Af hverju er hundurinn minn að léttast?

20.9.2018
Mikið eða skyndilegt þyngdartap getur verið einkenni alvarlegri sjúkdóms - hér eru nokkrar mögulegar orsakir sem gott er að vita af.
Adult Golden Retriever lying down in a kitchen next to a bowl.

Þyngd hundsins mun breytast eftir því sem líður á ævina, háð aldri, kyni, hvort hann sé geldur og hvort hann glími við einhvers konar heilsufarsvandamál. En ef þú tekur eftir skyndilegu og óvæntu þyngdartapi hjá hundinum þínum gæti það verið merki um alvarlegan sjúkdóm.

Ekki er allt skyndilegt þyngdartap af völdum langvinns sjúkdóms svo þú skalt tala við dýralækni eins fljótt og auðið er til að hann geti komist að því hvert vandamálið er og ráðlagt rétta meðferð.

Meltingarfæravandamál hjá hundum

Þyngdartap getur verið merki um að hundurinn þinn þjáist af einum af mörgum mögulegum meltingarfærasjúkdómum, sem geta haft áhrif á maga og þarma. Önnur einkenni sem þarf að gæta að eru langvarandi niðurgangur eða hægðatregða, uppköst, ofþornun og sinnuleysi. Þegar hundurinn þinn þjáist af meltingarfærasjúkdómi getur hann misst matarlyst og lést auk þess sem melting matar veldur honum óþægindum.

Langvarandi nýrnabilun hjá hundum

Langvarandi nýrnabilun er alvarlegt og algengt vandamál sem kemur fram hjá 2% til 5% allra hunda. Hún lýsir sér þannig að nýru hundsins vinna ekki lengur á réttan hátt og ráða ekki við þveitislosun eða efnaskipti. Meðalaldur við greiningu er sex og hálft ár, þannig að þetta vandamál hefur oft áhrif á eldri hunda. Samhliða þyngdartapi gætirðu tekið eftir að hundurinn sé sinnulaus, slappur og þjáist af uppköstum eða niðurgangi.

Risavélinda hjá hundum

Þyngdartap er aukaeinkenni sjúkdóms sem kallast risavélinda, megaesophagus, sem kemur í veg fyrir rétta meltingu og upptöku matar hjá hundinum. Vélinda hunda með þennan sjúkdóm stækkar og fer að bila þar sem það flytur ekki lengur mat til magans á réttan hátt.

Puppy dog lying down on an examination table being checked over by a vet.

Lifrarsjúkdómur í hundum

Fyrstu einkenni um lifrarsjúkdóm eru uppköst, lystarleysi, almenn deyfð og skyndilegt þyngdartap.

Skortur á framleiðslu brissafa í hundum (EPI)

Talað er um EPI þegar brisið getur ekki framleitt nægan brissafa eða rétt meltingarensím. Þá fær hundurinn ekki þá næringu og orku sem hann þarf og léttist fyrir vikið. Þessum sjúkdómi fylgir einnig oft viðvarandi niðurgangur og gífurleg matarlyst því hundurinn reynir að ná í orkuna sem hann finnur að hann vantar.

Sykursýki í hundum

Því miður er sykursýki algeng í hundum. Ef hún er ekki meðhöndluð er líklegt að hundurinn léttist hratt. Sykursýki greinist einmitt oft í hundum eftir að þeir byrja að léttast mikið. Flestir hundar sem greinast með sykursýki eru miðaldra eða eldri og eru þá yfirleitt orðnir fremur grannir. Ef þessi lýsing á við hundinn þinn, skaltu fylgjast vel því hvort hann léttist hratt.

Þegar hundur léttist snögglega

Skyndilegt þyngdartap einkennir marga langvinna sjúkdóma eins og nýrnabilun eða sykursýki. Þess vegna er brýnt að þú leitir strax til dýralæknis ef hundurinn þinn léttist skyndilega. Dýralæknirinn framkvæmir próf til að finna út líklega skýringu á þyngdartapinu og skipuleggur í kjölfarið meðferð fyrir hundinn þinn. Hugsanlega verður þér bent á að breyta mataræði hundsins til að ná honum aftur í eðlileg hold. Ef vandamálin tengjast maga og þörmum getur annað fóður linað þjáningar og dregið úr einkennum.

Ef þú hefur áhyggjur af þyngd hundsins þíns skaltu umsvifalaust tala við dýralækni. Hann getur ráðlagt þér hvað best er að gera.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background