Við skulum tala um Chihuahua með langan feld
Chihuahua-hundar með langan feld eru smávaxin hundategund með afar stórt hjarta. Þeir eru auðþekkjanlegir af eplalaga höfði sínu og stórum augunum sem endurspegla mikla tryggð og innri hlýju. Chihuahua-hundar eru afar tryggir og njóta sín vel bæði í borgum og í dreifbýli. Hundarnir geta lifað löngu og heilbrigðu lífi sé þeim sinnt á réttan hátt, oft í tvo áratugi eða lengur. Einnig er til önnur gerð af þessari hundategund sem er með styttri feld.
Opinbert heiti: Chihuahua með langan feld
Önnur heiti: Chiwawa, Chi
Uppruni: Mexíkó
Slefmyndun |
|
Heitt veður? | |
Snyrtiþarfir | Kalt veður? | ||
Hármissir | Getur búið í íbúð? | ||
Gelthneigð | Getur verið einn?* | ||
Orkuþörf (mikil, lág, í meðallagi) * | Meðalmikil | Fjölskylduhundur?* | |
Samhæfni með öðrum gæludýrum |
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.
Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar.
Til að gæludýr séu ánægð og líði vel mælum við með því að þau séu alin upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þeirra (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum).
Aldrei ætti að skilja gæludýr eitt eftir með barni.
Hafðu samband ræktandann eða dýralækni til að fá frekari ráðleggingar. Öll heimilisdýr eru félagsverur sem þurfa félagsskap eigenda sinna.
Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Ungviði | Fæðing til 2 mánaða |
Hvolpar | 2 til 10 mánaða |
Fullorðnir | 10 mánaða til 8 ára |
Eldri hundar | 8 til 12 ár |
Öldungar | Frá 12 ára aldri |
1/7
Fáðu að vita meira um Chihuahua með langan feld
Allt sem þú þarft að vita um tegundina
Það er við hæfi að nota setninguna „besti vinur mannsins“ til að lýsa Chihuahua með langan feld því þessir hundar eru afar traustir félagar. Þeir njóta þess að kúra en eru sömuleiðis ávallt reiðubúnir að verja eigendur sína. Chihuahua-hundar eiga alveg til að gelta á ókunnuga en ekki er þörf á að hafa miklar áhyggjur af slíku. Athygli þeirra mun fljótt beinast að einhverju öðru. Þessir hundar eru alltaf til í að leika sér!
Kraftmikill persónuleiki Chihuahua-hundanna endurspeglast í vinsældum hundategundarinnar: Hundategundin er í 11. sæti á lista hundaræktunarfélagsins American Kennel Club yfir vinsælustu hundategundirnar.
Og geturðu sagt töskuhundur?! Hundar af þessari tegund vega aldrei meira en 3 kíló og er því hægt að taka með sér nánast hvert sem er.
Iðulega er hundaeigendum ráðlagt að fylgjast vel með börnum í kringum hundana vegna þess að hundarnir gætu skaðað börnin fyrir slysni. Hins vegar er þessi hundategund afar smágerð þannig að börnin þurfa að gæta sín þegar þau leika við Chihuahua-hunda. Viðhafa skal gát því þessir hundar geta verið viðkvæmir. Það er upplagt að leyfa hundunum að leika sér innandyra eða í litlum hundagörðum. Einnig njóta Chihuahua-hundar góðs af andlegri örvun og leikir eru upplögð afþreying.
Chihuahua-hundar eru ekki íturvaxnir varðhundar en eru ávallt að gæta og vernda „hjörðina“ á heimilinu. Þeir eru yfirleitt hlédrægir í kringum ókunnuga en það dregur úr slíkri varkárni þegar nýjum tengslum er komið á.
2/7
2 staðreyndir um Chihuahua með langan feld
1. Ekki skal dekra of mikið við hundana
Chihuahua með langan feld geta þyngst ótrúlega hratt. Litlir skrokkar ráða oft illa við of mikið af snarli. Best er að nota handfylli af þurrfóðri úr daglegri næringarinntöku hundanna sem verðlaun. Chihuahua-hundar eiga að vega að hámarki 2,7 kg samkvæmt opinberum leiðbeiningum fyrir hundategundina.
2. Svo lítill í svo stórum heimi
Chihuahua-hundar eru svo sannarlega hugrakkir: Þetta er hundategund sem hefur óhikað skorað margfalt stærri hunda á hólm. Lykillinn að réttri félagsfærniþjálfun er að kenna hundunum hvernig á að umbera aðra.
Saga tegundarinnar
Margir velta fyrir sér uppruna hinna smágerðu Chihuahua-hunda. Þeir spruttu fram á sjónarsviðið á 12. öld í Mexíkó þegar Aztekarnir sigruðust á Toltex þjóðflokkinum og eru afkomendur Techichi-hundsins sem var samanreknari forveri Chihuahua-hundanna. Techichi-hundarnir voru léttari og liprari á fæti en núverandi.Chihuahua-hundar, sem er erfitt að gera sér í hugarlund þegar um svona smágerða hundategund er að ræða.
Chihuahua-hundar urðu afar vinsælir í Bandaríkjunum um miðja 19. öld þegar bandaríkjamenn uppgötvuðu hundategundina á upprunasvæði hundana í fylkinu Chihuahua í Mexíkó sem liggur við landamæri Texas. Techichi-hundategundin var síðan endurskírð og Chihuahua-hundategundin blómstraði norðan megin við landamærin.
Chihuahua með langan feld eru oft klíkugefnir, þ.e. vilja bara vera með eigin hjörð. Hundar af þessari tegund eru ekki ræktaðir til að sinna ákveðnu hlutverki, Chihuahua-hundum líður best sem fjölskylduhundum og auðvitað sem frábærum ferðafélögum. Þeir eru af fullkominni ferðastærð: Chihuahua-hundategundin er talin vera sú minnsta í heimi og eru stærstu hundarnir rétt rúmlega 2,72 kg.
4/7
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Chihuahua með langan feld
1. Eyru
Breið, upprétt og uppmjókkandi eyru.
2. Höfuð
Einstakt, eplalaga höfuð
3. Líkami
Samanrekinn skrokkur með stuttum og þéttum bol, afar vöðvastæltir.
4. Feldur
Snöggur, þéttur feldur með fíngerðum hárum, þunnur undirfeldur.
5. Skott
Bogadregið skott sem dillar í hálfhring eða hring.
5/7
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Chihuahua-hunda með langan feld, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Þrályndur smáhundur
Chihuahua-hundar með langan feld geta verið nokkuð þverir og þrjóskir. Slíkt kemur nokkuð á óvart miðað við hversu smágerðir þeir eru. Smágerðir hundar sem vilja fá sitt í gegn. Chihuahua með langan feld eru snjallir og munu skáka eigendum sínum ef þeir hafa ekki varan á! Lausnin: Agaðu hundinn þinn snemma og vertu viss um að hann viti hver ræður. Viðeigandi þjálfun Chihuahua með langan feld getur komið í veg fyrir þrjóskuköst og almennt séð lagt grunn að góðri hegðun.
6/7
Umönnun Chihuahua með langan feld
Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Chihuahua með langan feld er smáhundur svo lengri gönguferðir og morgunskokk koma ekki til greina en það er margt annað sem er hægt að gera á degi hverjum. Eins og allir hundar þurfa þeir hæfilega hreyfingu til að halda heilsunni. Stutt rölt um hverfið ætti að nægja til að halda þeim í góðu formi. Chihuahua-hundar geta lifað lengi og gott er að halda þeim í formi ævina á enda með viðeigandi hreyfingu, svo sem einföldum leikjum innandyra og að láta þá sækja hluti.
Fljótandi feldur langhærðs Chihuahua er svo sannarlega sjón að sjá. Haltu feldinum í formi með því að snyrta hann tvisvar til þrisvar í viku til að koma í veg fyrir flækjur og hnúta og ekki vanrækja hárið á eyrum þeirra, fótleggjum og fótum. Blessunarlega fer þetta hundakyn ekki mikið úr hárum. Klippa þarf klærnar reglulega og bursta tennurnar til að koma í veg fyrir tannholdsvandamál.
Hinn dyggi, snjalli Chihuahua-hundur með löngum feldi er yndislegur hundur til að hafa í kringum sig. Þeir eru einkar tryggir svo þeir vilja þóknast eiganda sínum og bregðast vel við hlýðniþjálfun. Best er að kenna Chihuahua-hundum með langan feld góða siði frá unga aldri og þannig er unnið gegn tilhneigingu þeirra til að vera fullákveðnir.
7/7
Allt um Chihuahua með langan feld
Chihuahua með langan feld hefur allt til að bera til að vera frábært gæludýr: skemmtilegt geðslag, mikla orku og nóg af ást. Chihuahua-kynið hentar líka vel fyrir nýja hundaeigendur. Enda er þetta ekkert sérstaklega stór skammtur af hundi! Hollusta er sjálfsögð fyrir langhærða Chihuahua og stærð þeirra gerir það einnig að verkum að þeir er meðfærilegir.
Chihuahua með langan feld er ekki árásargjarn að upplagi og það er eins með þá og aðra hunda, að þótt þeir gelti og glefsi er óvíst að þeir bíti. Þeir vilja stundum marka sér svæði, geta verið kvíðnir og eiga líka til að vilja ekki hleypa öðrum að eiganda sínum. Þótt Chihuahua með langan feld séu smávaxnir hundar er þessi hegðun ekki „krúttleg“ heldur þarf að beita aga og þá líður hundinum líka betur. Einnig skal útiloka alla undirliggjandi sjúkdóma sem gætu valdið hundinum kvíða.
Sérsniðin næring fyrir Chihuahua-hund með langan feld
Lesa meira um þetta efni
How your dog's nutrition needs change with age
How to adopt a dog
Things to consider before getting a dog
Heimildir
1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
4 - Royal Canin BHN Product Book
5 - American Kennel Club https://www.akc.org/