Munurinn liggur í heilbrigði
Frá 1968 höfum við rannsakað einstakar heilbrigðisþarfir katta og hunda með ítrustu nákvæmni. Á þeim tíma höfum við komist að því að jafnvel smæsti næringarmunur getur haft veruleg áhrif á líf og heilsu gæludýrsins þíns.
Hvað er sérhönnuð næring?
Þess er gætt að í hverri fóðurtegund sé nákvæmlega það magn af náttúrulegum andoxunarefnum, vítamínum, trefjum, bakteríuörvandi efnum og steinefnum sem kötturinn þinn þarf til að viðhalda heilsu.
Sérhannað fyrir hvaða sjúkdómsástand sem er
Heilbrigði hunda og katta er einstaklingsbundið. Þarfir þeirra geta samt líka farið eftir stærð, tegund og lífsmáta. Skoðaðu hvernig ólík samsetning næringarefna í fóðrinu okkar getur fullnægt þörfum allra gæludýra og tryggt þeim góða heilsu.
Sérsniðin næring fyrir vöxtinn
Næringarþörf gæludýra breytist með aldrinum. Þess vegna framleiðum við sérsniðið fóður sem uppfyllir þarfir hvolpa, kettlinga, fullorðinna gæludýra og þeirra sem eru farin eru að reskjast.
Sérsniðin næring fyrir lífsstíl hvers kattar
Kettir hafa mismunandi lífsstíl og mjög sérstakan smekk. Blöndurnar okkar eru sérsniðnar til að skila nákvæmlega því sem kettirnir þurfa til að styðja við lífsstíl sinn frá fæðingu til eldri ára.
Vörur fyrir viðkvæm gæludýr
Margir mismunandi þættir leiða til að dýr þrói með sér næmi, sem getur haft bein áhrif á heilsu gæludýrsins. Við bjuggum til Care næringarvörurnar sérstaklega fyrir þessi gæludýr, svo við getum hjálpað við að halda þeim eins heilbrigðum og kostur er.
Sérsniðin næring fyrir einstök kyn
Sérhvert kyn er einstakt og það sama gildir um heilbrigðisþarfir þeirra. Við höfum rannsakað ítarlega heilsuþarfir einstakra kynja og þróað yfir 60 einstakar blöndur.
Sérsniðin næring fyrir hunda af öllum stærðum
Við sérsníðum næringuna þannig að hún haldi hverju gæludýri frábæru óháð stærð.
Sérsniðin sjúkdómsnæring
Við höfum búið til næringarblöndur sem styðja við meðferð gæludýrsins og hjálpa því að viðhalda betra heilbrigði til framtíðar.