Hvenær verður kettlingurinn minn köttur?

2.10.2018
Kettlingurinn þinn vex og tekur miklum breytingum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hvernig veistu hvenær hann verður fullvaxta köttur og hvað getur þú gert til að stuðla að heilbrigðum vexti?
Adult cat sitting outdoors in long grass.

Kettlingurinn þinn þroskast mjög hratt allt frá fyrstu dögunum. Hvenær verður hann köttur en ekki lengur kettlingur og í gegnum hvaða skeið fer hann?

Ævi kattar

Á fyrstu mánuðunum vex kettlingurinn þinn mjög hratt og hann öðlast félagsþroska með því að eiga samskipti við mömmu sína og gotsystkini. Hann þyngist verulega á þessum tíma. Þegar kettlingurinn þinn er fjögurra eða fimm mánaða bætir hann á sig 100 g á viku. Hann sefur minna og leikur sér meira.

Ferlið þegar kettlingurinn þinn verður fullvaxta köttur

Vikugamall er kettlingurinn þinn búinn að opna augun og hann nærist á móðurmjólk. Hann þyngist um 10 til 30 g á dag svo það er mikilvægt að vigta hann daglega til að fylgjast með heilsufarinu. Í kringum tveggja vikna aldur koma barnatennurnar í ljós og kettlingurinn reynir að standa upp.

Þegar kettlingurinn er mánaðargamall er hann farinn að leika sér af krafti, það er hluti af félagsþroskanum og kemur sér vel þegar hann eldist. Á þessum tíma má byrja að gefa honum kettlingafóður sem er með réttu næringarefnunum. Þegar þeir eru orðnir tveggja mánaða ættu þeir að vera hættir á spena og farnir að borða alfarið sjálfir.

Kitten Siberian lying down indoors on a white blanket.

Á aldursbilinu þriggja til sex mánaða þroskast vöðvar og bein kettlingsins auk þess sem félagsfærni hans eykst. Hann þarf að fá orkumikið fóður því orkuþörf hans er þrisvar sinnum meiri en hjá fullorðnum ketti. Hann er enn ekki kominn með fullorðinstennur svo fóðrið þarf að vera sniðið að litlu barnatönnunum. Hann sefur eins og fullorðinn köttur, í 13 til 16 tíma á dag.

Síðasta tímabilið áður en kettlingurinn verður fullvaxta köttur

Eftir ár verður kettlingurinn þinn orðinn fullvaxta köttur. Á þessum aldri er hann leikglaður og orðinn félagslega þroskaður, heilbrigður með gljáandi feld, sterk bein og vöðva og mikla veiðihvöt.

Ef þú veist hvernig þroskaferli kettlingsins er, meðan hann þroskast í fullorðinn kött, getur þú mætt þörfum hans varðandi fóður, hegðun og heimilislíf. Ef þú hefur áhyggjur af því að kettlingurinn þroskist ekki sem skyldi skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Efst á síðu

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Content Block With Text And Image 1