Ræðum um belgíska fjárhunda

Belgískir Groenendael fjárhundar eru síðhærðir og ötulir smalahundar sem þurfa stöðugt að vera að, þó ekki alltaf með kindum. Hreyfing er þeim nauðsynleg, en einnig andleg þjálfun þar sem hundar af þessari tegund eru mjög gáfaðir. Þá er hægt að þjálfa til að gera nánast hvað sem er og þeir eru snillingar í agility-keppnum og fallegur gljásvartur feldurinn algjört augnakonfekt.

Opinbert heiti: Belgískur Groenendael fjárhundur

Önnur heiti: Belgískur fjárhundur, Groenendael, belgískur smalahundur

Uppruni: Belgía

Mæður og hvolpar Labrador tegundarinnar
Slefmyndun

Mjög lítil

Heitt veður? Mjög lítil
Snyrtiþarfir Meðalmikil Kalt veður? Mikil
Hármissir Mjög mikil Getur búið í íbúð? Mjög lítil
Gelthneigð Mjög lítil Getur verið einn?* Mjög lítil
Orka* Mikil Fjölskylduhundur?* Meðalmikil
Samhæfni með öðrum gæludýrum Meðalmikil

* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.

Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar.

Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum).

Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni.

Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Inline Image 10
Male
1 m 58 cm - 1 m 66 cm Height
25 kg - 30 kg Weight
Female
1 m 56 cm - 1 m 62 cm Height
20 kg - 25 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 15 mánaða
Fullorðnir hundar 15 mánuðir til 5 ár
Eldri hundar 5 mánuðir til 8 ár
Öldungar Frá 8 ára aldri

1/7

Kynntu þér belgískan Groenendael fjárhund

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Belgískur Groenendael fjárhundur er flottur hundur. Hann er mjög gáfaður, einbeittur og þægilegur, en tegundin á að baki sér langa sögu smölunar. Þetta innfædda eðli gerir það að verkum að það er Groenendael ekki aðeins til skemmtunar að hlaupa um heldur er það nauðsynlegt fyrir hann.

Belgískur Groenendael fjárhundur hefur sýnt fram á að hann sé afbragðsgóður varðhundur en hann hefur næga orku og þarf daglega hreyfingu eða alvöru vinnu ef hann býr á bóndabæ. Þessi tegund þrífst ekki vel í íbúðum og lítið rými getur breytt geðslagi hunda til verri vegar. Hundarnir geta þrifist í úthverfum en tryggja skal að nógu stórt afgirt pláss sé fyrir hendi utandyra. Belgískir Groenendael fjárhundar eru ekki fyrir þá sem fá sér hund í fyrsta sinn. Það er ekki að þeir séu illmeðfærilegir heldur snýst þetta um að þeir eru líklega of mikið fyrir algerlega nýja hundaeigendur.

Annað einkenni þeirra er mjög gljáandi feldur sem er mestmegnis svartur en nokkrir hvítir blettir geta verið á bringu, loppum, kjálka og trýni þeirra. Athugið: Árstíðabundin snyrting á þessum fallega feldi tvisvar sinnum á ári er nauðsynleg. Tryggja skal að hafa góðan bursta innan handar.

Þessir hundar eru ekki hrifnir af því að vera einir en þeir sýna eigendum sínum óbilandi traust. Þessa góða tegund mun geðjast flestum.

Inline Image 17

2/7

Tvær staðreyndir um belgískan Groenendael fjárhund

1. Best að fá að vera með

Ef hægt væri að mæla hollustu myndi Belgian Shepherd Groenendael slá öll met. Þessi hundur þarf að finna að hans sé þörf, hann finnur verðleika í vinnu og á von á henni frá þér.

2. Alltaf að smala – hverju sem er 

Vegna sögu sinnar sem smalahundar elta Belgian Shepherd Groenendael hundar svo til allt sem hreyfist, þ. á m. bíla og fólk. Lokaðu hliðinu vel og haltu fast í hundinn þegar þið eruð á meðal fólks.

3/7

Saga tegundarinnar

Belgískur Groenendael-fjárhundur var ræktaður í Belgíu árið 1893 af Nicolas Rose sem skírði tegundina í höfuðið á Chateau Groenendael, en sú fasteign var í suðurhluta Brussel. Til eru fjórar tegundir belgískra fjárhunda: Groenendael, Tervuren, Laekenois og Malinois, en tegundirnar hafa ekki sama feldslit og hárlengd, en svipar annars til hverrar annarrar. Belgíski fjárhundaklúbburinn var stofnaður árið 1891 þegar vinsældir tegundarinnar uxu á síðari hluta 19. aldar.

Þegar fyrri hluti 20. aldarinnar rann upp voru belgískir Groenendael-fjárhundar notaðir sem lögregluhundar í öðrum stórum borgum, t.d. New York og París.

Þessi sterkbyggða tegund var notuð af hernum í fyrri heimsstyrjöldinni til að bera skriðdreka og jafnvel til að toga sjúkrabíla! Belgískur Groenendael-fjárhundur hélt áfram inn í seinni heimsstyrjöldina og Belgian Sheepdog Club of America var stofnaður árið 1949.

Inline Image 3

4/7

Frá toppi til táar

Líkamleg sérkenni belgísks Groenendael fjárhunds

1. Ears

Triangular ears stand erect in good proportion to the head.

2. Head

Head carried high signifies very alert breed, black nose, long, somewhat pointed muzzle.

3. Body

Strong, muscular body, solid but not at all hulking.

4. Tail

Bushy tail held low when relaxed; raised when active and slightly curled.

5. Coat

Signature trait of black lustrous coat with straight, medium-length hair, very dense undercoat.

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um amerískan belgíska Groenendael fjárhundinn, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu

Heilbrigð fóðrun, heilbrigðari hundur

Hvolpur
Fullorðnir
Öldungar
  • Þegar fóður er valið fyrir Belgian Shepherd Groenendael hund þarf að hafa margt í huga: Aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn.
  • Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum til að stuðla að góðri þvagfærastarfsemi. Þegar heitt er í veðri og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft.
  • Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn gæti þarfnast meiri orku.
  • Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsuvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt fóður.
  • Þarfir Belgian Shepherd Groenendael hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Belgian Shepherd Groenendael hvolpa þróast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: meltingarkerfið er ekki enn full þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæði, t.d. frúktó-ólígósakkaríð, stuðlar að góðri meltingarhæfni með því að koma jafnvægi á meltingarflóru og leiða til góðra hægða.
  • Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af réttri stærð, lögun og áferð. Þetta vaxtarskeið skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Hvolpar stórra tegunda, svo sem hvolpar Belgian Shepherd Groenendael hunda, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið fær of mikla orku, vex of hratt og of mikil þyngd hvílir á beinum og liðamótum. Með því að draga úr næringarinnihaldi hundafóðurs fyrir hvolpa Belgian Shepherd Groenendael hunda og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr þessari áhættu.
  • Innihaldsmagn annarra næringarefna ætti að vera meira en í sérhönnuðu fóðri fyrir hunda á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stórkynja hunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
  • Forðast skal alla þeirra ævi að gefa Belgískum Groenendael-fjárhundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
  • Aðalnæringarþarfir belgískra Groenendal fjárhunda eru:
  • Viðheldur heilbrigðri þyngd með því að nota mjög meltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka
  • Stuðla skal að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum
  • Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja
  • Til að stuðla að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.
  • Eftir 5 ára aldur byrja Belgian Shepherd Groenendael hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með hækkandi aldri breytist meltingin og sömuleiðis næringarþörfin. Fóður fyrir eldri Belgian Shepherd Groenendael hunda ætti því að einkennast af eftirfarandi:
  • Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarstress sem leiðir til öldrunar
  • Hágæða prótein. Minnkun próteinmagns í fæði spilar lítinn þátt í að sporna við lifrarbilun, en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna
  • Hærra magn snefilefna, svo sem járns, sinks og mangan stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu
  • Með hækkandi aldri fara hundar að fá tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þurfa stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.

6/7

Umhirða belgísks Groenendael fjárhunds

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Sérkenni belgísks Groenendael fjárhunds: gljáandi svartur feldur. Liturinn er alltaf eins, hvítir blettir sem geta birst á loppum, leggjum og bringu, en glæsilegur ónyx-liturinn lætur þá skara fram úr. Þeir hafa tvöfaldan feld sem þarfnast burstunar einu sinni til tvisvar sinnum í viku í mesta lagi. Það mætti ætla að þetta kyn fari mikið úr hárum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá er það ekki raunin. Einu sinni á ári fara hundarnir úr hárum þegar nýr feldur byrjar að vaxa. Þegar þetta gerist skal bursta feldinn ítarlega til að losna við öll dauðu hárin. Belgískan Groenendael fjárhund þarf að baða nokkrum sinnum á ári hverju, eftir því sem þeir lenda í að sjálfsögðu.

Inline Image 7

Miðað við ánægjusvipinn og viljugt geðslagið er erfitt að trúa því að Belgian Shepherd Groenendael hundar geti verið hikandi en það eru þeir. Þeir eru svo vingjarnlegir að sjá. Og vissulega eru þeir það en þeir sem þeir þekkja eru í fyrsta sæti, aðrir í öðru. Þeir þurfa tíma til að kynnast nýjum einstaklingum sem koma inn í umhverfi þeirra. Þetta er hundur sem þarf athygli vegna þess að hann hefur verið ræktaður til að bregðast við skipunum og beiðnum. Með öðrum orðum: ef þeir fá leiðbeiningar verða þeir með glöðu geði við því sem þeir eru beðnir um. Þegar kemur að aga þurfa Belgian Shepherd Groenendael hundar líka þolinmóða en um leið stöðuga hönd. Einstök greind þeirra þýðir þó að þeir bregðast vel við þjálfun og endurgjalda hana með góðri hegðun.

Inline Image 11

Hreyfing er millinafn Belgian Shepherd Groenendael hunda og þessir ofurvirku hundar njóta þess tíma sem varið er á bersvæði til hins ýtrasta. Best gengur þeim þegar þeir fá verk að vinna og þeir eru sterkbyggðir og geta hjálpað til við störfin á heimilinu eða bænum. Groenendael var ræktaður sem smalahundur í vestur-Evrópu og er svo sterkur að hann hefur verið notaður til að draga kerrur, vagna og önnur farartæki. Hreyfing er þeirra ær og kýr og þeir geta jafnvel einbeitt sér að fleiri en einu verki í einu. Þetta eru mjög klárir hundar og hægt er að kenna þeim að takast á við nánast hvað sem er sem er, ásamt kappsömu lundarfari, sigurblanda. Þessi tegund stendur sig líka einstaklega vel þegar kemur að snerpu og íþróttakeppnum og nýtur samkeppninnar sem og þeirra hindrana sem þarf að yfirstíga.

Allt um Belgian Shepherd Groenendael hunda

Vissir með sig: já, árásargjarnir: nei. Hundar af þessari tegund eru frekar tryggir og góðlyndir. Þeir skynja hluti vel og vilja eyða miklum tíma með eiganda sínum. Groenendal hundar eru fólksmiðaðir varðhundar og þeim líður best þegar haft er ofan af fyrir þeim og þegar þeir eru hluti af "klíkunni", hvort sem um ræðir fólk eða hunda.

Tegundin er komin frá langri röð smalahunda sem algengir eru í vestur-Evrópu. Þetta eru skarpgreindir, áhugasamir og blíðir hundar sem vilja þóknast eigendum sínum og eru ánægðastir þegar þeir hafa nóg fyrir stafni.

Heimildir

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/