Hugað að heilsu hvolpsins
Hvolpurinn þinn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar á fyrstu mánuðunum. Með því að huga að heilsu hvolpsins á þessu stigi og með því að hjálpa honum að tileinka sér heilsusamlega hætti, leggur þú grunn að heilbrigði í framtíðinni.
Sex ráð til að viðhalda heilbrigði hvolpsins þíns
Þú getur gert ýmislegt á fyrstu vikunum til að viðhalda heilbrigði hvolpsins þíns. Hér eru nokkur ráð frá dýralæknum og næringarfræðingum Royal Canin.
1. Lærðu að lesa í líkamstjáningu hvolpsins svo þú getir tekið eftir því ef hann verður veikur.
2. Ef þér finnst eitthvað ekki vera í lagi, eða að hvolpurinn þinn virðist ekki eins og hann á að sér að vera, skaltu tala við dýralækninn þinn.
3. Gakktu úr skugga um að hvolpurinn fái rétta næringu með sérhæfðu hvolpamataræði sem er í góðu jafnvægi.
3. Leyfðu hvolpinum þínum að hvíla sig eins og hann vill yfir daginn og líka yfir nóttina.
4. Hundar eru félagsverur. Verðu tíma með hvolpinum þínum og mundu að leika og eiga samskipti við hann.
5. Fylgdu alltaf leiðbeiningum dýralæknis varðandi ormahreinsun.
Styrktu ónæmiskerfi hvolpsins þíns með sérsniðnu fóðri
Það skiptir höfuðmáli fyrir heilsu og velferð hvolpsins í framtíðinni að hann þroski með sér sterkt ónæmiskerfi á fyrstu mánuðum lífsins. Fóðrið okkar er vísindalega þróað til að stuðla að langvarandi hreysti.
Hvernig þú færð sem mest út úr fyrstu heimsókn hvolpsins til dýralæknis
Þegar hvolpurinn þinn hefur gert sig heimakominn er kominn tími til að fara með hann í heimsókn til dýralæknis. Dýralæknirinn þarf að kanna ýmsa mikilvæga þætti og hefja nauðsynlegar meðferðir á borð við bólusetningar og ormahreinsun. Þetta einfalda ferli mun veita hvolpinum þínum besta veganestið út í lífið.
Í fyrsta sinn til dýralæknisBólusetningar og ormahreinsun
Hvolpabólusetning og ormahreinsun er áhrifaríkust þegar hún fer fram á ákveðnum dagsetningum ásamt endurbólusetningum. Dýralæknirinn þinn mun geta veitt þér þá tímaáætlun bólusetningar og ormahreinsunar sem hentar best fyrir hvolpinn þinn.
Meira lesefni
Bólusetningaráætlun hunda
Hundafár
Lifrarbólga í hundum
Hótelhósti hjá hundum
Mjógyrmasýki hjá hundum
Parvóveira í hundum
Bólusetningar hvolpa: Inflúensubróðir í hundum
Ætti ég að vana hvolpinn minn?
Með því að vana hvolpinn fyrirbyggirðu að þú getir notað hann til undaneldis, þar sem aðgerðin kemur í veg fyrir framleiðslu sæðis eða eggja. En það hefur margvíslegan heilsufarslegan og hegðunarlegan ávinning í för með sér auk þess að koma í veg fyrir óæskileg got.
Ófrjósemisaðgerðir sem þessar eru ýmist kallaðar vönun eða gelding og eru mismunandi mill karl- og kvendýra. En í tilfellum beggja kynja fer aðgerðin fram þannig að hvolpurinn er svæfður og fer í smávægilega skurðaðgerð hjá dýralækni.
Kostir þess að láta gelda ketti
Hvenær á að láta vana hvolpinn þinn
Að breyta mataræði hvolpsins eftir vönun
Hvenær á að taka tík úr sambandi?
Ætti ég að láta vana hundinn minn?
Algeng heilsufarsvandamál hjá hvolpum
Að þekkja algeng heilsufarsvandamál sem hvolpurinn þinn gæti staðið frammi fyrir og einkennin sem þú ættir að fylgjast með getur gert þig öruggari og hjálpað þér að sjá um hvolpinn.
Algeng heilsufarsvandamál