrfóður svo mjúkfóður (bleytt þurrfóður eða blautfóður fyrir kettlinga) auðveldar honum að venjast af fljótandi fæði á fast fæði. Milli 4 og 12 vikna eftir fæðingu minnkar náttúrulegt ónæmi sem kettlingur fær frá broddmjólk móðurinnar – eða fyrstu mjólkinni – á meðan ónæmiskerfi kettlingsins þroskast smátt og smátt. Þessi mikilvægi tími, sem kallast ónæmisbil, krefst flókinnar blöndu andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, til að styðja við náttúrulegar varnir líkamans. Kettlingar fara í gegnum ákaft og sérlega viðkvæmt vaxtarskeið þar sem þeir eiga til að vera með meltingarvandamál. Meðan á því stendur ætti fóðrið að vera bæði orkuríkt til að fullnægja nauðsynlegri vaxtarþörf þeirra og innihalda mjög auðmeltanleg prótín fyrir meltingarkerfið sem er enn að þroskast. góðgerlafæða (e. prebiotics), til dæmis ávaxtasykrur, geta bætt meltinguna með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Og árangurinn? Bættar hægðir. Fóður kettlinga ætti að innihalda ómega 3 fitusýrur – (EPA-DHA) – sem stuðla að eðlilegum þroska taugafrumna.

Mótun og samhæfing – frá 4 mánaða til 12 mánaða

Það hægir á vexti frá fjögurra mánaða aldri svo þá er mælt með fituminna fóðri. Þetta er sérstaklega mikilvægt eftir að kettir hafa verið gerðir ófrjóir. Á aldrinum 4 til 7 mánaða missa kettlingar mjólkurtennurnar og fá varanlegar tennur. Þegar fullorðinstennurnar koma up, þarf kettlingurinn að fá fóðurkúlur sem eru nægilega stórar til að hann þurfi að tyggja þær. Þar til hann er 12 mánaða er ónæmiskerfi Siberian-kettlingsins enn smám saman að þróast. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur stutt við náttúrulegar varnir þeirra á þessu tímabili breytinga, uppgötvana og nýrra kynna. Meltingarkerfið þroskast smám saman til tólf mánaða aldurs. Þá eru kettir færir um að neyta fóðurs fyrir fullorðna ketti.

Við val á næringu fyrir fullorðinn Siberian-kött þarf að huga að eftirfarandi:

Að viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu innan skynsamlegra marka*, sérstaklega fyrir ófrjóa ketti, inniketti og flækingsketti. Bæta meltingu og koma jafnvægi á þarmaflóruna með því að nota auðmeltanleg prótín og bætibakteríuörvandi efni. Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum. Að hjálpa við að viðhalda heilbrigðu þvagfærakerfi. Að tryggja kettinum trefjar sem draga úr hárkúlumyndun þegar kettir kyngja hárum við snyrtingu. Að styðja við daglega tannhirðu og tannheilsu

Sumir kettir eru matvandir og maturinn verður því að vera lystugur. Vönduð fóðurblanda og tilteknar lyktgerðir, stærð fóðurbitanna, eða blanda mismunandi forma og áferðar – hvort sem er fyrir þurrfóður eða blautmat – örvar matarlystina.

*Með því að velja rétt magn orku í fóðrinu í samræmi við orkuþörf kattarins lærir hann að stjórna eigin neyslu. Kettir eiga yfirleitt erfiðara með að hemja matarlystina ef þurrfóðrið er mjög fituríkt.

Eftir 7 ára aldur byrja Siberian-kettir að sýna fyrstu merki öldrunar. Fóðurblanda auðguð með andoxunarefnum mun hjálpa til við að viðhalda lífsþrótti þeirra og viðeigandi fosfórinnihald styður við nýrnastarfsemina.

Með öldrun minnkar einnig meltingargetan. Eldri kettir – eldri en 12 ára – geta einnig átt í vandræðum með inntöku fæðu. Til að viðhalda þyngd eldri katta og lágmarka hættu á næringarskorti skal gefa þeim afar auðmeltanlegt fóður með miklu magni nauðsynlegra næringarefna.

Tannvandamál aukast með aldrinum og stundum minnkar lyktar- og bragðskyn katta þegar þeir eldast. Það getur dregið úr matarlystinni. Til að tryggja að þeir éti nóg, þarf lögun, stærð og mýkt fóðurkúlna að vera þannig að kjálkar kattarins ráði vel við þær en kjálkar geta orðið viðkvæmari með aldrinum.

Orkuþörf kattarins fer eftir lífsstílnum þótt hann sé orðinn gamall. Aldraður köttur sem enn fer reglulega út þarf fóður með hærra fituhlutfalli en inniköttur. Öldrun kemur ekki í veg fyrir að inniköttur verði of feitur. Fylgjast þarf vel með hitaeiningunum sem kötturinn innbyrðir. Fituskert fóður gæti hentað öldruðum inniketti til að hann fitni síður.

Nærmynd af Siberian-ketti að horfa á myndavél
6/7

Umönnun Siberian-katta

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Það er ekki eins mikið mál og mætti telja að halda þykkum feldi Siberian-katta í góðu ástandi: ef hann er burstaður eða greiddur tvisvar í viku ættu ekki að myndast flókar. Á hárlostímanum gæti þurft að fjölga skiptunum. Regluleg hreinsun eyrna og tanna (daglega ef hægt er) og naglasnyrting eru líka mikilvæg og kötturinn þarf að fá aðgang að klórustöng til að fá útrás fyrir eðlislæga klórþörfina. Siberian-kettir eru galsafullir og elska að fá tækifæri til að hlaupa um og hoppa eða eltast við leikfang. Ef þú hefur næga þolinmæði geta greindir Siberian-kettir auðveldlega lært hlýðniskipanir og kúnstir – sem veitir góða andlega örvun.

7/7

Allt um Siberian-ketti

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Cat Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book



Líkaðu við og deildu þessari síðu