Heilsufarsáhætta of þungra og of feitra katta

20.9.2018
Kettir sem eru í yfirþyngd eða of feitir eiga á hættu að glíma við fjölmörg alvarleg heilsufarsvandamál sem geta haft mikil áhrif á líf þeirra, allt frá hjarta- og æðasjúkdómum til andlegs álags.
Adult Scottish Straight sitting on an examination table being checked over by a vet.

Offita hjá köttum er vaxandi vandamál, rétt eins og hjá mannfólkinu. Hún getur haft alvarleg áhrif á köttinn alla ævi, bæði á heilsu, lífsgæði og líkamsstarfsemi.

Eru sumir kettir sérstaklega móttækilegir fyrir offitu?

Ákveðnir þættir geta aukið líkurnar á að kötturinn þinn muni glíma við þyngdaraukningu og offitu:

  • Ef kötturinn er stutthærður af evrópskri tegund, en ekki af hreinræktuðu kyni
  • Ef kötturinn er fimm til tíu ára, þegar draga fer úr virkni hans
  • Ef honum er gefið mjög oft og stærri en ráðlagða skammta
  • Ef hann er taugaveiklaður, þunglyndur eða hefur þjáðst af andlegu eða tilfinningalegu álagi
  • Ef hann er fress

Ef kötturinn þinn hefur verið vanaður er jafnframt líklegra að hann þyngist. Aðgerðin dregur úr orkuþörf katta um rétt tæpan þriðjung en matarlyst þeirra getur aukist á bilinu 18% til 26%.

Af hverju hefur ofþyngd eða offita áhrif á köttinn minn?

Þegar kötturinn þinn er of feitur byrjar líkami hans að geyma matinn sem hann neytir sem fitu, frekar en að nota hann, vegna þess að orkan sem hann eyðir er minni en orkan sem hann innbyrðir. Þessi fita fer síðan að hafa áhrif á líkamsstarfsemina þar sem hún síast inn í ákveðin líffæri - t.d. lifrina - eða „fóðrar“ önnur, eins og t.d. slagæðar. Aukaþyngdin setur þrýsting á stoðkerfi og liði kattarins, sem leiðir til ýmiss konar heilsufarsáhættu.

Adult cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Hvaða áhætta fylgir því ef kötturinn minn er í yfirþyngd eða þjáist af offitu?

Almennt má segja að offita dragi úr lífsgæðum og lífslíkum kattarins þíns. Feitur köttur á erfitt með að leika sér og hreyfa sig en auk þess gerir offita líka skurðaðgerðir og dýralæknaskoðanir erfiðari.

Sykursýki

Feitum köttum er hættara við að fá sykursýki og 80% - 90% af of feitum köttum fá insúlínháða sykursýki sem þýðir að þeir þurfa að fá insúlínsprautu á hverjum degi. Sykursýki hverfur oft þegar þeir losna við aukakílóin. Ástæðan er sú að uppsöfnuð fita sem kom í veg fyrir eðlilega blóðsykurstjórnun er ekki lengur til staðar.

Skert ónæmiskerfi

Offita veikir ónæmiskerfið svo kötturinn þinn á frekar á hættu að fá sýkingar ef hann er of feitur. Þar á meðal þvagfærasýkingu. Hann getur einnig fengið þvagfærasteina vegna þess að of feitir kettir hreyfa sig minna, drekka minna vatn og pissa þar af leiðandi sjaldnar en heilbrigðir kettir.

Lifrarbilun

Lifrarbilun er alvarleg og stundum banvæn afleiðing offitu hjá köttum. Þegar líkami kattarins heldur að hann sé vannærður, til dæmis ef hann fær ekki stöðugt fóður, safnast fitan fyrir í lifrinni sem orkugjafi. Líkami kattarins ræður ekki almennilega við þetta ferli og því minnkar lifrarstarfsemin. Þetta getur endað með því að efnaskipta- og seytistarfsemi lifrarinnar verður svo ófullnægjandi að lifrarbilunin dregur köttinn til dauða.

Snyrting og andlegt heilbrigði

Það er erfitt fyrir of feita ketti að snyrta sig og það getur valdið húðvandamálum. Ef kötturinn þinn er of þungur eykst álag á liðina og fyrir vikið getur hann fengið liðagigt. Hjarta og öndunarfærakerfið verða einnig fyrir barðinu á offitu og geta afleiðingarnar verið mæði og hjartakvillar.

Of feitir kettir geta líka glímt við andlega erfiðleika. Ef heilbrigður köttur skynjar hættu segir eðlisávísunin honum að flýja. Of þungur köttur hefur ekki líkamsburði til þess og það getur valdið hjá honum streitu.

Þú getur komið í veg fyrir að kötturinn þinn verði of þungur eða feitur með því að gefa honum rétt fóður og sjá honum fyrir hreyfingu. Þú skalt byrja á að ræða við dýralækni því hann getur ráðlagt þér hvað best er að gera.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Content Block With Text And Image 1