Tölum um American Cocker Spaniel hunda
American Cocker Spaniel, einnig þekktur sem Cocker Spaniel, heldur sessi sínum sem ein eftirsóttasta hundategund heims. Hann var fyrst ræktaður sem veiðihundur og er tegundin vel þekkt fyrir silkikenndan feldinn og vingjarnlegt eðli. Bandaríska tegundin sker sig frá systurtegund sinni, English Cocker Spaniel, að því leyti að höfuðið og skrokkurinn eru minni og trýnið styttra en þessar tvær tegundir þróuðust með ólíkum hætti hvor sínum megin við Atlantshafið snemma á 20. öld. Cocker Spaniel hundar eru góðir fjölskylduhundar og traustir félagar sem eru alltaf til í að leika sér, fara í göngutúr eða bara kúra í sófanum.
Opinbert heiti: American Cocker Spaniel
Önnur heiti: Cocker Spaniel, Merry Cocker
Uppruni: Spánn
Slefmyndun |
|
Heitt veður? | |
Snyrtiþarfir | Kalt veður? | ||
Hármissir | Getur búið í íbúð? | ||
Gelthneigð | Getur verið einn?* | ||
Orka* | Lítil | Fjölskylduhundur?* |
|
Samhæfni með öðrum gæludýrum |
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar.
Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar.
Til að gæludýr séu ánægð og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum).
Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni.
Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar.
Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Ungviði | Fæðing til 2 mánaða |
Hvolpar | 2 til 12 mánaða |
Fullorðnir | 1 til 7 ára |
Eldri | 7 til 10 ára |
Öldungar | Frá 10 ára aldri |
1/7
Kynntu þér American Cocker Spaniel
Allt sem þú þarft að vita um tegundina
Hin tignarlega og hlýlega Cocker Spaniel tegund er einstök, eins og gríðarlegar vinsældir þess sýna: Frá því seint á fjórða áratug 20. aldar og fram á þann sjötta var Cocker Spaniel vinsælasta tegundin ár eftir ár hjá bandaríska hundaræktunarfélaginu, American Kennel Club. Disneykvikmyndin Lady and the Tramp, Hefðarfrúin og umrenningurinn, sem skartaði Lady, hefðarfrúnni, sem Cocker jók bara á vinsældirnar.
Tegundin hefur einnig átt fastan sess á hundasýningum þar sem glansandi feldurinn gleður áhorfendur þegar hundarnir þeytast um brautina. Það er auðvelt að þjálfa Cocker Spaniel-hunda og hlýðni- og fimikeppnir eru líka vinsæll viðkomustaður þeirra og þá eru þeir einnig notaðir sem meðferðarhundar.
Cocker Spaniel er í íþróttaflokki American Kennel Club. Hefurðu velt fyrir þér hvaðan heitið Cocker Spaniel kemur? Það er til komið vegna þess að þeir voru ræktaðir til veiða á skógarsnípu (e. woodcock). Hin vinalega Cocker Spaniel tegund er vel þekkt heima fyrir vegna vingjarnlegs eðlis og getu til að falla inn í fjölskylduna.
Til að ná sem mestu út úr Cocker Spaniel þarf þjálfun að hefjast snemma og vera með blíðlegum hætti. Tegundin er þekkt fyrir að vilja þóknast en skammir gera því ekki gott.
Silkikenndur feldurinn á stóran þátt í vinsældum tegundarinnar en það þarf líka að hafa fyrir honum. Stöðugt þarf að bursta Cocker Spaniel hundinum. Þessi stolti hundur nýtur sín best með blómlega lokka.
2/7
Tvær staðreyndir um bandaríska Cocker Spaniel hunda
1. Þessi löngu, fallegu eyru eru meira en aðlaðandi
Eitt auðekkjanlegasta einkenni Cocker Spaniel hunda eru löngu silkimjúk eyrun. Þau skal hreinsa reglulega til að vera á varðbergi gegn bólgum (aðskotahlutum, möl, ofnæmi) og til að hundinum líði vel.
2. Cocker Spaniel hundar snöggreiðst
Cocker Spaniel hundar geta glefsað eða bitið af ástæðulausu en þetta kallast „Cocker-æði“. Eftir á virðist hundurinn vera ringlaður og ómeðvitaður um það sem gerðist. Frægi enski Cocker Spanielklúbburinn telur þessa hegðun stafa af persónuleika og hugsanlegu slæmu uppeldi frekar en geðslagi tegundarinnar.
Saga tegundarinnar
Ein vinsælasta tegundin í Bandaríkjunum er talin eiga uppruna sinn frá Spáni en orðið „spaniel“ vísar til heimalands þess. Auðvelt er að rekja sögu Cocker Spaniel þar sem tegundin hefur notið gríðarlegra vinsælda um alla Evrópu í gegnum aldirnar vegna íþróttahæfileika sinna. Hundarnir voru fyrst og fremst notaðir við fuglaveiðar með netum, bogum og fálkum áður en rifflar komu til sögunnar. Spaniel hundar flokkuðust allir sem annaðhvort vatna-spaniel-hundar eða land-spaniel-hundar og Cocker er land-spaniel-hundur. Þróun Cocker Spaniel tók almennilega við sér á Englandi á 19. öld þegar sýningar- og tegundastaðlar voru allsráðandi. Tegundin skaraði fljótlega fram úr í hópi spaniel-tegunda.
American Cocker Spaniel greindist svo frá tegundinni en hundurinn naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og American Kennel Club staðfesti kynið árið 1946 og á þeim tíma var það efst á listum félagsins 18 ár í röð. Ameríska tegundin sker sig frá þeirri ensku að því leyti að það hefur styttra höfuð og trýni og síðari feld. Hún er nú minnsta tegundin í íþróttaflokki American Kennel Club og er þekkt fyrir hæfileika sína við fuglaveiðar.
Vinsældir tegundarinnar jukust einnig gríðarlega um miðja 20. öld með útgáfu Disney myndarinnar Lady and the Tramp, eða Hefðarfrúin og umrenningurinn árið 1955 en þar var Lady eða hefðarfrúin Cocker Spaniel-hundur. Þá reis frægðarsól tegundarinnar enn hærra þegar það komst í Hvíta húsið þegar Nixon Bandaríkjaforseti fékk sér Cocker Spaniel hund. Checkers, sem var forsetanum til halds og trausts frá 1969–1974, lét þó aldrei neitt uppi um skoðanir sínar í stjórnmálum.
4/7
Frá toppi til táar
Líkamssérkenni bandarískra Cocker Spaniel hunda
1. Ears
Long silky ears, well-feathered fur.
2. Head
Strong yet soft and rounded head, distinctive very alert expression.
3. Body
Body is strong and compact without appearing stout, back is sloping and strong.
4. Tail
Tail extends slightly lower than back yet level, can at times be docked.
5. Coat
Coat can be flat or slightly wavy, short and fine on head, medium-length on body, feathered on ears, chest, abdomen, and legs.
5/7
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um amerískan Cocker Spaniel hundinn, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu
6/7
Umönnun bandarísks Cocker Spaniel
Gljáandi feldur Cocker Spaniel er eitt það flottasta við hundinn. Sléttur og fínn feldurinn hefur gert tegundina eftirtektarverða á hundasýninum í fjölda áratuga og þeir hafa oft unnið fyrstu verðlaun. Hárin eru mestmegnis stutt, en síðara í kringum eyrun, skottið, loppurnar, bringuna, bak framfótanna og afturfótanna og á sumum hlutum andlitsins. Burstið Cocker Spaniel daglega til að halda feldinum í góðu ástandi. Ekki hika við að leita til hundasnyrtis til að Cocker Spaniel hundurinn líti sem best út. Fagfólk veit hvernig á að meðhöndla þessi erfiðu svæði þar sem áferð feldsins getur orðið mött og hárin flækst. Bláu borðarnir geta beðið...
Eins og með marga hreinræktaða hunda ætti að hefja þjálfun snemma svo hún skili sem mestum árangri. Cocker Spaniel hundar eru mjög móttækilegir hundar og hafa ríkan vilja til að þóknast eigendum sínum en eiga sér mjúka hlið. Mestum árangri skilar að þjálfa þá með þolinmæði og blíðu að leiðarljósi. Jafnvel það að nota rólegan raddblæ mun kalla fram betri viðbrögð en að nota sterkan tón þegar skipanir eru gefnar. Staðfesta er lykillinn að því að aga Cocker Spaniel hundinn, ekki harka. Þeir eru mjúkir að innan sem utan. Cocker Spaniel hvolpar munu dafna á hvolpaþjálfunarnámskeiðum þar sem allt það skemmtilega snýst í raun líka um reglur. Eins og hjá mörgum tegundum er matur mikill hvati fyrir Cocker Spaniel þegar kemur að verðlaunum fyrir góða hegðun.
Cocker Spaniel hundar hafa gaman af því að hlaupa og fara í langa göngutúra og ættu að gera það daglega. Fágað útlit þeirra gerir það að verkum að margir eigendur gleyma að þetta er hlaupaglaður spaniel hundur og þótt hann sé sá minnsti af slíkri tegund þarfnast hann mikillar hreyfingar. Þetta er hlaupafús tegund sem vön er að vera utandyra löngum stundum og þarf á því að halda, jafnvel þótt það séu tvær gönguferðir eða léttir hlaupatúrar á dag. Æfingar fyrir Cocker Spaniel hunda geta falið í sér margs konar athafnir á borð við að sækja uppáhaldsboltann eða leika sér með fjölskyldunni í garðnum en þessi tegund hefur einstaklega gaman af því að leika sér. Það er lítið mál að halda Cocker Spaniel hundi uppteknum ef fólk og fjör kemur við sögu.
Um American Cocker Spaniel-hunda
Cocker Spaniel er fjölskylduhundur af bestu gerð sem líður ekki vel án eigendanna. Það er ekki góð hugmynd að skilja hann eftir aleinan heima of lengi. Þessir hundar eru viðkvæmir og Cocker Spaniel getur orðið mjög áhyggjufullur, jafnvel fengið kvíðakast, ef hann er skilinn einn eftir of lengi.
Þótt þeir séu yndislegir gelta Cocker Spaniel frekar mikið en þannig bregðast þeir við áreiti og örvun á heimavelli. Þegar þeir eru einmana, þeim leiðist eða finna fyrir kvíða vegna aðskilnaðar, geta þeir gelt mikið. Ef þeim er snemma kennd samvera við aðra hunda, fólk og það sem gerist heima þá gelta þeir minna.
Sérsniðin næring fyrir American Cocker Spaniel
Lestu nánar um hundategundir
10 toxic foods you shouldn't give your dog
Let’s talk about dog skin allergies
Is my dog overweight?
Heimildir
1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
4 - Royal Canin BHN Product Book
5 - American Kennel Club https://www.akc.org/