Spjöllum svolítið um Dalmatian-hunda

Við þekkjum öll þennan flekkótta feld og það er engin hætta á að villast á Dalmatian-hundi og einlitum hundi. Auk sinna frægu bletta eru þetta líflegir, tryggir og þróttmiklir hundar sem vita ekkert betra en að fara í langan og góðan göngutúr með eigendum sínum. Smá aðvörun: þeir elska vatn og geta átt til að demba sér beint ofan í næsta poll, svo það er gott að hafa auga með þeim, annars gæti eigandinn orðið ansi flekkóttur líka.

Opinbert heiti: Dalmatian-hundur

Other names: Carriage Dog, Dal, Talbot Hound

Origins: Króatía

Sitjandi Dalmatian-hundur, svarthvít mynd
Drooling tendencies

Mjög lítil

Þolir hann heitt veður? Medium
Snyrtiþörf Very low Þolir hundurinn kalt loftslag?
Hárlos Medium Suited to apartment living?
Barking tendencies Getur dýrið verið eitt?* Medium
Energy Level* Mikil Family Pet?* Mikil
Færni til að búa með öðrum gæludýrum Mikil

* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

All domestic pets are sociable and prefer company. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.

Inline Image 15 correct
Mynd af standandi Dalmatian-hundi
Male
1 m 59 cm - 1 m 61 cm Height
27 kg - 32 kg Weight
Female
1 m 56 cm - 1 m 59 cm Height
24 kg - 29 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Puppy age 2 til 15 mánaða
Adult age 15 mánaða til 5 ára
Rosknir 5 til 8 ár
Senior age 8 til 18 ára

Dalmatian-hundur hleypur í grunnu vatni

1/7

Fáðu að vita meira um Dalmatian-hunda

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Þetta hundakyn þekkja allir, enda voru þessir hundar gerðir ódauðlegir í Disney-myndinni sígildu, 101 Dalmatíuhundar – það bara verður að koma fram. þessi fallegu dýr eru góðir félagar. Dalmatian-hundar eru orkumiklir, ástríkir og fjörugir, hafa yndislega skapgerð og mynda náin tengsl við mennsku fjölskyldurnar sínar. Þeim eru með snöggan og mjúkan feld sem er ýmist með svörtum eða rauðbrúnum flekkjum og auðveld er að sinna umhirðu hans.

Dalmatian-hundar eru lunknir veiðihundar en þeir þurfa á nægri hreyfingu að halda daglega. Áttu vel notaða hlaupaskó? Þá gæti Dalmatian-hundur verið kjörinn hlaupafélagi. Langir göngutúrar virka líka! Þeir eru sterkir og stæltir og til að halda þeim hamingjusömum þarf að sjá þeim fyrir talsverðri hreyfingu.

Dalmatian-hundar eru taldir eiga uppruna sinn í Króatíu, þar sem þeir voru nýttir sem veiðihundar og voru síðar fluttir inn til Bretlands. Þar voru þeir vinsælir fylgdarhundar með hestvögnum. Það var á Bretlandi sem þetta hundakyn var formlega viðurkennt með stofnun fyrsta Dalmatian-hundaklúbbsins árið 1890.

Í öðrum áhugaverðum kafla í sögu Dalmatian-hunda urðu þeir í augum margra tákn fyrir slökkvistarf, sér í lagi í Bandaríkjunum, þar sem þeir eru opinbert lukkudýr slökkviliðsins enn þann daginn í dag. Vegna bakgrunns þeirra sem vagnhundar voru þeir notaðir til að gæta hestanna sem drógu slökkviliðsvagnana. Enn í dag kjósa margir slökkviliðsmenn að eiga Dalmatian-hunda.

Síðastliðin ár hafa vinsældir Dalmatian-hunda aukist gríðarlega, þökk sér ævintýrum þeirra á stóra tjaldinu. Auk Disney-myndarinnar frá 1961, sem sjálf var gerð eftir samnefndri skáldsögu breska höfundarins Dodie Smith, var gert ýmislegt annað efni byggt á sögunni frægu.

Það sorglega er að í kjölfarið höfnuðu margir Dalmatian-hundar hjá óreyndum eigendum sem keyptu þá handa börnum sínum en höfðu lítið vit á því að ala þá upp og sinna þeim á réttan hátt. Sem betur fer hefur ástandið lagast og finna má Dalmatian-hunda á heimilum víðsvegar um heiminn þar sem þeir fá næga hreyfingu og þrífast vel.

Dalmatian-hundur situr í háu grasi og horfir í myndavélina

2/7

Tvær staðreyndir um Dalmatian-hunda

1. Finnurðu fimm flekki?

Vissir þú að Dalmatian-hvolpar fæðast alveg „flekklausir“? Þeir fá ekki sína frægu flekki fyrr en þeir eru um 10 daga gamlir. Lögun flekkjanna getur tekið breytingum allt fram á fullorðinsaldurinn.

2. Hinn eini sanni Pongó, úr Disney-teiknimyndinni

„101 Dalmatíuhundur“ var til í alvörunni! Pongó var einn af níu hundum í eigu breska rithöfundarins Dodie Smith, en hún skrifaði bókina sem myndin var byggð á. Skáldsagan sjálf, frá árinu 1956, er auðvitað frábær lesning fyrir alla unnendur Dalmatian-hunda – og raunar hundavina yfirleitt.

3/7

Saga kynsins

Þrátt fyrir frægð og frama í seinni tíð, er uppruni Dalmatian-hunda enn á huldu. Þótt margir haldi því fram að þeir komi frá héraðinu Dalmatíu á Balkanskaga er fátt sem rennir stoðum undir þá kenningu. Engu að síður er almennt talið að þeir hafi upphaflega komið frá Króatíu og síðar verið fluttir yfir til Bretlands.

Það sem við vitum með vissu um sögu Dalmatian-hunda er að seint á 18. öld var til tegund af hvítblettóttum hundi sem kallaðist Talbot Hound eða Talbot-hundurinn. Þeir voru notaðir til að fylgja hestvögnum til að gæta dýranna, farþeganna og varningsins. Á nóttunni voru þeir svo á verði hjá hesthúsunum. Árið 1791 nefndi enski höfundurinn Thomas Bewick þessa hundategund „Dalmatian-hundinn“.

Að því sögðu þá gengu þeir undir fjölda annarra heita, til dæmis English Coach Dog, Spotted Dick og Plum Pudding Dog. Þeir tveir síðastnefndu voru tilkomnir sökum þess að blettirnir á feldinum minntu á ávextina í þessum vinsælu bresku eftirréttum.

Á 19. öld urðu hundar af þessu kyni að einhvers konar stöðutákni meðal aðalsmanna, þó svo að þeir væru líka vinsælir hundar meðal farandfólks af Rómaættum. Það var um þessar mundir sem farið var að tengja Dalmatian-hunda við slökkvistarf. Þeir voru viðurkenndir af ræktunarfélaginu American Kennel Club árið 1888.

Sitjandi Dalmatian-hvolpur, svarthvít mynd

4/7

From head to tail

Líkamleg sérkenni Dalmatian-hunda

1. Body

Þróttmikill skrokkurinn er grannur, vöðvastæltur og vel mótaður

2. Tail

Skottið er í réttu hlutfalli við skrokkinn og mjókkar smátt og smátt niður

3. Head

Hausinn er langur og flatur, eyrun mjúk og augun björt og greindarleg

4. Colouring

Liturinn er snjóhvítur, með annað hvort svörtum eða rauðbrúnum flekkjum

5. Coat

Sléttur, þéttur feldurinn er snögghærður, mjúkur og glansandi.

Dalmatian-hundur stendur fyrir framan grýttan læk.

5/7

Things to look out for

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Dalmatian-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Heyrnarleysi er algengur vandi meðal Dalmatian-hunda

Því miður hrjáir það yfir 15% þessara hunda að einhverju marki og í Bandaríkjunum er talið að algengi heyrnarleysis sé allt að 30%, samkvæmt sumum sérfræðingum. Um 5% þjást af heyrnarleysi í báðum eyrum. Auk augljósrar hættu á meiðslum vegna slysa getur einnig verið erfiðara að þjálfa heyrnarskerta hunda, en það er þó ekki ómögulegt. Þar sem þeir eru greindir geta þeir auðveldlega lært táknmál ef eigandinn er reiðubúinn að þróa táknmál. Heyrnarleysi tengist geni sem veldur svartflekkóttu litasamsetningunni hjá Dalmatian-hundum og er arfgengt. Hins vegar munu ræktendur sem eru vandir að virðingu sinni alltaf athuga hvort möguleiki sé á heyrnarleysi hjá mögulegum foreldrum sem gæti komið upp í gotinu og einnig er hægt að gera rannsóknir á hvolpum. Sem betur fer geta Dalmatian-hundar með heyrnarskerðingu lifað góðu og eðlilegu lífi.

Annað sem þarf að vera á varðbergi fyrir eru gall- eða nýrnasteinar.

Þó að hundar af þessu kyni séu almennt heilbrigðir og lifi lengi geta þeir samt þjáðst af nokkrum kvillum. Eitt af þeim er þvagsýrumiga en þá getur aukið magn þvagsýru í þvaginu leitt til myndunar gall- eða nýrnasteina. Góðu fréttirnar eru þó þær að rétt samsett fóður getur gert mikið til að draga úr líkum á því (sjá nánar í hlutanum „Heilsusamlegt mataræði, heilbrigður hundur“ um mataræði Dalmatian-hunda). Þess má einnig geta að hægt er að fjarlægja steina ef þeir myndast með aðferðum eins og steinmolun (þá eru steinarnir molaðir með hljóðbylgjum). Þegar allt annað þrýtur er hægt að gera skurðaðgerð. Með hjálp dýralæknis er hægt að grípa snemma inn í og meðhöndla kvillann.

Til að viðhalda andlegri og líkamlegri hreysti Dalmatian-hunda þurfa þeir að fá nægilega hreyfingu

Þó svo að allir hundar þurfi einhverja daglega hreyfingu er þetta sérstaklega mikilvægt fyrir Dalmatian-hunda. Þeir eru með þróttmikinn og fimlegan líkama ásamt því að vera þekktir fyrir vinnusemi og þrífast á hreyfingu utandyra. Að auki eru þeir snjallir og þurfa á andlegri örvun að halda. Ef þeir eru innilokaðir of lengi getur það til uppsöfnunar orku og mögulega til skaðlegrar hegðunar. Það gerir bæði hundinn og eigandann ósátta. Reglubundnar, langar göngur, og helst hlaup, eru því gífurlega nauðsynleg til að tryggja alhliða vellíðan Dalmatian-hunda. Frekari upplýsingar og gagnlegar staðreyndir um hreyfingu og þjálfun fyrir Dalmatian-hunda má finna í viðeigandi hlutum hér að neðan.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Puppy
Fullorðnir
Öldungar
  • Við val á fóðri fyrir Dalmatian-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog.
  • Clean and fresh water should be available at all times to support good urinary regularity. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks.
  • Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. A dog that lives outdoors in winter will have increased energy requirements.
  • The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
  • Þarfir Dalmatian-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Dalmatian-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Dalmatian-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæða (e. prebiotics), t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.
  • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að innihalda mikla orku (tilgreint í kkal/100 g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Dalmatian-hundar eru eina hundakynið sem seytir umtalsvert magn af þvagsýru út í þvagið. Þvagsýra, sem myndast við niðurbrot á púríni, getur valdið myndun þvagfærasteina hjá sumum hundum. Fóður sem inniheldur lítið af púríni og stuðlar að minni útskilun þvagsýru er því besti valkosturinn. Þar sem þvagfærakvillar geta komið fram strax við 12 mánaða aldur hjá Dalmatian-hundum þarf að velja fóður sem inniheldur rétt magn af púríni, til að starfsemi þvagfæranna verði sem allra best. It is recommended to split the daily allowance into three meals until they are six months old, then to switch to two meals per day.
  • Helstu þarfir sem næring fullorðinna Dalmatian-hunda þarf að uppfylla eru:
  • Að viðhalda heilbrigði þvagfæra með fóðri sem inniheldur lítið púrín, til að koma í veg fyrir myndun þvagfærasteina.
  • Að stuðla að heilsu og fegurð húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum til að styrkja rakavörn húðarinnar. Glæsilegur feldur Dalmatian-hundsins veitir góða vernd fyrir viðkvæma húð hans. Þessi næringarefni geta styrkt varnir húðarinnar gegn utanaðkomandi sýklum og dregið úr bólguviðbrögðum með því að styrkja rakavörn húðarinnar.
  • Að styðja við heilbrigða hjartastarfsemi með sérstilltu innihaldi steinefna, EPA-DHA, táríns, L-karnitíns og andoxunarefna.
  • Að styrkja bein og liði með glúkósamíni og kondróítíni
  • Að viðhalda æskilegu holdafari með mjög meltanlegum innihaldsefnum og með því að halda fituinnihaldi í lágmarki
  • Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja
  • To help support their natural defences, a formula enriched with an antioxidant complex and containing mannan-oligosaccharides is recommended.
  • Eftir 7 ára aldur byrja Dalmatian-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Dalmatian-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:
  • Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem verja frumur gegn skaðlegum áhrifum oxunarhvarfa sem tengjast öldrun
  • Minnkað fosfórmagn til að hægja á skerðingu á virkni nýranna
  • A higher proportion of the trace elements iron, copper, zinc, and manganese to help maintain good condition of the skin and coat.
  • A higher quantity of polyunsaturated fatty acids (omega-3 and omega-6 fatty acids) to maintain the quality of the coat. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
  • As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the size, shape, and texture of their kibble need to be tailored to their jaw. An adapted kibble shape may help reduce the rate of food intake to help your dog maintain a healthy body weight.
  • Yfir allt æviskeið Dalmatian-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
Dalmatian-hundur stendur við hliðina á stúlku með prik í hendi

6/7

Umönnun Dalmatian-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Ef þú veltir fyrir þér hversu mikla hreyfingu Dalmatian-hundar þurfa er ekki víst að slíkur hundur henti fyrir þig, vegna þess að svarið er mikla. Æskilegast er að þeir fái hreyfingu í eina til þrjár klukkustundir á dag, jafnvel meira. Dalmatian-hundur sem fær ekki næga hreyfingu getur brugðist við með skaðlegri hegðun til að losna við uppsafnaða orkuþörf. Dalmatian-hundar eiga sér fortíð sem veiðihundar og vita ekkert betra en að taka á sprett úti í náttúrunni og eru því frábær æfingafélagi fyrir alla sem hafa ánægju af fjallgöngum, hlaupum eða hjólreiðum. Þessir fjörugu hundar hafa einnig gaman að því að bregða á leik í garðinum.

Inline Image 7

Dalmatian-hundar státa ekki aðeins af gullfallegum feldi heldur er tiltölulega auðvelt að viðhalda honum. Góður burstun einu sinni í viku með hrossakambi nægir til að halda honum mjúkum og gljáandi og fjarlægja laus hár. Til að fullkomna snyrtingu Dalmatian-hundsins er mælt með að baða hann endrum og sinnum og einnig þarf að klippa klærnar eins oft og þörf krefur. Líkt og með öll hundakyn þarf að gæta að munnumhirðu þeirra. Samhliða daglegri tannburstun heima við ættu þeir að fara í reglubundna skoðun. Og loks þarf að fylgjast vel með öllum ummerkjum um óhreinindi og sýkingar í eyrum.

Inline Image 11

Dalmatian-hundar eru bæði greindir og vilja gjarnan þóknast mannfólkinu sínu, en hvort tveggja eru persónueinkenni sem gera þjálfun þeirra ánægjulega. Hins vegar eru þeir einnig frekar næmgeðja dýr og bregðast best við jákvæðri og umbunarmiðaðri þjálfun. Best er að koma á góðum venjum strax í upphafi og þegar þeir eru enn hvolpar. Þeir njóta góðs af þessari snemmbúnu félagsmótun, því eftir því sem þeir eldast verða þeir tortryggnari varðandi ókunnuga og jafnvel feimnir. Hins vegar geta þeir sýnt merki um árásarhneigð innan um aðra hunda svo þjálfun er að öllu leyti góð hugmynd. Jafnvel hunda sem eru heyrnarskertir er hægt að þjálfa með handabendingum eða titrandi ólum. Síðar gætirðu viljað halda áfram með þjálfun hundsins og lagt sérstaka áherslu á fimi eða hlýðni.

7/7

Allt um Dalmatian-hunda

Yfirleitt eru Dalmatian-hundar gæft og rólegt hundakyn sem sýnir sjaldan nokkur merki um árásargirni. Þeir geta þó verið svolítið varir um sig innan um ókunnuga og reyna af og til að tryggja sér yfirburðastöðu gagnvart öðrum hundum. Dalmatian-hundar eru mjög orkumikil og ærslafull dýr og þrífast því betur á heimilum þar sem ekki búa lítil börn.

Það fer að miklu leyti eftir lífsstíl og aðstæðum þínum sem eiganda. Ef þú hefur ánægju af gönguferðum og skokktúrum er næsta víst að ykkur Dalmatian-hundinum muni koma mjög vel saman. Ef þú hins vegar kýst rólegri lífsstíl, heima í rólegheitunum, væri skynsamlegra að fá sér minni hund (fullvaxinn Dalmatian-hundur getur orðið 61 cm á hæð) með lægra virknistig.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/