Hvað á að gefa hvolpafullum hundi að borða og hvernig?

2.10.2018
Hundurinn þinn mun taka miklum breytingum á meðgöngu, þar á meðal mun næringarþörfin breytast. Hér eru upplýsingar um það sem þú þarft að fylgjast með og hvernig þú getur gefið henni og hvolpunum besta mögulega veganestið strax frá upphafi.
Pregnant Chihuahua standing on a sandy beach.

Nú þegar tíkin þín er hvolpafull er nauðsynlegt að veita henni - og væntanlegum hvolpum hennar - besta veganestið strax frá byrjun. Samhliða því að undirbúa heimilið og tryggja að henni líði vel, ættirðu að bjóða henni upp á viðeigandi næringu sem eflir heilsu hennar og hvolpanna.

Að gefa hvolpafullum tíkum sérsniðna næringu á meðgöngu getur haft verulega mikið að segja um framtíðarvelferð hvolpanna. Sem dæmi má nefna að við rannsókn á hvolpafullum Boston Terrier kom í ljós að holgómur myndaðist í færri tilfellum hjá tíkum sem fengu fæðubótarefni með fólínsýru á lóðaríi og við byrjun meðgöngu.1

Líklegt er að tíkin þín, hegðun hennar og fóðrun breytist á meðgöngu, svo hér er það sem þú ættir að fylgjast með og upplýsingar um hvernig þú getur veitt henni þann stuðning sem hún þarfnast.

Matarlyst og mataráætlun hvolpafullu tíkurinnar þinnar

Í upphafi meðgöngunnar gæti tímabundið lystarleysi hrjáð tíkina þína. Þetta er mjög eðlilegt og matarlyst hennar mun vakna aftur þegar líkaminn fer að sjá um ört vaxandi hvolpana.

Af þessum sökum gæti verið freistandi að breyta fóðrunaráætlun hennar í takt við breytta matarlyst. Hins vegar er ekki góð hugmynd að breyta fóðrunartímum hvolpafullrar tíkur með þeim hætti. Það getur skaðað tíkina og hvolpa hennar vegna þess að hún fær ekki viðeigandi eða stöðuga næringu sem getur valdið fylgikvillum á borð við fæðingarerfiðleika. Þess í stað skaltu halda þig við sömu fóðrunaráætlun með ákveðnum breytingum sem að styðja við meðgönguna.

Næring fyrir hvolpafullar tíkur

Eftir fimmtu viku meðgöngu eykst orkuþörf tíkurinnar um 10% í hverri viku eftir því sem hvolparnir þroskast. Á sama tíma gæti geta hennar til að borða takmarkast vegna líkamlegra breytinga, þannig að hún verður ekki fær um borða eða melta þá næringu sem hún þarfnast. Lausnin er að skipta yfir í orkuþéttan og orkuríkan mat.

Á síðasta þriðjungi meðgöngunnar, eftir 42 daga, getur þú skipt alfarið yfir í orkumikla fæðu til að styðja tíkina á lokastigum meðgöngunnar. Þú ættir einnig að auka magn þessa fæðis um 10% í hverri viku þar til hún gýtur, þar sem hún þarf viðbótarnæringarefnin og orkuna.

Mikilvægt er að hafa í huga að gefa hvolpafullu tíkinni þinni fæði sem er í næringarlegu jafnvægi og krefst þess ekki að hún taki nein fæðubótarefni. Sum þeirra sem þú gefur mögulega hundinum þínum alla jafna, svo sem kalsíum, geta truflað eðlilega stjórnun líkamans á vítamínum og steinefnum á meðgöngunni og leitt til óæskilegra fylgikvilla.

Pregnant Serbian Tricolour Hound lying down outdoors in a garden.

Þyngdarstjórnun fyrir hvolpafullar tíkur

Tíkin þín þyngist að sjálfsögðu á meðgöngunni. En til að hún haldi áfram sem bestri heilsu – og hvolparnir komi heilir á húfi í heiminn – er nauðsynlegt að hún þyngist ekki of mikið. Þyngdaraukningin fer eftir stærð og tegund tíkarinnar þinnar en hún ætti ekki að þyngjast um meira en 25-30% á meðgöngunni. Besta leiðin til að fylgjast með þyngdaraukningunni er að vigta tíkina vikulega á meðgöngunni og aðlaga skammtastærðir fóðursins að þyngdaraukningunni.

Ef þú ert í vafa um kjörþyngd tíkarinnar þinnar eða vilt fá frekari upplýsingar um fóðurskammta á meðgöngunni, skaltu ræða við dýralækninn þinn sem ráðleggur þér það sem er best fyrir tíkina og hvolpana hennar.

Meðganga tíkarinnar getur verið áskorun en jafnframt mjög spennandi tími. Ef þú fylgist vel með framgangi meðgöngunnar og sérð tíkinni fyrir sérsniðnu fóðri með næringarefnum sem eru í jafnvægi, veitir þú henni og hvolpunum hennar bestu umönnun sem hugsast getur.

1 Hagnýtar leiðbeiningar um hundarækt, Royal Canin, bls. 249

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1