Ræðum um Border Collie

„Fæddir til að hlaupa.“ Þetta gæti orðið mottó Border Collie, en björt augu og kvik ásýnd eru merki um þá orku sem þeir búa yfir. Border Collie er hlýlegur og tryggur og hentar skokkurum eða íþróttafólki vel. Þeim mun meira sem þeir eyða orkunni, því betra, enda þarf þessi tegund stöðugt að vera að.

Opinbert heiti: Border Collie

Önnur heiti: Collie

Uppruni: Skotland

Labrador móðir með hvolp
Slefmyndun

Mjög lítil

Heitt veður? Mikil
Snyrtiþarfir Meðalmiklar Kalt veður? Mikil
Hármissir Meðalmiklar Getur búið í íbúð? Mjög lítil
Gelthneigð Meðalmikil Getur verið einn?* Mjög lítil
Orka* Mikil Fjölskylduhundur?* Mjög mikil
Samhæfni með öðrum gæludýrum Mjög mikil

* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.

Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar.

Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum).

Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni.

Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Inline Image 10
Male
48 cm - 1 m 56 cm Height
14 kg 500.0 - 25 kg Weight
Female
46 cm - 1 m 53 cm Height
14 kg 500.0 - 25 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 15 mánaða
Fullorðnir 12 mánaða til 7 ára
Eldri 7 til 10 ára
Öldungar Frá 10 ára aldri

1/7

Kynntu þér Border Collie

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Hvað eigum við að gera núna? Ef Border Collie hundurinn gæti talað þá myndi hann oft segja þetta. Tegundin er einstaklega orkumikil og hefur nánast stöðuga þörf fyrir að hreyfa sig og hentar því fullkomlega eigendum sem eru sama sinnis. Þessi hundur á ekki að kúldrast inni í íbúð: Orkustig Border Collie er engu líkt. Þeir kynnu vel við sig á sveitabæ eða við annars konar aðstæður þar sem þeir hafa mikið pláss til að hlaupa um og fá verk að vinna.

Border Collie er fíngerður að vexti og er dæmigerður smalahundur með hið einkennandi „smalaauga“ – ískalt augnaráð sem hann beinir að kindum eða jafnvel þér þegar þú átt síst von á því. Það er engin spurning að þetta eru með kvikustu og liprustu hundum sem til eru.

Tegundarheitið er dregið af landamærasvæðinu (border) á milli Englands og Skotlands, hæðótts hálandasvæðis sem kallaði á hund sem gat hlaupið um brekkurnar. Að smala kindum allan daginn? Ekkert mál!

Border Collie hundar eru mjög tryggir og geta verið ákaflega rólegir í kringum ókunnuga. Þeir eru fljótir að mýkjast svo lengi sem þeir fá verkefni. Þrátt fyrir kraftinn hegða Border Collie hundar sér ekki á óútreiknanlegan hátt heldur eru þeir frekar fyrirsjáanlegir og áreiðanlegir. Tegundin hentar fullkomlega fyrir fimi- og hlýðnikeppnir sem hvort tveggja er frábær útrás fyrir mikla hreysti hennar.

Inline Image 17

2/7

Tvær staðreyndir um Border Collie

1. Hundurinn gæti verið flóttagjarn

Óstöðvandi orka og forvitni Border Collie veldur því að þeir fylgja lyktarskyninu og vafra um. Tryggja skal öryggi hundanna með vel afgirtu svæði og nánu eftirliti.

2. Border á landamærunum 

Ótrúleg líkamsbygging og lipurð Border Collie hentar vel hæðóttu landslagi Highland-héraðsins á milli Skotlands og Englands þar sem smölun kinda er nauðsynleg.

3/7

Saga tegundarinnar

Border Collie hundar hafa langa sögu í upprunalandi sínu, Bretlandi, en þeir eru afkomendur margra stofna smala- og fjárhunda. Þeir urðu til á 18. öld, en þótt ótrúlegt megi virðast var það ekki fyrr en á 21. öld sem þeir voru samþykktir opinberlega. Nafnið kemur frá notkun tegundarinnar sem smalahundar í Highlands héraðinu á milli Englands og Skotlands og „Collie“ kemur frá skoska orðinu fjárhundur.

Eftir því sem tegundin þróaðist aðgreindist hún eftir landsvæðum, velskir fjárhundar, Northern fjárhundar, Highland Collie og skoskir Collie.

Árið 1860 var önnur hundasýningin haldin í Englandi og skoskir fjárhundar sýndir.

Border Collie eru verðlaunaðir fyrir lipurð sína og smölunarhæfni, hvort sem um ræðir við atvinnu eða á heimilum. Ótrúlegar gáfur Border Collie og þörf fyrir hreyfingu gera þá að vinningshöfum agility-keppna um heim allan.

Inline Image 3

4/7

Frá toppi til táar

Líkamleg sérkenni Border Collie

1. Ears

Sensitive, mobile ears reflect the herding instinct, set well apart.

2. Head

Head held alert, riveted, exhibiting high intelligence. 

3. Body

Deep and broad chest with gently sloping back, strong muscular neck.

4. Tail

Tail curves upward at tip, bushy and full, hangs down in relaxed manner.

5. Coat

Dense, weather-resistant double coat of two varieties: rough, medium-length, feathered on haunches, chest, and underside, or smooth, short, coarse overall.

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Border Collie hundinn, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Hvolpur
Fullorðnir
Öldungar
  • Þegar fóður er valið fyrir Border Collie hund þarf að hafa margt í huga: aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn.
  • Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum til að stuðla að góðri þvagfærastarfsemi. Þegar heitt er í veðri, og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft.
  • Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn gæti þarfnast meiri orku.
  • Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
  • Þarfir Border Collie hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum, en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Border Collie hvolpa þróast smátt og smátt fram að 12 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæði, t.d. frúktó-ólígósakkaríð, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóru og leiða til góðra hægða.
  • Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og maturinn verður að hafa mikið næringarinnihald (sett fram sem kcal/100g af mat), en magn annarra næringarefna er einnig hærra í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir þar til hvolparnir verða sex mánaða en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
  • Forðast skal alla þeirra ævi að gefa Border Collie hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
  • Aðalnæringarþarfir Border Collie hunda eru:
  • Að viðhalda æskilegu holdafari með mjög meltanlegum innihaldsefnum og með því að halda fituinnihaldi í lágmarki
  • Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja
  • Stuðlar að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum.
  • Til að styðja ónæmisvarnir hundsins er mælt með fóðri sem er bætt með andoxunarefnum og mannan-ólígósakkaríðum.
  • Eftir 7 ára aldur byrja Border Collie hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að því að viðhalda heilbrigði beina og liðamóta. Með hærri aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fóður fyrir eldri Border Collie hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
  • Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarstress sem leiðir til öldrunar
  • Hágæða prótein. Þvert á það sem oft er talið þá gagnast lítið við að draga úr lifrarbilun að minnka próteininnihald í fóðri. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.
  • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangans stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra (ómega-3 og ómega-6 fitusýra) til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu.
  • Með aldrinum þjást hundar í auknum mæli af tannkvillum. Til að tryggja að þeir haldi áfram að éta nægilega mikið þarf stærð og harka fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.

6/7

Umönnun Border Collie hunda

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Snyrting Border Collie hundsins þarfnast smá vinnu. Þessi tegund þarf að hreyfa sig mikið og er ekki alltaf jafn vel til haldið og við viljum. Feldurinn getur verið grófur, mjúkur og allt þar á milli og með því að greiða hann með greiðu einu sinni til tvisvar sinnum í viku er hægt að viðhalda honum flottum og í góðu ástandi.

Inline Image 7

Það eru fáar hundategundir sem hægt er að þjálfa jafn vel og Border Collie. Hundar af þessari tegund eru mjög gáfaðir og vilja geðjast. Hægt er að stunda hegðunarþjálfun út allan líftíma hundsins. Tryggja skal að þeir venjist félagsskap þar sem tegundin getur verið tortryggt gagnvart ókunnugum. Agility-þjálfun og keppnir uppfylla þarfir hundsins fyrir stöðugar áskoranir. Border Collie hundur sem hefur nóg fyrir stafni er hamingjusamur.

Inline Image 11

Gríðarleg íþróttageta er aðalsmerki tegundarinnar. Meðfæddur krafturinn gerir það að verkum að því meiri hreyfingu sem Border Collie hundar fá, því betra. Lipurð, hlýðni, rakning og hlaupakeppnir henta þessari tegund vel, eða í raun bara hvaða sífellda hreyfing sem er. Mikil hreyfing á hverjum degi er best.

Allt um Border Collie

Ekki marga! Stærsti ókosturinn við Border Collie tegundina er hversu mikla þörf hún hefur fyrir stöðuga hreyfingu. Uppruna tegundarinnar má rekja til smölunar og þessi hundategund hefur stundum verið kölluð „vinnusjúk“. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Greind Border Collie hunda gerir þá að stöðugri áskorun og borgarlíf hentar þeim ekki. Ef þú ert ekki bóndi skaltu hafa ofan af fyrir hundinum með daglegum göngutúrum eða vel afgirtum garði þar sem hann getur hlaupið um. Agility-tímar og ítarleg hegðunarþjálfun henta hreyfiþörf Border Collie vel.

Það getur verið stór ákvörðun að velja Border Collie sem hund. Þessir líflegu hundar hafa frábæra lund og eru mjög barnavænir og leikgjarnir og eru góðir félagar mannsins. Smölunareðli þeirra getur jafnvel komið niður á mannvinum þeirra! Eins og við á um alla hunda er snemmbúin félagskennd nauðsynleg.

Heimildir

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/