Að umhverfisþjálfa hvolp
Hvernig getur umhverfisþjálfun komið að gagni?
Árangursrík umhverfisþjálfun styrkir samband þitt við hvolpinn verulega. Hún hefur jafnframt langtíma áhrif á velferð hvolpsins, bæði líkamlega og andlega. Það tekur ekki nema nokkrar vikur að umhverfisþjálfa hvolpinn en það sem hann lærir á fyrstu mánuðunum nýtist honum alla ævi.
1: Tíminn skiptir höfuðmáli
Því fyrr sem þú byrjar að umhverfisþjálfa hvolpinn þinn, þeim mun auðveldara og ánægjulegra verður líf ykkar beggja.
2: Umhverfisþjálfun er ferli
Taktu eitt skref í einu. Ekki gera óraunhæfar kröfur til hvolpsins.
3: Farðu á hraða hvolpsins
Hvolpar þroskast á sínum hraða. Aldrei þvinga hvolpinn þinn til að gera eitthvað sem honum finnst óþægilegt. Ef hann verður hræddur, reyndu þá aftur seinna. Ef þér sýnist eitthvað vera yfirþyrmandi fyrir hvolpinn, veltu þá fyrir þér hvernig þú getur kynnt það fyrir honum á annan hátt eða í öðru samhengi.
4: Jákvæð styrking
Þótt það sé mikilvægt fyrir hvolpinn þinn að upplifa nýja hluti er nauðsynlegt að fylgja nýrri upplifun eftir með umbun (leik, mat eða ástúð) til að styrkja æskilega hegðun.
Hvað áttu að kynna fyrir hvolpinum þínum?
Tillögurnar hér að neðan fjalla um aðbúnað, aðstæður og reynslu sem nýtist hvolpinum þínum í umhverfisþjálfun:
Hávaði
Staðir
Fólk
Yfirborð
Veður
Þegar þú ferð með hvolpinn þinn á nýjan stað eða í nýjar aðstæður, skiptir máli að vera rólegur til að hann skynji aðstæðurnar sem eðlilegar.
Tímalína félagsmótunar hvolpsins
Fyrstu tveir mánuðirnir
Þessir fyrstu tveir mánuðir með móður hvolpsins og samgotungum skipta lykilmáli hvað varðar rétta félagsmótun hans. Hegðunin sem lærist, það sem hann upplifir og samskipti hvolpsins við fólk, auk heilsu og skapgerðar móðurinnar - allt hefur þetta mikið að segja fyrir mótun þroska og hegðunar. Sem væntanlegur eigandi ættir þú að gefa þér tíma til að heimsækja ræktendurna sem þú hefur í huga og kanna:
Tveggja til þriggja mánaða
Um leið og hvolpurinn þinn kemur á nýja heimilið skaltu byrja félagsmótunarferlið smám saman, setja upp aðstæður þar sem hann lærir nýja hluti og verðlauna góða hegðun. Jafnvel þótt hvolpurinn þinn sé enn ekki bólusettur að fullu skaltu ekki láta það koma í veg fyrir að þú farir með hann út, leyfir honum að hitta fólk eða leika sér í garðinum. Gakktu bara úr skugga um að hvolpurinn hitti einungis hunda sem hafa verið bólusettir að fullu.
Þriggja til fjögurra mánaða
Þegar hvolpurinn þinn er fullbólusettur er óhætt að leyfa honum að rannsaka heiminn utan heimilisins. Á þessu tímabili lærir hvolpurinn mjög mikið og þetta er því afar mikilvægt skeið í lífi hans. Því meiri tíma sem þú verð með honum og því meiri vinnu sem þú leggur í að umhverfisþjálfa hann, þeim mun betra. Öll þessi vinna á eftir að skila sér!
Byrjaðu þegar hvolpurinn er enn á unga aldri og er sem móttækilegastur fyrir nýjum upplifunum.
Kynntu nýjungar smám saman og reglulega fyrir hvolpinum þínum
Sjáðu til þess að hvolpurinn öðlist jákvæða og nýja lífsreynslu
Ef hvolpurinn þinn bregst undarlega við eða verður óöruggur í nýjum aðstæðum skaltu dreifa athygli hans. Vertu glaðleg/ur og gefðu honum nammi eða umbun
Fylgst með áður en tekið er þátt
Þú ættir alltaf að leyfa hvolpnum þínum að fylgjast með nýju umhverfi eða upplifun í rólegheitum áður en hann tekur of mikinn þátt. Að neyða hvolpinn til að takast á við nýjar aðstæður, fólk eða staði án þess að gefa þeim svolítinn tíma til að aðlagast og átta sig á aðstæðunum getur leitt til neikvæðra minninga og hegðunar. Hér eru þrjú einföld ráð til að gera þetta