Tölum um Maltese-hunda

Maltese-hundar eru einna þekktastir fyrir óviðjafnanlegan feld sinn. Hundar af þessari tegund eru iðulega vinalegir og jafnlyndir. Hundar af þessari tegund eru framúrskarandi gæludýr, mynda afar sterk tengsl við eigendur sína og eru hreint út sagt frábær félagsskapur. Fullvaxnir Maltese-hundar eru aðeins 23 cm á hæð og eru ein minnsta smáhundategundin. Hundarnir eru því í fullkominni stærð til að sitja í kjöltu eigenda sinna. Engin furða að þeir hafi verið í uppáhaldi hjá öllum frá kóngafólki til Hollywood A-listamanna.

Official name: Maltese-hundar

Other names: Melitae-hundur, hundur rómverskra aðalskvenna, möltu-bichon, maltneskur ljónahundur, möltugrefill

Origins: Ítalía

Hvítur Maltese-hundur horfandi í myndavélina, séð frá hlið
Drooling tendencies

Very low

Þolir hann heitt veður? Miðlungsmikill
Snyrtiþörf Mikil Þolir hundurinn kalt loftslag? Ekki vel
Hárlos Ekki sérlega vel
Suited to apartment living? Mjög svo
Barking tendencies Mikil Getur dýrið verið eitt?* Very low
Orkuþörf (mikil, lág, í meðallagi) * Low Family pet?* Very high
Færni til að búa með öðrum gæludýrum Mikil

* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs).

Aldrei ætti að skilja gæludýr eitt eftir með barni.

Hafðu samband ræktandann eða dýralækni til að fá frekari ráðleggingar. Öll heimilisdýr eru félagsverur sem þurfa félagsskap eigenda sinna.

Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Myndskreyting af hvítum Maltese-hundi frá hlið
Male
21 cm - 23 cm Height
3 kg - 4 kg Weight
Female
18 cm - 23 cm Height
3 kg - 4 kg Weight

Baby age Birth to 2 months
Puppy age 2 to 10 months
Adult age 10 months to 8 years
Rosknir 8 to 12 years
Senior age 12 til 22 ára

Síðhærður Maltese-hundur sem gengur á grasi

1/7

Fáðu að vita meira um Maltese-hundinn

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Silkimjúkir og skjannahvítir hárlokkarnir hylja Maltese-hundinn frá toppi til táar og gefa honum nánast konunglegt yfirbragð. Slíkt er afar viðeigandi því þessi tegund smáhunda af sannkölluðum hundaaðli. Tegundin virðist hafa notið feykilegra vinsælda hjá fornegyptum, forngrikkjum og Rómverjum.

Á tímum Rómverja virðast Maltese-hundar hafa verið stöðutákn eða tískufyrirbrigði. Aðalskonur báru hundana með sér nánast eins og fylgihluti. Tegundin varð aftur vinsæl á 19. öld þegar kóngafólk tók ástfóstri við hana, þar á meðal nokkrar englandsdrottningar. Tegundin hefur lengi birst á nánast öllum hundasýningum.

Í dag eru Maltese-hundar afar vinsælir hjá fræga fólkinu. Frægt fólk á borð við Marilyn Monroe, Jane Fonda og Elizabeth Taylor hefur átt Maltese-hunda auk Ellen DeGeneres og Jessica Simpson.

Þrátt fyrir smæð sína eru þessir hundar hugrakkir, nokkuð sjálfsöruggir og ekki auðvelt að slá út af laginu. Ráðlagt er að þjálfa Maltese-hunda mjög snemma á lífsleiðinni, að öðrum kosti geta þeir orðið nokkuð þrjóskir. Maltese-hundar eru afar klókir og læra fljótt. Þessir hundar eru einnig góðir varðhundar, a.m.k. ef tekið er mið af gelti en ekki líkamlegu atgervi. Skaplyndi hundanna bætir upp fyrir smæðina.

Maltese-hundar eru nokkuð heilbrigð hundategund og margir lifa töluvert lengi. Maltese-hundar geta lifað fram í táningsárin og í sumum tilvikum mikið lengur.

Vegna smæðar Maltese-hunda og tilhneigingu þeirra til að gelta er ekki mælt með að hafa hundana á heimilum með ungabörnum eða yngri börnum. Þar að auki er ekki hægt að skilja hundana eftir eina í lengri tíma. Þessi tegund hentar því best einstaklingum sem eru heima yfir daginn eða geta tekið hundana með sér í vinnuna.

Þessir hundar eru að öllu öðru leyti alveg framúrskarandi gæludýr. Maltese-hundurinn er á hverju ári ofarlega á listum yfir vinsælustu hundategundir veraldar.

Tveir Maltese-hvolar sem sitja á steinvegg

2/7

Tvær staðreyndir um Maltese-hunda

1. Egyptaland til forna

Maltese-hundar voru dýrkaðir og dáðir í Egyptalandi til forna og talið var að forfeður tegundarinnar gætu læknað sjúkdóma. Fundist hafa munir frá þessum tíma með táknmyndum sem líkjast Maltese-hundum. Eitt líkneski hefur meira að segja verið varðveitt.

2. Nokkrar áhugaverðar staðreyndir 

Fólk veltir oft fyrir sér hvernig á að þrífa hárin í kringum augu Maltese-hundanna. Hárin verða oft blettótt ef táragöng hafa stíflast, en í slíkum tilvikum verður að fara með hundinn í skoðun hjá dýralækni. Þar á eftir er hægt að þrífa feldinn með rökum klút vættum í heitu vatni (og e.t.v. örlítið af hársápu fyrir hunda) en gæta verður þess að vökvinn komist ekki í augun.

3/7

Saga kynsins

Maltese-hundar er ein af elstu hundategundum veraldar og hefur fylgt mannkyninu í margar aldir. Þrátt fyrir heitið er talið að forverar þessarar hundategundar séu upprunalega frá Ítalíu. Talið er að nafnið komi úr semísku og þýði „athvarf“ eða „höfn“, vegna þess að hundarnir voru notaðir til að veiða rottur og mýs í nágrenni við hafnir.

Á tímum Rómverja voru Maltese-hundar afar vinsælir hjá aðalskonum. Aðalskonurnar báru hundana á sér eða settu í vasa. Löngu síðar ræktuðu Kínverjar tegundina enn frekar og blönduðu saman við þarlend gæludýr og fluttu hundana út.

Á 16. öld jukust vinsældir Maltese-hunda til muna og varð tegundin m.a. eftirlæti evrópskra konungsfjölskyldna. Elísabet I og Viktoría Englandsdrottningar áttu Maltese-hunda og María Skotadrottning sömuleiðis.

Hundategundin varð æ vinsælli eftir því sem leið á 19. öldina. Hún var viðurkennd af American Kennel Club árið 1888 og varð fljótlega fastur liður á öllum hundasýningum beggja vegna Atlantshafsálanna. Slík er enn raunin og iðulega eru stoltir Maltese-hundar valdir bestu hundar slíkra sýninga.

Svarthvít mynd af Maltese-hundi sem horfir í myndavélina

4/7

From head to tail

Líkamleg sérkenni Maltese-hunda

1. Hár

Haus og skrokkur eru huldir silkimjúkum og snjóhvítum hárlokkum

2. Head

Hausinn einkennist af þríhyrndum eyrum, dökkleitum augum og flötu trýni.

3. Body

Afar kvikir, litlir en ílangir skrokkar sem eru beinir séðir að ofan.

4. Tail

Skottið er sveigt og endar á milli mjaðmanna.

5. Fur

Maltese-hundar eru ekki með undirfeld og fara því ekki mikið úr hárum.

Tveir fullorðnir Maltese-hundar og tveir hvolpar, sitjandi á grasi

5/7

Things to look out for

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um maltese-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti.

Ekki gleyma tannburstanum.

Eins og á við um flestar tegundir smáhunda hafa Maltese-hundar tilhneigingu til að fá kvilla í tennur og góma, m.a. tannholdsbólgu (bólgu í gómi) eða tannslíðursjúkdóm (bólgu í nokkrum eða öllum tannrótum). Þetta er mjög sársaukafullt fyrir Maltese-hunda og getur einnig leitt til frekari erfiðleika við átu, tannmissis og hugsanlega alvarlegri fylgikvilla. Ráðlagt er að bursta tennurnar á hverjum degi til að koma í veg fyrir uppsöfnun á tannsteini og tannsýklum. Einnig er ráðlagt að fara með hundana reglulega í hreinsun/skoðun hjá dýralækni.

Einnig er mikilvægt að fara með hundana reglulega í augnskoðun.

Maltese-hundar eru viðkvæmir fyrir gláku, en það er augnsjúkdómur sem einnig herjar á mannfólkið. Sjúkdómurinn veldur vökvasöfnun í auganu og þrýstingi sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn getur valdið skemmdum á sjónhimnunni. Það borgar sig að fara með hundinn reglulega í augnskoðun og láta skima eftir einkennum á borð við píreygi, ertingu með augnraka eða hvers konar þrota eða bólgu. Ef vart verður við eitthvað óvenjulegt þarf að hafa samband við dýralækninn við fyrsta tækifæri. Einnig er ráðlegt að fara með Maltese-hunda í augnskoðun tvisvar á ári.

Dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum

Maltese-hundar eru almennt séð heilbrigð hundategund en eru samt sem áður viðkvæmir fyrir hjartasjúkdómum. Sér í lagi hrörnun í vinstri hjartaloku eða míturlokukvilla, en það er kvilli sem herjar á ýmsar tegundir smáhunda. Ráðlagt er að fara með hundinn einu sinni á ári í hjartaskoðun, en yfirleitt er hægt að greina kvillann snemma við slíka skoðun. Slíkir hjartasjúkdómar eru ólæknandi en hins vegar getur lyfjagjöf hægt á framvindu sjúkdómsins eða dregið úr einkennum. Almennt séð getur góð tannhirða, þyngdarstjórnun og reglubundin hreyfing dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum.

Healthy diet, healthier dog

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
  • Við val á fóðri fyrir Maltese-hunda þarf að huga að ýmsum þáttum: Aldri hundsins, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Hreint og tært vatn ætti að vera til staðar öllum stundum til að styðja við heilbrigði þvagfærakerfis Maltese-hundanna. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
  • Þarfir Maltese-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Maltese-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 8 mánaða aldri. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Maltese-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Jöfn neysla trefja, svo sem psyllium, getur auðveldað þarmaflutning og stuðlað að góðum hægðum.
  • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð þurrfóðurs eru ákvörðuð. Á þessu vaxtartímabili er orkuþörfin mikil og fóðrið verður að hafa mikið orkuinnihald (uppgefið sem kkal/100g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
  • Yfir allt æviskeið Maltese-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða millimáltíðir sem innihalda mikið magn fitu. Þess í stað er hægt að verðlauna hundinn með fóðurkúlum sem eru dregnar frá dagsskammtinum. Þú skalt fylgja vandlega fóðurleiðbeiningum á umbúðunum til að koma í veg fyrir að hundurinn þinn fitni of mikið.
  • Helstu þarfir sem næring fullorðinna Maltese-hunda þarf að uppfylla eru:
  • Að viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu innan skynsamlegra marka
  • Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (ómega-3 - EPA-DHA - og ómega-6), hjólkrónuolíu og bíótíni
  • Að stuðla að góðri munnhirðu með því að gefa hundunum fóður sem inniheldur kalsíumklóbindiefni til að koma í veg fyrir myndun tannsteins
  • Að seðja afar sérstaka matarlyst hundanna. Þurrfóðrið þarf að vera mjög smátt og henta nettum kjálkum Maltese-hundanna til að forðast vandamál þegar þeir matast. Þetta mun örva sérstaka matarlyst þeirra ásamt úrvals ilmi og bragði. -Viðhalda heilbrigðu meltingarkerfi. Fæði sem inniheldur hæfilegt trefjamagn auðveldar meltingarstarfsemina og auðmeltanleg prótín stuðla að góðum hægðum. Maintaining an ideal body weight by using highly digestible ingredients and keeping the fat content at a sensible level. Hvað varðar Maltese-hunda, sem eru að mestu leyti innihundar, skal fylgja nákvæmlega leiðbeiningum um fóðrun sem koma fram á umbúðunum. Slíkt er m.a. gert til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu hjá geldum Maltese-hundum, þar sem geldir hundar hafa meiri tilhneigingu til að fitna. Smáhundar eru útsettir fyrir nýrnasteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
  • Eftir 8 ára aldur byrja Maltese-hundar að sýna fyrstu merkin um öldrun. Mataræði auðgað með andoxunarefnum hjálpar til við að viðhalda orku og lykilnæringarefni, svo sem tárín, styrkja hjartastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Maltese-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
  • Aukið magn C- og E-vítamíns. These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing.
  • High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. In addition, older dogs are less efficient at using dietary protein than younger dogs. Reducing the phosphorus content is a good way of slowing down the gradual deterioration of kidney function.
  • A higher proportion of the trace elements iron, copper, zinc, and manganese to help maintain good condition of the skin and coat.
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra (ómega-3 og ómega-6 fitusýra) til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
  • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf að sníða lögun, stærð og áferð þurrfóðursins að kjálkunum.
Másandi Maltese-hundur sem hvílir framloppurnar á trjábol

6/7

Umhirða Maltese-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Þótt Maltese-hundar séu orkumiklir þurfa þeir samt minni hreyfingu en mörg önnur kyn vegna smæðar sinnar. Stuttur göngutúr einu sinni til tvisvar á dag ætti að nægja til að halda þeim hraustum og kátum. Við þetta ætti að þó að bæta reglulegum leiktíma þar sem Maltese-hundar eru mjög greindir og þurfa andlega örvun. Þetta mun einnig hjálpa til við að koma í veg fyrir óþarfa gelt – sem Maltese-hundar hafa tilhneigingu til.

Inline Image 7

Hvað snyrtingu varðar eru síðir lokkar Maltese-hunda þeirra helsta prýði, en feldurinn krefst töluverðrar umhirðu. Ráðlagt er að bursta feldinn varlega á hverjum degi til að koma í veg fyrir flóka. Best er að binda hárið á höfðinu í hnút eða klippa það stutt til að koma í veg fyrir að það erti augun. Einnig er gott að baða þá einu sinni í mánuði. Sem betur fer fara Maltese-hundar ekki mikið úr hárum. Klær skal klippa reglulega þar sem þær geta vaxið hratt og einnig þarf að skoða eyrun. Maltese-hundum er hætt við tannsjúkdómum og því ætti að bursta tennur þeirra daglega.

Inline Image 11

Maltese-hundar eru oft sagðir þrjóskir en almennt blíðir og þeir eru afar gáfaðir smáhundar. Þeir eru því fljótir að læra. Lykilinn að þjálfun þeirra er samkvæmni, þolinmæði og jákvæð styrking og sé þessum aðferðum beitt getur þeim farið hratt fram. Gott er að venja þetta smáa kyn snemma á samskipti við aðra svo þeir verði öruggir í nýjum aðstæðum og í samneyti við aðra hunda og menn. Um leið og Maltese-hundar ná tökum á helstu skipunum geta þeir náð góðum árangri í keppnum, s.s. í hlýðni eða lipurð, og oft hljóta þeir titilinn „Besti hundurinn“ í slíkum keppnum.

7/7

Allt um Maltese-hunda

Þótt bæði kyn geti verið frábær gæludýr skal hafa í huga að Maltese-rakkar geta sýnt af sér sígilda karldýrshegðun, eins og að riðlast, og geta átt það til að stinga af ef lóða tík er nálægt. Auk þessa reyna þeir stundum að lenda í slagsmálum við aðra rakka. Þó verða bæði tíkur og rakkar almennt mjög hænd að fólkinu sínu og eru oftast mjög blíð.

Teacup Maltese-hundar eru ekki til og þeir eru ekki annað kyn. Þeir eru aðeins smærri útgáfa af Maltese-hundum. Þessir hundar koma oft frá vafasömum ræktendum og aðferðirnar sem þeir nota við ræktunina geta leitt til ýmissa heilsufarsvandamála. Þess vegna er ávallt best að velja venjulegan Maltese-hund og skipta við ábyrgan ræktanda.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/