Að sækja hvolpinn
Dagurinn sem þú sækir hvolpinn þinn er einstaklega spennandi, en það getur reynst honum erfitt að yfirgefa móður sína og samgotunga. Hér eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga til að tryggja að þú getir annast hann.
Hver er rétti aldurinn til að taka hvolpinn þinn heim?
Best er að koma með hvolp heim þegar hann er 8 til 10 vikna gamall. Þá ætti hann að vera afvenslaður og búinn að læra grunnfélagshegðun hunda með samverunni við móður sína og samgotunga.
Ef þú tekur hann of fljótt missir hann af þessu mikilvæga námstímabili, sem gæti haft áhrif á líkamlega og tilfinningalega velferð hans til framtíðar. En ef þú tekur hann frá móður sinni og samgotungum mikið seinna en við 10 vikna aldur muntu hafa misst af stórum hluta félagsmótunarstigsins.
Hvenær er best að koma með hvolpinn heim?
Mikilvægt er að þú getir verið heima með hvolpinum fyrstu dagana eftir að hann kemur á heimilið. Þá er best að halda ró á heimilinu og takmarka heimsóknir fyrstu dagana til að auðvelda hvolpinum aðlögunina. Ef þú getur, skaltu sækja hvolpinn að morgni svo hann nái að kynnast nýju heimkynnunum í dagsbirtu.
Ertu tilbúin/n til að sækja hvolpinn þinn?
Með því að tryggja að þú sért vel undirbúin/n muntu hjálpa hvolpinum þínum aðlagast nýja heimilinu og fjölskyldunni á ánægjulegan og öruggan hátt. Ertu ekki alveg tilbúin/n? Fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú getir undirbúið komu hvolpsins þíns.
UndirbúningurSpurningar sem þú getur spurt ræktanda hvolpsins
Ræktandi hvolpsins þíns getur gefið þér góðar upplýsingar sem koma að gagni við að hjálpa hvolpinum að aðlagast nýja heimilinu og lifa heilbrigðu lífi. Mundu að spyrja ræktandann eftirfarandi spurninga og að öðru sem viðkemur hvolpinum þínum.
- Er hvolpurinn farinn að borða eingöngu fasta fæðu?
- Hvaða fóður fær hann og hversu oft þarf hann að borða?
- Er hann farinn að læra að gera þarfir sínar úti og hvernig gengur það?
- Hvernig er dagurinn og hvernig er nóttin?
- Er hann búinn að fara í dýralæknaskoðun?
- Hafa einhver heilsufarsvandamál komið upp?
- Er búið að bólusetja hann og ef svo er, hvenær á að endurbólusetja hann?
- Hvenær fékk hann ormalyf?
- Er hann örmerktur?
- Hvaða umhverfisþjálfun er hann búinn að fá?
- Hvernig er geðslag foreldranna og eru heilsufarsvottorð þeirra tiltæk?
Hvað skal taka með þegar hvolpurinn er sóttur
Nokkrir mikilvægir hlutir ættu að vera með í för þegar þú sækir hvolpinn þinn til að hann sé öruggur og honum líði betur á leiðinni heim. Þar á meðal má nefna:
Að koma með hvolp heim - hvernig skal hafa ferðina
Heimferðin gæti verið fyrsta skiptið sem hvolpurinn þinn fer í bíl. Það er mikilvægt að honum líði vel svo hann verði ekki kvíðinn þegar hann fer í bílferðir síðar. Ef mögulegt er, væri best að hafa einhvern með sem getur huggað hann meðan þú keyrir.
Hvernig takast skal á við fyrstu dagana með hvolpinum þínum
Fyrstu dagar og vikur hvolpsins með þér munu hafa mikil áhrif á hversu vel honum gengur að koma sér fyrir á nýja heimilinu auk þess að skipta máli hvað varðar framtíðarþroska hans og hamingju.
Fyrstu dagarnir og vikurnar
Hvolpavörurnar okkar
Royal Canin Puppy styður heilbrigðan vöxt og þroska með því að veita öll nauðsynleg næringarefni fyrir þarfir hvolpsins fyrsta æviárið.