Húðofnæmi í hundum

3.10.2018
Ef hundurinn þinn er með viðkvæma húð og klórar sér mikið, gæti það verið merki um ofnæmi. Lestu meira um ofnæmi í hundum svo þú getir gert ráðstafanir.
Adult Jack Russell walking through a field with face close to the grass.

Hundar hafa oft viðkvæma húð og geta þróað með sér ofnæmi fyrir efnum í fóðrinu eða einhverju í umhverfinu. Áður en þú ferð til dýralæknis er gott að vita hverjar líkurnar eru á að hundurinn þinn sé með ofnæmi.

Hvað er ofnæmi í hundum?

Ofnæmi eru viðbrögð sem eitthvað, innvortis eða í umhverfinu, framkallar og nefnist ofnæmisvaldur. Þetta getur verið bundið við ákveðinn einstakling, verið þekkt í tegundinni, ættinni eða tengt ákveðnu aldursskeiði. Ónæmiskerfið framkallar þessi viðbrögð og svarar óeðlilega kröftuglega því sem ætti að vera eðlilegt í líkamanum eða í umverfinu.

Hvaða ofnæmi eru algengust í hundum?

Hundar fá oft ofnæmisviðbrögð við ákveðnum ofnæmisvökum og því er gott að hafa vakandi auga fyrir þeim. Einn þeirra er flóabit og þá bregst húð hundsins við af mun meiri krafti en venjulega. Svipuð viðbrögð geta komið fram við moskítóbit eða bit annarra sníkjudýra. Hundar geta líka fengið svipuð ofnæmi og menn og geta til dæmis sýnt viðbrögð við umhverfisþáttum eins og frjókornum og rykmaur.

Hundar geta verið ofurviðkvæmir fyrir ákveðnum matvælum og getur óþolið þróast í ofnæmi. Þar á meðal er histamín sem finnst í ákveðnum gerðum próteina, tómötum og spínati ásamt sumum korntegundum. Sum þeirra næringarefna sem sumir hundar þola illa, finnast í ákveðnu hundafóðri. Það veldur þeim óþarfa ama í húð og líkama.

Hver eru einkenni ofnæmis í hundum?

Það fyrsta sem sést er breytt hegðun. Hundinn klæjar og hann klórar sér meira en venjulega, ýmist á ákveðnu svæði eða öllum líkamanum. Við nánari skoðun gætir þú séð einkenni sem svipar til ofnæmiseinkenna hjá fólki. Húðin gæti verið rauð, þurr og jafnvel flögnuð.

Adult Beagle sitting outdoors in long grass scratching its ear.

Hversu líklegt er að hundurinn minn hafi ofnæmi?

Þegar þú ferð með hundinn til dýralæknis vegna einkennanna, rannsakar hann hvort um er að ræða ofnæmi eða hvort hægt er að meðhöndla einkennin á tiltölulega einfaldan hátt.

Eitt af því fyrsta sem hann rannsakar er hvort hundurinn er með flær eða önnur sníkjudýr, enda er það ekki óalgengt. Hann kannar jafnframt hvort hundurinn er með sýkingu og spyr þig væntanlega nánar út í einkennin. Því næst gengur hann úr skugga um að hundurinn sé ekki með fæðuóþol eða ofnæmi. Það getur tekið nokkrar vikur og á þeim tíma þarftu að gefa hundinum ákveðið fóður og fylgjast með viðbrögðunum.

Ef engin niðurstaða liggur fyrir eftir þetta er gert ofnæmispróf og kannað hvort hundurinn er með bráðaofnæmi eða hvort hann hefur tilhneigingu til að fá ofnæmi. Einkennin geta verið kláði eða bólga í húðinni milli tánna á framfótum og bólgur í eyrum.

Hvað get ég gert til að vernda hundinn minn gegn ofnæmi?

Ef hundurinn þinn er með ofnæmi, gefur dýralæknirinn þér ráð um það sem best er að gera. Þú getur hins vegar dregið úr einkennum og ofurviðkvæmni hundsins með réttu fóðri og umönnun.

Fóðrið á að vera ríkt af auðmeltanlegum próteinum úr úrvals hráefnum. Þau valda síður ofnæmisviðbrögðum. Omega 3 og omega 6 fitusýrur eiga líka að vera í fóðrinu því þær næra húðina. Ef þú ert ekki viss um hvaða fóður hentar best, skaltu velja fóður sem er sérstaklega hannað fyrir hunda með viðkvæma húð.

Þegar þú baðar hundinn, skaltu nota sérstakt hundasjampó sem þurrkar ekki húðfituna því hún virkar eins og varnarfilma sem ver húðina fyrir utanaðkomandi áreiti. Þú getur líka rætt við dýralækninn um bestu leiðina til að annast húð og feld hundsins þíns.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Jack Russell Terrier adult standing in black and white on a white background