Hvað er mjógyrmasýki?
Mjógyrmasýki er bakteríusýking sem getur borist milli manna og dýra, sem er dreift af rottum, oft með menguðu vatni. Það er mjög alvarlegur sjúkdómur sem er oft banvænn fyrir hunda.
Hver eru einkenni mjógyrmasýki?
Klínísk einkenni eru allt frá vægri forklínískri sýkingu til bilunar í mörgum líffærum og dauða. Reyndar hefur bráður nýrnaskaði verið algengasta birtingarmynd mjógyrmasýki hjá hundum á síðustu árum. Hundar sem þjást af mjógyrmasýki geta sýnt eftirfarandi klínísk einkenni:
- Hiti og veikindi
- Særindi í vöðvum og mótstaða við að hreyfa sig
- Slappleiki
- Þunglyndi
- Lystarleysi
- Uppköst
- Niðurgangi
- Hósti
- Nefrennsli
Hvað veldur mjógyrmasýki?
Mjógyrmasýki er af völdum baktería sem smitast með þvagi nagdýra sem síðan getur borist í menn og tiltekin dýr, þar á meðal hunda („zoonotic“ sjúkdómur, þ.e. sem berst milli manna og dýra). Hún er algengust í blautu umhverfi og finnst helst í mýrum eða á forugum svæðum. Hundar munu oftast komast í snertingu við mjógyrmasýki með smituðu vatni, annað hvort þegar þeir synda í því, drekka það eða eiga leið í gegnum það.
Er hægt að bólusetja hvolpinn minn fyrir mjógyrmasýki?
Hægt er að koma í veg fyrir mjógyrmasýki með bólusetningu, svo mikilvægt er að tryggja að hvolpurinn fái nauðsynlegar sprautur á réttum aldri.
Bólusetning er áhrifaríkust þegar hún fer fram á ákveðnum dagsetningum ásamt endurbólusetningum. Bólusetningaráætlun hvolpa hefst venjulega á 6 til 8 vikna aldri. Bólusetning við mjógyrmasýki mun oftast fara fram við 11-13 vikna aldur og svo er endurbólusetning framkvæmd við 15-17 vikna aldur.
Hvolpurinn þinn mun ekki verða talinn bólusettur við mjógyrmasýki fyrr en eftir endurbólusetninguna.
Hvernig veit ég hvort hvolpurinn minn þarf þessa bólusetningu?
Skylt er að bólusetja gegn ákveðnum sjúkdómum en aðrar bólusetningar eru valkvæðar. Bólusetning við mjógyrmasýki er lögboðin, svo hvolpurinn þinn mun fá hana sem hluta af bólusetningaráætluninni sem dýralæknirinn þinn setur upp.
Mun bólusetningin alltaf vernda hundinn minn gegn mjógyrmasýki?
Ákveðnir sjúkdómar, þar á meðal mjógyrmasýki, virka þannig að þeir hafa marga orsakavalda. Bóluefnið verndar gegn þeim orsakavöldum sem taldir eru mikilvægastir, en ekki öllum.
Eftir bólusetninguna gæti hvolpurinn fengið sjúkdóminn ef hann kemst í snertingu við ákveðna stofna hans sem bóluefnið virkar ekki gegn. Skipuleggja þarf árlega endurbólusetningu til að tryggja að hvolpurinn sé bólusettur gegn hvers kyns nýjum útbreiddum stofnum.
Hvað á að gera ef ég held að hvolpurinn minn sé sýktur?
Ef hvolpurinn fer að sýna einhver einkenni mjógyrmasýki ættirðu strax að hafa samband við dýralækni. Þar sem þessi veira getur borist milli mismunandi dýrategunda, þar á meðal í menn og önnur dýr, ætti að fara varlega í kringum dýr sem grunur leikur á að séu með mjógyrmasýki. Mælt er með notkun hlífðarhanska öllum stundum.
Dýralæknirinn þinn mun þurfa ítarlega heilsufarssögu hvolpsins og upplýsingar um lífsstíl hans. Hann mun framkvæma ýmsar prófanir, þar á meðal blóðkornamælingu og þvagrannsókn, til að ákvarða hvort hvolpurinn sé með mjógyrmasýki og veita svo ráð um bestu meðferðina.
Burtséð frá því hversu líklegt þú telur það vera að hundurinn þinn komist í snertingu við ákveðna sjúkdóma verður þú alltaf að tryggja að hann fái fulla skyldubólusetningu. Jafnframt þarftu að ræða um lífsstíl hundsins við dýralækninn til að tryggja að hann fái réttar ráðlagðar bólusetningar.