Spjöllum um Boxer-hunda
Boxer-hundar eru þekktir fyrir galsafullt og vinalegt eðli. Stundum er aðeins of mikið stuð, en þeir hafa gríðarlega orku og lífsgleði. Ef Boxer-hundar fá snemma þjálfun geta þeir einnig verið mjög tryggir og húsbóndahollir félagar, sem mynda sterk tengsl við fjölskyldurnar sínar. Mjög sterk. Reyndar finnst þeim ekkert betra en að vera með þér - og munu jafnvel sofna á þér, ef þú leyfir þeim það.
Official name: Boxer
Other names: German Boxer, Deutscher Boxer, American Boxer
Origins: Þýskaland
Drooling tendencies |
|
Heitt veður | |
Snyrtiþörf | Kalt veður | ||
Hárlos | Suited to apartment living | ||
Barking tendencies | Medium | Getur verið einn | |
Orkuþörf (mikil, lág, í meðallagi) * | Í meðallagi til mikil | Hentar sem fjölskylduhundur * | |
Færni til að búa með öðrum gæludýrum |
* We advise against leaving pets alone for long stretches. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Speak to your veterinarian for recommendations.
Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.
For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs.
Pets should never be left unsupervised with a child.
Contact your breeder or veterinarian for further advice.
Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.
Ungviði | Fæðing til 2 mánaða |
Puppy age | 2 til 15 mánaða |
Adult age | 15 mánaða til 5 ára |
Rosknir | 5 til 8 ár |
Senior age | 8 til 18 ára |
1/7
Lærðu að kynnast Boxer
Allt sem þú þarft að vita um kynið
Boxer-hundar eru þekktir fyrir takmarkalausa orku sína, vinalegt og skemmtilegt geðslag og takmarkalausan áhuga fyrir nánast öllu í kringum sig. Það er bara svo margt í lífinu sem er spennandi - eða það er að minnsta kosti þeirra afsökun og þeir halda sig við hana.
En þeir eru líka mjög blíðir og ástúðlegir og mynda sterk tengsl við eigendur sína. Einnig eru þeir góðir með börnum þegar þeir hafa fengið smá þjálfun. Boxer-hundar eru venjulega mjög varkárir og bera virðingu fyrir þeim sem eru í kringum þá. Þar sem þeir geta stundum verið örlítið háværari en þeir ætla sér er best að halda litlum krílum frá þeim - bara til öryggis - en annars eru þeir þekktir fyrir að vera mjög traustir hundar.
Boxer-hundar eru í eðli sínu verndandi og tryggir, þeir gelta hugrakkir á allt sem þeir telja að gæti ógnað fjölskyldunni. Jafnvel þótt þeir séu líklegri til að sleikja ókunnuga en gera eitthvað annað. Þeir eru engu að síður góðir varðhundar.
Þeir komu upprunalega af veiðihundum í Þýskalandi, þar sem þeir hjálpuðu til við að fanga bráð. Boxer-hundum var síðar blandað við smærra mastiff-hundakyn frá Englandi. Nafnið er tilkomið vegna þess hvernig þeir nota framlappirnar - bókstaflega eins og boxarar - þegar þeir leika. Þetta þýðir að þeir geta verið svolítið gjarnir á að hoppa á fólk, en þjálfun getur hjálpað til við það.
Útlitslega eru Boxer-hundar með stuttan, sléttan feld, áberandi trýni og gáfuleg, dökkbrún augu. Litur þeirra getur verið á bilinu dröfnótt eða bröndótt út í hárauðan lit eða alhvítan. Hver hundur hefur sitt sérstaka yfirbragð. Þeir eru vöðvastæltir og þreklega vaxnir en þó með þokkafullar og kraftmiklar hreyfingar.
Mikilvægt er að eigendur geri sér grein fyrir því að Boxer-hundar þurfa að minnsta kosti tveggja tíma hreyfingu á dag. Einnig er gott að þjálfa þá snemma á ævinni til að hafa hemil á galsa og glaðværð Boxer-hundsins. Svo framarlega sem hugað er að þessu tvennu, ásamt því að fá næga ástúð frá eigendum sínum, ættu Boxer-hundar að endurgjalda greiðann með miklu trygglyndi. Það er ekki að ástæðulausu sem Boxer-hundar teljast eitt besta gæludýrið fyrir fjölskyldur.
2/7
Tvær staðreyndir um Boxer-hunda
1. Pétur Pan í hundslíki
Ein af mörgum áhugaverðum staðreyndum um Boxer-hunda er að hvolpaárin þeirra eru fleiri en hjá nokkru öðru kyni. Þrátt fyrir að þeir teljist vera fullorðnir í kringum 15 mánaða aldur tekur það þá um þrjú ár að ná fullum þroska. Kannski kemur það þess vegna ekki á óvart að þeir sýni af sér unglega hegðun allt lífið.
2. Tveir eins
Fáir vita að það eru í raun til tvær tegundir af Boxer-hundum. Auk hefðbundna Boxer-kynsins er til amerískt afbrigði sem er með örlítið öðruvísi líkamleg einkenni. Til dæmis er skrokkur á amerískum Boxer minni um sig, stinnari og með sveigðari háls. Einnig eru trýni og eyru aðeins lengri á amerísku tegundinni.
Saga kynsins
Það er erfitt að trúa því að Boxer-hundarnir sem við þekkjum í dag séu grimmir veiðihundar að uppruna. Og samt er það staðreynd.
Boxer-hundar komu upprunalega af gömlum bardagahundum frá Tíbet, ef leitað er langt aftur í tímann, en hundurinn sem við þekkjum í dag á rætur að rekja til Vestur-Evrópu. Til að halda áfram með söguna þurfum við að líta til Þýskalands á 19. öld og kynna okkur hundinn Bullenbeisser („nautabít“). Þýskt aðalsfólk notaði hundana til að elta og fanga bráð á veiðum og þessi hraustu dýr tókust á við allt frá dádýrum og villisvínum til bjarndýra.
Með breyttum tíðaranda þar sem landareignum var skipt upp töpuðu hefðbundnar veiðar vinsældum sínum. Um tíma leit þetta ekki vel út fyrir Bullenbeisser-hundana. Allt breyttist þó þegar þeim var blandað við smærra mastiff-hundakyn frá Bretlandi. Undir lok 19. aldar leit fyrsti Boxer-hundurinn dagsins ljós.
Árið 1904 var kynið skráð hjá American Kennel Club. Þar varð kynið eitt það vinsælasta í landinu og enn þann dag í dag birtist það oft á listum yfir „10 vinsælustu kynin“.
Í Þýskalandi voru Boxer-hundar hins vegar eitt af fyrstu kynjunum sem lögreglan nýtti við störf sín auk þess sem þeir liðsinntu hernum í báðum heimsstyrjöldunum. Þrátt fyrir uppruna sinn sem hörkutól eru Boxer-hundar í dag taldir eitt vingjarnlegasta hundakynið.
4/7
From head to tail
Líkamleg sérkenni Boxer-hunda
1. Body
Líkaminn er kraftmikill og rennilegur og með einstaklega mikinn vöðvamassa.
2. Head
Höfuðið einkennist af kúptri höfuðkúpu, stuttu og áberandi trýni sem er dæmigert fyrir flokk breiðhöfða (brachycephalic) og svipmiklum brúnum augum.
3. Feldur
Mjúkur gljáandi feldur sem liggur þétt upp við húðina getur verið bröndóttur til rauður og hvítur.
4. Hegðun
Kynið er þekkt fyrir góða hegðun og sýnir af sér stolt og árvekni.
5. Tail
Langt skottið er ofarlega og er stöðugt á iði, stundum iðar jafnvel allur líkaminn.
5/7
Things to look out for
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Boxer-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Öndunarerfiðleikar geta komið fram
Þar sem Boxer-hundar tilheyra flokki breiðhöfða (brachycephalic) þýðir það að höfuðkúpa þeirra er breið, andlitið flatt og trýnið stutt, sem getur valdið einhverjum heilsufarsvandamálum. Þetta á einkum við um öndunarerfiðleika sem geta komið fram ef þeir verða of spenntir (sem er í sannleika sagt ekki óvenjulegt fyrir Boxer-hunda) eða ef þeim verður of heitt í heitu loftslagi. Í alvarlegum tilfellum getur þetta leitt til yfirliðs. Besta ráðið er að velja ábyrgan ræktanda sem leggur sig fram við að rækta heilbrigða Boxer-hunda. Fylgstu líka með þyngd hundsins þar sem hún getur aukið við vandamálið. Ef þörf krefur skaltu leita ráða hjá dýralækninum þínum sem getur gefið frekari ráðleggingar.
6/7
Umönnun Boxer-hunda
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Boxer-hundar hafa mikla orku og þurfa að minnsta kosti tveggja tíma hreyfingu daglega. Já, tvo tíma. Hægt er að blanda saman reglulegum gönguferðum, leik í garðinum og hlaupum á víðavangi. Þeir eru fullkomin tegund fyrir þá sem leita að skokkfélaga. Dagleg ganga er mun æskilegri en eitt langhlaup um helgar. Fjörugur persónuleiki Boxer-hunda passar einnig sérstaklega vel við leik í garðinum. Eitt sem þarf að hafa í huga er að Boxer-hundar henta ekki vel fyrir heitt veður. Vegna breiðs höfuðs geta þeir stundum átt í erfiðleikum með að anda. Og mundu að bíða í að minnsta kosti klukkutíma áður en þú gefur þeim mat eftir hreyfingu.
Stutt og gljáandi hár sem þarfnast lágmarksumhirðu er einn af kostunum við að eiga Boxer. Vegna þess að þeir hafa tilhneigingu til að fara úr hárum allt árið um kring, og að stutt hár þeirra er gjarnt á að festast við teppi og áklæði, mun dagleg snyrting/burstun með hanska minnka þörfina á notkun ryksugu. Þeir þurfa aðeins að fara í bað af og til, en þú mátt búast við talsverðu slefi. Eins og með flestar tegundir ætti að bursta tennur Boxer-hunda reglulega – daglega ef hægt er – og þeir þurfa faglega tannhreinsun af og til. Klippa þarf klær eftir þörfum og skoða eyrun vikulega. Þá ætti það að vera upptalið.
7/7
Allt um Boxer-hunda
Þrátt fyrir að þeir hafi verið þekktir sem slagsmála- og veiðihundar eru Boxer-hundar ljúflingar með ástúðlegt eðli. Þeir geta verið mjög verndandi gagnvart eigendum sínum en það kemur meira fram í gelti en árásargirni. Reyndar er mjög sjaldgæft að Boxer-hundar bíti fólk.
Þrátt fyrir að þeir hafi orð á sér fyrir að vera svolitlir göslarar eru Boxer-hundar í raun mjög greindir hundar sem hafa gott af andlegri örvun. Þeir njóta líka félagsskapar fólks og finnst gaman að vera í sviðsljósinu. Því meiri tíma og orku sem þú fjárfestir í þeim, því meira færðu til baka.
Read more on this topic
How to adopt a dog
Things to consider before getting a dog
Sources
1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
4 - Royal Canin BHN Product Book
5 - American Kennel Club https://www.akc.org/