Á hvaða aldri munu kettlingar fá endurbólusetninguna?
Fyrsta endurbólusetning grunnbólusetningarinnar mun verða veitt við 12 til 16 vikna aldur.
Þessi upphaflega endurbólusetning mun verða við:
- Kattaflensu, bæði áblástursveiru í köttum (fHV) og bikarveiru í köttum (FCV)
- Kattafársveiru (FPV)
- Hvítblæði í köttum (FeLV)
Getur kettlingurinn minn farið út áður en hann fær fyrstu endurbólusetninguna?
Kettlingar eru ekki taldir bólusettir fyrr en þeir hafa fengið að minnsta kosti tvær sprautur – þar með talið fyrstu endurbólusetninguna á 12 til 16 vikna aldri. Að því loknu eru þeir komnir með vernd gegn þeim sjúkdómum sem bóluefnin duga fyrir.
Fræðilega séð ætti ekki að leyfa þeim að fara út fyrr en eftir seinni sprautuna. Hins vegar er mjög mikilvægt út frá hegðunarsjónarmiði að ungur kettlingur á þessum aldri upplifi mismunandi aðstæður til að tryggja að hann öðlist nægilegan félagslegan þroska fyrir fullorðinsaldurinn.
Kettlingum sem hafa ekki enn fengið seinni sprautuna má því hleypa út, en aðeins á svæðum þar sem smithætta er lítil, eins og í garðinum þínum.
Ef þú gerir ráð fyrir að kettlingurinn þinn verði inniköttur er þó ekki endilega nauðsynlegt að þú hafir áhyggjur af þessu.
Fær kettlingurinn minn einhverjar aðrar sprautur á þessum tíma?
Þetta er rétti tíminn fyrir fyrstu hundaæðisbólusetninguna ef dýralæknirinn þinn telur að það sé nauðsynlegt. Það veltur alltaf á áætluðum lífsstíl kettlingsins og hvort þú hafir einhver áform um að fara með hann til útlanda.
Hvaða aðrar endurbólusetningar mun kettlingurinn minn fá?
Kettlingurinn mun svo þurfa reglulega endurbólusetningu einu ári eftir seinni sprautuna og árlega eftir það. Ef kettlingurinn þinn fékk einhverjar bólusetningar í viðbót við kjarnabólusetningarnar mun einnig verða nauðsynlegt að gefa endurbólusetningarsprautur fyrir þær.
Dýralæknirinn mun leggja til og setja upp viðeigandi bólusetningaráætlun sem hentar þörfum kattarins þíns.
Fær kötturinn minn sömu endurbólusetningar á hverju ári?
Ekki endilega. Ónæmið gegn mismunandi sjúkdómum og veirum varir í mislangan tíma. Það þýðir að kötturinn mun ekki fá sömu endurbólusetningar á hverju ári.
Það sem hefur áhrif á þetta er:
- Tegund bóluefnisins sem gefið er
- Aldur kattarins
- Hvers kyns hætta á staðbundnum farsóttum
- Hvers kyns breytingar á gildandi lögum
Dýralæknirinn þinn veit hvaða endurbólusetningar eru nauðsynlegar og mun útskýra fyrir þér fyrir hvaða sjúkdómum hann er að bólusetja í hverri heimsókn.
Mun dýralæknirinn láta mig vita þegar komið er að endurbólusetningu?
Dýralæknirinn þinn ætti að senda þér áminningar um að panta tíma fyrir endurbólusetningar kettlingsins. Það líka gott að skrá hjá sér hvenær næsta bólusetning sé áætluð í stað þess að treysta bara á að fá áminningu frá dýralæknastöðinni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um fyrstu bólusetningar kettlingsins eða endurbólusetningar er mikilvægt að hafa samband við dýralækninn.