Að kynna hvolpinn þinn fyrir börnum, fullorðnum og öðrum gæludýrum
Jafnvel þegar hvolpurinn hefur tekið þig og aðra fjölskyldumeðlimi í sátt getur hann orðið kvíðinn við að hitta annað fólk. Hér eru helstu ráð okkar til að tryggja það gangi sem best fyrir sig að kynna hann fyrir ókunnugum.
Takmarkaðu heimsóknir
Fyrstu dagana sem hvolpurinn er á heimilinu, borgar sig að takmarka heimsóknir.
Hvolpur kynntur smám saman fyrir nýju fólki
Það getur verið yfirþyrmandi fyrir hvolp að hitta stóran hóp af fólki í einu. Gefðu honum frekar tækifæri á að kynnast einum og einum í einu.
Talaðu rólega
Biddu fólk um að halda spenningi sínum í skefjum þegar það hittir hvolpinn þinn og nota rólegan tón og hægar hreyfingar.
Láttu hvolpinn taka fyrsta skrefið
Hvolpum getur fundist sér ógnað ef komið er of hratt að þeim eða ef fólk réttir þá á milli sín. Best er að biðja fólk um að sitja rólegt og bíða eftir að hvolpurinn komi sjálfur til þeirra.
Taktu því rólega
Gefðu hvolpinum nægan tíma til að kynnast hverjum og einum. Ef þetta ferli gengur vel fyrir sig, verður auðveldara fyrir hann að kynnast nýju fólki.
Skoðaðu líkamstjáninguna
Fylgstu með merkjum um að hvolpurinn þinn sé áhyggjufullur, forðist til dæmis augnsamband eða beri skottið lágt. Ef það gerist, skaltu fara með hann út úr herberginu svo hann geti verið einn í næði í svolitla stund.
Biddu börnin að sitja róleg
Kenndu börnunum að sitja róleg og leyfa hvolpinum að koma til þeirra svo honum bregði ekki eða hann verði hræddur.
Kenndu börnunum að meðhöndla hann af varfærni
Sýndu börnum hvernig á að klappa hvolpinum og hvernig þau geta haldið undir afturendann og kviðinn ef þau taka hann upp. Best væri þó að börnin héldu alls ekki á hvolpinum í byrjun. Það þarf líka að benda þeim á að faðma hann ekki of mikið og vasast ekki of mikið í honum.
Ró og næði til að sofa og borða
Til að forðast bit og klór þurfa börn að læra að nauðsynlegt sé að leyfa hvolpum að sofa og borða í friði.
Ekki stríða eða æsa upp
Ekki leyfa börnum að stríða hvolpinum með leikföngum eða mat. Og gakktu úr skugga um að þau skilji að þau verði að vera róleg og meðhöndla hvolpinn ekki sem leikfang.
Fylgstu alltaf með
Börn ættu aldrei að vera skilin ein eftir með hvolpi og því ætti einhver fullorðinn ávallt að vera til staðar þegar börn og hvolpar leika sér saman.
Gæludýr geta verið mjög heimarík svo það er mikilvægt að þú sýnir hugulsemi þegar þú kynnir hvolpinn fyrir öðrum gæludýrum. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga.