Tölum um Basset Hound hunda

Þessi augu! Basset Hound hundar hafa marga eftirsóknarverða eiginleika en trúfast augnaráðið, hin einkennandi síðu eyru og stuttir fæturnir hafa verið það sem gerði útslagið fyrir margan gæludýraeigandann. Basset Hound hundar eiga rætur sínar að rekja til veiða, einkum kanínuveiða og þeir hafa næstöflugasta þefskynið af öllum hundum á eftir Bloodhound hundum. Í dag er Basset Hound hunda að finna á mörgum heimilum en þrátt fyrir örlitla þrjósku er hæglátt geðslag þeirra nánast fullkomið.

Opinbert heiti: Basset Hound

Önnur heiti: Hound

Uppruni: Frakkland

Labrador móðir með hvolp
Slefmyndun

Heitt veður? Mjög lítil
Snyrtiþarfir Mjög lítil Kalt veður?
Hármissir Meðalmikil Getur búið í íbúð? Meðalmikil
Gelthneigð Getur verið einn?* Mjög lítil
Orka* Mikil Fjölskylduhundur?*
Samhæfni með öðrum gæludýrum Mjög mikil

* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.

Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar.

Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum).

Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni.

Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Inline Image 10
Male
33 cm - 38 cm Height
23 kg - 29 kg Weight
Female
33 cm - 38 cm Height
20 kg - 27 kg Weight

Ungviði Fæðing til 2 mánaða
Hvolpar 2 til 12 mánaða
Fullorðnir hundar 12 mánuðir til 5 ár
Eldri hundar 5 til 8 ár
Öldungar Frá 8 ára aldri

Basset Hound sat in field with flowers at its feet

1/7

Kynntu þér Basset Hound

Allt sem þú þarft að vita um kynið

Basset Hound hundar eru hlýlegir, tryggir og öruggir með sig og eru frábærir hundar þar sem þeir eru hlýðnir að eðlisfari. Langur og þéttur líkaminn og stuttir fæturnir gera þá að stórum hundi í líkama lítils og löng, flauelsmjúk eyrun eru ekki síður heillandi.

Basset Hound hundar auðkennast einnig af fallegum svörtum, brúnum og hvítum blettum í bland við gulbrúna depla. Fallegur feldurinn og hæglátt eðli gerir þá að frábærum sýningarhundum. Tegundin er ein sú algengasta á hundasýningum en töfrandi útlit hennar og geðslag kemur henni oft á verðlaunapall.

Basset Hound hundar eiga til að vera þrjóskir svo það er gott fyrir þá að læra snemma hvaða væntingar eru gerðar til þeirra. Þar sem það hjálpar: Þar sem hundurinn er af veiðihundakyni geltir hann hátt og heldur staðfastur áfram þegar hann tekur sér það hlutverk sem honum var ætlað í göngutúrum.

Nef Basset Hound hundsins er ótrúlegasti eiginleiki hans: Hvað nákvæmni viðvíkur er það rétt á eftir Bloodhound hundum. Á matmálstímum er þó best að passa sig á Basset Hound hundum ef maður vill ekki missa fingur.

Einstök hollusta er sjálfgefin hjá þessaru tegybd en þjálfun krefst hins vegar vinnu. Þar kemur nammi til skjalanna, strax á hvolpaskeiði. Basset Hound hundar virðast fáskiptnir en hlýða eiganda sínum ef hann er staðfastur.

Inline Image 17

2/7

Tvær staðreyndir um Basset Hound hunda

1. Þefskynið getur stundum hlaupið með þá í gönur

Aðeins Bloodhound hundar standa Basset Hound hundum framar hvað þefskyni viðvíkur. Þessi dýrmæti eiginleiki getur þó komið þeim í koll og leitt þá í ógöngur þegar þeir fylgja eftir lyktarslóð. Í göngutúrum og á ókunnugum slóðum er því best að hafa þá í ól.

2. Basset hundar eiga það til að belgjast út 

Þessi tegund getur strítt við þembu í görnum og garnaflækju. Ef þetta gerist snýst maginn við og fyllist af lofti. Þemba getur gerst hjá hundum með djúpa bringu og getur verið hættuleg. Verið á varðbergi gagnvart vanlíðan eftir máltíðir. Reglulegar, rólegar máltíðir og ekki of mikið magn í einu getur hjálpað til, en skurðaðgerð gæti einnig verið nauðsynleg. Góður dýralæknir getur komið þér í gegnum þetta!

3/7

Saga tegundarinnar

Basset hundurinn mikilsmetni fékk nafngiftina í heimalöndum sínum, Frakklandi og Belgíu, en hún lýsir lágum, löngum skrokki hundsins: „bas“ þýðir lágur á frönsku. Talið er að þessi lyktarhundur hafi verið fínþróaður af Benediktarmunkum St. Hubert-klaustursins í Liege í Belgíu, út frá frönskum hundategundum sem áður voru til. Tegundin varð til við stökkbreytingu stofnsins, en úr varð smávaxin tegund. Þessi lágvaxni hundur fékk fljótlega lof fyrir eðlislæga hæfni til að fara ferðum sinna um kjarrvaxið gróft land þar sem minni dýr lifðu, t.d. kanínur.

Franska aðalstéttin hélt tegundinni í tísku í tvær aldir þar sem ótrúlegt lyktarskyn Basset hundanna, svo ekki sé minnst á tryggð tegundarinnar, var nánast með ólíkindum. Bretland og Bandaríkin tengdust einnig tegundinni. Árið 1866 var fyrsti Basset hundurinn skráður í Englandi, en Lord Galway flutti hund og tík af tegundinni inn frá Frakklandi, en árið 1874 var það Sir Everett Milais, sem byrjaði að sýna tegundina. Alexandra prinsessa Wales fetaði í fótspor þeirra og hélt þannig Basset hundinum í konungafjölskyldunni og árið 1882 samþykkti Kennel Club í Englandi tegundina. Árið 1884 var English Basset Hound Club stofnaður.

Hjá áhugafólki í Bandaríkjunum varð tegundin nánast að áráttu og dökkt andlit hundsins var notað í auglýsingaherferð Hush Puppy-vörumerkisins á sjöunda áratugnum.

Inline Image 3

4/7

Frá toppi til táar

Líkamleg sérkenni Basset Hound-hunda

1. Ears

Very long ears distinguishing trait, falling in loose folds, ends curling inward.

2. Head

Recognisable domed head, flat at sides.

3. Body

Long, stocky body comprised of short legs and heavy limbs, long back.

4. Tail

Medium-length tail is slightly curved upward at end, coarse hair on underside.

5. Coat

Smooth, short, and coarse hair on coat with loose skin folded over.

Side profile of Basset Hound standing on a rock

5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Basset hundinn, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu

Heilnæmt fóður, heilbrigðari hundur

Hvolpur
Fullorðnir
Öldungar
  • Þegar fóður er valið fyrir Basset hund þarf að hafa marga þætti í huga: aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn.
  • Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum til að stuðla að góðri þvagfærastarfsemi. Þegar heitt er í veðri og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft.
  • Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn hefur aukna orkuþörf.
  • Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsuvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstaka fóðrun.
  • Þarfir Basset Hound hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Basset Hound hvolpa þróast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæði, t.d. frúktó-ólígósakkaríð, stuðlar að góðri meltingarhæfni með því að koma jafnvægi á meltingarflóru og leiða til góðra hægða.
  • Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af réttri stærð, lögun og áferð. Þessi vaxtartími skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Stórir hvolpar, svo sem hvolpar Basset hunda, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið fær of mikla orku, vex of hratt og of mikil þyngd hvílir á beinum og liðamótum. Með því að draga úr orkumagni fyrir hvolpa Basset hunda og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr þessum áhættum.
  • Innihaldsmagn annarra næringarefna ætti að vera meira en í sérhönnuðu fóðri fyrir hunda á vaxtarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stórkynja hunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
  • Forðast skal alla tíð að gefa Basset hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
  • Aðalnæringarþarfir Basset hunda eru:
  • Að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að nota mjög meltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka Að stuðla að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum.
  • Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja.
  • Stuðlar að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum til að styðja við ytri varnir húðarinnar.
  • Eftir 5 ára aldur byrja Basset Hound hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með öldrun breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fóður fyrir eldri Basset Hound hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
  • Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarstress sem leiðir til öldrunar.
  • Hágæða prótein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við lifrarbilun en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þess að auki nýta eldri hundar prótein verr en yngri hundar.
  • Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.
  • Hærra magn snefilefna svo sem járns, sinks og mangan stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
  • Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ástandi. Hundar geta yfirleitt myndað þessar fitusýrur, en með aldrinum getur ferlið skerst.
  • Með hækkandi aldri fara hundar að fá tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þarf stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.
Adult Basset Hound sat on a rock with three puppies

6/7

Umönnun Basset Hound hundsins

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Basset Hound hundar þurfa mikla hreyfingu og daglegur göngutúr er einmitt það sem hann þarf til að halda þéttum skrokknum í góðu standi. Ekki ber að láta glepjast af smæð þeirra og álíta að þeir þurfi ekki að hreyfa sig; rétt eins og hjá öllum hundum er hreyfing lykillinn að því að halda sér í formi. Basset Hound hundar eru fæddir íþróttahundar og hreyfiþörfin er þeim í blóð borin enda er úthald einn helsti styrkleiki þeirra. Þeir eru kannski lágvaxnir en það sem þá skortir í hæð bæta þeir upp með úthaldi.

Inline Image 7

Mikilvægt er að halda feldi Basset Hound hunda vel snyrtum því þessi tegund á það til að fara töluvert úr hárum. Og hver myndi líka ekki vilja halda þessum flekkótta og fallega feldi vel við? Mjúkur bursti eða hárlosáhöld eru réttu tækin til að hafa við höndina til að halda sléttum og nánast olíukenndum feldinum fallegum. Hann er ekki það langhærður að það þurfi að sitja lengi við og bursta. Basset Hound hundar ættu einnig að fá að fara í bað stöku sinnum til að halda þeim eins ferskum og hægt er því þeir eiga það til að gefa frá sér óvenjulega líkamslykt sem einkennir þessa tegund, nema þeir komist í drullupolla. Gætið þess að þrífa húðfellingar vandlega því óhreinindi og bakteríur kunna að leynast þar.


Inline Image 11

Veiðihundar eru sjálfstæðir í hugsun og Basset Hound er engin undantekning. Þetta er sjálfsörugg og skemmtileg tegund en gáfur þeirra geta þó verið galli þegar kemur að hlýðniþjálfun þar sem þeir hafa tilhneigingu til að gera það sem þeir vilja og sýna þrjósku. Þeir taka harðri gagnrýni ekki vel en bregðast frekar við hlýlegri og blíðlegri skipunum og þeir vilja hafa staðfestu. Ef þú fylgir því ætti Basset Hound hundurinn þinn að vera heldur betur samvinnuþýður. Hin hliðin á persónuleika þeirra: Þeir hafa mjög gaman af athygli og ef þeir fá hana ekki reyna Basset Hound hundar að ná henni – með því að ýta við þér, með því að fylgja þér um húsið eða með því að setja upp hvolpa- og löngunarsvip.

7/7

Um Basset Hound hunda

Ef útskeifir fæturnir og löngunaraugu Basset Hound hundsins eru ekki nóg þá hentar skapgerð þessarar tegundar fullkomlega við flestar heimilisaðstæður. Þeim er lýst sem skapgóðum og félagslyndum og kemur vel saman við alla sem þeir hitta en kostulegt útlit þeirra gefur ranga hugmynd um trúðslegt eðli.

Basset hundar eru góðir við nánast alla sem þeir sjá. Þeir eiga það til að lykta og þá ætti að baða reglulega. Snyrting er einnig nauðsynleg þar sem Basset hundar fara mikið úr hárum. Sterklegur skrokkurinn þarfnast reglulegrar hreyfingar til að halda honum í formi og forðast þyngdaraukningu.

Heimildir

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book

5 - American Kennel Club https://www.akc.org/