Helstu næringarefni fyrir kettlinga
Við veljum innihaldsefni út frá næringarfræðilegri samsetningu, gæðum og sjálfbærni. Þessi innihaldsefni nýtast til að tryggja kettlingum nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigðan vöxt og þroska. Rétt eins og flókið púsluspil inniheldur öll nauðsynleg púsl til að mynda heildarmyndina veitir heildstætt mataræði í góðu næringarjafnvægi nákvæma samsetningu þeirra næringarefna sem kettlingurinn þarf til að þroskast á heilbrigðan hátt.
Mataræði kettlingsins verður að styðja við vöxt hans
Þroskaþörf kettlinga
Þarfir kettlinga sem eru að þroskast eru mjög frábrugðnar þörfum fullorðinna katta og líkjast ekkert þörfum mannfólks. Mataræði þeirra verður að sjá þeim fyrir næringarefnunum sem nauðsynleg eru líkamanum og réttri næringarefnablöndu til að líkaminn þroskist og vaxi á réttan hátt. Einnig verður mataræðið að taka tillit til óþroskaðrar meltingar, ónæmis og tannvaxtar. Sérsniðin næringarblanda styður við vöxt líkamans, orkuþörf og virkni ónæmiskerfisins.
- Mikið orkuinnihald og vönduð prótein til að stuðla að vexti
- Að styrkja óþroskað ónæmiskerfi
- Auðmeltanlegt
- Sérsniðið að stærð munnsins og tönnum
- Hjálpar vitsmunum, beinagrind og frumum að vaxa
- Ónæmiskerfi og vitsmunastarfsemi
- Frumustarfsemi og endurnýjun fruma
- Bólgur og þau eru bólgueyðandi
- Fitubrennslu
- Blóðstorknun
- Starfsemi heila og lifrar
Fóðrið sem þú gefur kettlingnum þínum hefur áhrif á heilsufar hans og matarvenjur alla ævi. Það skiptir því höfuðmáli að hann fái heilsusamlegt fóður á þessu aldursskeiði. Fóðrið þarf að innihalda öll nauðsynleg næringarefni og vera sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Til að fá frekari upplýsingar og aðstoð við val á viðeigandi fóðri, skaltu spyrja dýralækninn þinn eða leita að dýralækni hér.
Kattalínan okkar
ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.
Lestu meira um fóðrun
Það skiptir höfuðmáli að þú fóðrir kettlinginn þinn á fóðri sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.
Að fóðra kettlinginn þinn