Að hafa stjórn á þyngd hvolpsins og halda honum virkum

20.9.2018
Offita er algengt vandamál hjá hundum en með því að hafa stjórn á þyngd hvolpsins og hjálpa honum að vera virkum frá unga aldri dregurðu úr hættunni á offitu og bætir lífsgæði hans.
Puppy Beagle running outdoors in grass with a dog toy.

Á mótunartímabilinu mun hvolpurinn vaxa mjög hratt og þess vegna skiptir miklu máli að stjórna þyngd hans með skilvirkum hætti. Ef hvolpurinn verður of feitur getur það auðveldlega leitt til þess að hann þjáist af offitu við fullorðinsaldur ef ekki er fylgst náið með mataræði hans og hegðun.

Hundar eru að eðlisfari orkumikil dýr og fá þá orku úr fitu. En ef of mikil fita er í mataræðinu og hundurinn er ekki nægilega virkur mun hann þyngjast. Þessi aukaþyngd getur leitt til aukaálags á beinagrindina, leitt til vandamála í liðum og valdið auknu álagi á nauðsynleg líffæri. Með því að halda honum í heilbrigðri þyngd og í góðu formi geturðu því bætt lífsgæði hans.

Hvað skal gera til að stjórna þyngd hvolpsins

Sjáðu hvolpinum fyrir mataræði sem er í næringarfræðilegu jafnvægi, veitir honum rétta samsetningu helstu efna og fituinnihald í réttu hlutfalli við prótein til að hjálpa honum að vaxa án þess að þyngjast um of.

Komdu upp ákveðinni fóðrunarrútínu: gefðu honum á sama stað, í sömu skál, á sömu tímum dags. Þannig nærðu stjórn á matarvenjum hvolpsins og hjálpar honum að skilja hvenær og hvar „matartími“ er.

Gefðu honum litlar máltíðir reglulega með fyrirfram ákveðnum og mældum skammtastærðum. Byrjaðu á þremur máltíðum á dag og fækkaðu þeim í tvær máltíðir á dag að loknu vaxtarstiginu. Með mörgum litlum máltíðum dreifist orkuneyslan yfir daginn, sem er auðveldara fyrir meltinguna.

Leyfðu hvolpinum að kanna umhverfi sitt fljótlega, allt frá tveggja mánaða aldri. Hann þarf að venjast umhverfi sínu svo hann geti leikið sér og eytt orkunni fullur sjálfstrausts. Til að byrja með ættirðu að leiðbeina honum og hafa ávallt stjórn á leiknum - sérstaklega þegar börn eru nálægt.

Vigtaðu hvolpinn reglulega og stilltu skammtana í samræmi við leiðbeiningarnar á umbúðum hundafóðursins. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir minni hundakyn sem taka hraðari vaxtarkippi en stærri hundar og gætu því þurft örari breytingar á fóðurskömmtum.

Gefðu hvolpinum leikföng til að hvetja hann til að hreyfa sig. Pappakassar eru alltaf skemmtilegir og gúmmíleikföng endast lengi; veldu leikföng sem eru tvöfalt stærri en kjaftur hundsins til að koma í veg fyrir að hann gleypi smærri leikföng eða þau standi í honum.

Puppy dog running by the edge of a lake with a stick.

Það sem þú átt ekki að gera þegar þú ætlar að halda hundinum þínum í kjörþyngd

Ekki koma fram við hvolpinn eins og mannveru. Hundar þurfa ekki fjölbreytni í mataræði - haltu þig við eina tegund af næringarríku fóðri. Hafðu reglu á matartímum og hafðu matarvenjurnar einfaldar og auðskiljanlegar fyrir hvolpinn þinn.

Ekki gefa honum afganga frá matarborðinu, það getur aukið verulega orkuna (og fituna) sem hann innbyrðir. Það eykur líka líkurnar á að hann venji sig á að betla við matarborðið.

Ekki múta hvolpinum þínum með hundanammi til að reyna að fá hann til að borða fóðrið sitt. Það er skammgóður vermir því hvolpurinn getur endað með því að neita að borða fóðrið sitt því hann heldur að hann eigi að fá hundanammi!

Ekki offóðra hvolpinn. Matarlyst hvolpsins er breytileg eftir aldri en ekki freistast til að gefa honum meira, bara af því hann borðar allt sem þú gefur honum eða gefa honum milli mála af því hann kláraði ekki fóðrið í síðustu máltíð. Hundar borða þegar þeir eru svangir og ef hundurinn þinn borðar oft og lítið í einu getur hann satt hungrið seinna.

Það skiptir höfuðmáli að fylgja leiðbeiningum um fóður og hreyfingu hvolpsins jafnvel þótt það geti stundum verið erfitt. Með því móti dregur þú úr líkum á heilsufarsvandamálum síðar á ævinni. Fylgdu þessum leiðbeiningum, fylgstu með fóðurgjöfinni og gefðu þér nægan tíma til að leika við hvolpinn. Þannig leggur þú góðan grunn að framtíðinni.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Content Block With Text And Image 1