Fyrsta heimsókn hvolpsins þíns til dýralæknis

20.9.2018
Það er mikilvægt að bóka tíma hjá dýralækninum fyrir nýja hvolpinn þinn fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Finndu dýralækni sem þú treystir til að sjá um heilbrigði hvolpsins þíns alla ævi.
Puppy Siberian Husky lying down being examined in a vets office.

Það er mikilvægt að bóka tíma hjá dýralækninum fyrir nýja hvolpinn þinn fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Finndu dýralækni sem þú treystir til að sjá um heilbrigði hvolpsins þíns á meðan hann er að vaxa og allt fram á efri ár.

Að velja dýralækni fyrir hvolpinn

Með því að velja dýralækni áður en hvolpurinn kemur á heimilið geturðu tryggt að velferð hans sé í öruggum höndum frá upphafi. Ef þú ert ekki þegar með dýralækni geturðu nýtt þér ýmsar aðferðir við leitina. Vinir og fjölskylda geta hugsanlega mælt með góðum dýralækni sem hefur unnið með þeim, en ef þú velur nýja dýralæknastöð, þá eru nokkrir þættir sem þú ættir að íhuga:

  • Orðspor - Mælir fólk á svæðinu með stöðinni? Er hægt að finna umsagnir á netinu?
  • Staðsetning - Hversu nálægt heimilinu er stöðin? Er auðvelt að komast þangað með bíl og almenningssamgöngum?
  • Búnaður - Hvers konar búnað er stöðin með? Er hún hrein og vel við haldið?
  • Þjónusta - Er þjónusta utan hefðbundins skrifstofutíma? Hvaða fyrirbyggjandi læknisþjónustu býður stöðin upp á?

Að undirbúa fyrstu heimsóknina til dýralæknis

Dýralæknirinn þarf eins miklar upplýsingar og kostur er til að geta metið heilsu hundsins vandlega og veitt ráðgjöf sem er sniðin að honum. Fyrir heimsóknina ættirðu að taka til eða skrá hjá þér ýmis lykilatriði:

  • Skrá yfir bólusetningar
  • Hvaða fóður hundurinn þinn borðar þessa stundina, þar á meðal tegund, magn o.s.frv.
  • Sníkjudýrameðferð, ásamt upplýsingum um tegund og dagsetningu síðasta skammts
  • Allar breytingar hjá hundinum, t.d. varðandi hegðun, matarlyst, þorsta, þyngd o.s.frv.
  • Öll skjöl sem þú hefur varðandi hvolpinn

Að ferðast til dýralæknis með nýja hvolpinn þinn

Hvolpurinn ætti að vera festur vandlega í bílinn þegar farið er til dýralæknisins, í ferðabúri eða kassa sem hentar stærð hans. Hundar geta orðið bílveikir og því er best að fóðra hvolpinn ekki skömmu áður en haldið er af stað í bíl.

Til að draga úr streitu skaltu gefa þér tíma fyrirfram til að venja hvolpinn við að ferðast í bíl áður en farið er í fyrstu dýralæknaheimsóknina. Hvolpar eru mjög móttækilegir fyrir umhverfi sínu og neikvæð reynsla mun hafa varanleg áhrif. Þess vegna skiptir miklu máli að hvolpurinn tengi ekki bílinn við að fara til dýralæknis.

Puppy Weimaraner standing in a vets office being examined.

Hvernig á að meðhöndla nýja hvolpinn á biðstofunni

Best er að hafa hvolpinn í taumi, bæði til að tryggja öryggi hans og eins til að auðveldara sé að hafa stjórn á honum ef á reynir. Það er oft mikil örtröð á biðstofum svo þú skalt sýna öðrum dýrum aðgát, einkum köttum.

Láttu hvolpinum líða vel á skoðunarborðinu

Það getur tekið á taugarnar að fara í heilsufarsskoðun. Reyndu að sjá til þess að þetta verði eins jákvæð upplifun fyrir hvolpinn og mögulegt er. Ef hvolpurinn þinn er matgæðingur, geturðu notað hundanammi til að verðlauna hann fyrir að vera rólegur á skoðunarborðinu. Þá tengir hann heimsóknir til dýralæknisins við eitthvað jákvætt í framtíðinni.

Það sem má búast við í fyrstu heimsókn hvolpsins til dýralæknis

Ítarleg dýralæknaskoðun fer fram í fyrstu heimsókn hvolpsins þíns til dýralæknis svo þetta er ekki aðeins viðtal við dýralækninn. Eftir skoðunina getur dýralæknirinn:

  • Staðfest heilsufar hvolpsins og gengið úr skugga um að ekkert ógni velferð hans
  • Fyllt út heilsufarsbók sem þú skalt varðveita og láta fylla út í framtíðinni
  • Sagt þér hvort nauðsynlegt er að vera á varðbergi gagnvart hegðun hunda af þessari tilteknu tegund
  • Gefið þér upplýsingar um sníkjudýrameðferð, bæði útvortis og innvortis
  • Lagt til áætlun um bólusetningar sem hentar hvolpinum þínum með tilliti til lífshátta
  • Gefið þér ráð um það fóður sem hentar hvolpinum þínum best miðað við lífshætti og umhverfi sem hann býr í

Örmerkt hvolpinn þinn

Ef hvolpurinn þinn er ekki örmerktur, skaltu láta örmerkja hann í fyrstu heimsókninni til dýralæknisins. Örmerking er fljótleg, örugg og árangursrík leið til að merkja hunda.

Fyrsta heimsókn hvolpsins til dýralæknis þarf ekki að vera neikvæð upplifun. Ef þú gefur þér tíma til að velja dýralækni sem þú treystir, tryggir þú velferð hvolpsins þegar hann vex og dafnar.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1