Að breyta mataræði kattarins

3.10.2018
Norwegian Forest Cat sitting in a kitchen eating from a feeding bowl
Þú skalt venja köttinn þinn í rólegheitum á nýtt fóður svo hann fái ekki magakveisu. Fylgdu sjö daga leiðbeiningunum okkar til að fóðurskiptin gangi vel fyrir sig.

Af hverju að skipta um kattafóður?

Það getur komið að því að þér finnist tímabært að skipta um fóður fyrir köttinn þinn. Ýmsar ástæður geta legið að baki, meðal annars:

  • Kettlingurinn þinn er tilbúinn að byrja að borða fullorðinsfóður
  • Heilsufar kattarins þíns hefur breyst og hann þarf á sérhönnuðu fóðri að halda
  • Þú vilt gefa blautfóður í stað þurrfóðurs eða öfugt eða byrja að gefa kettinum hvort tveggja.

Nú á tímum er hægt að gefa köttum vel samsett heilfóður án þess að eiga nokkurn tímann á hættu að hann skorti nauðsynleg næringarefni, sama á hvaða aldri hann er, hvert andlegt ástand hans er eða hverjir lífshættir hans eru. Fyrir vikið eru gæludýraeigendur líklegir til að skipta um kattafóður.

Af hverju er mikilvægt að fara varlega í sakirnar þegar skipt er um kattafóður?

Fyrsta upplifunin af nýrri fóðurtegund skiptir miklu máli fyrir það hvers konar mat kettlingum mun líka við síðar. Þess vegna er mikilvægt komast að því hvers konar fóður kettlingurinn fékk áður en þú ferð með hann heim – hann mun eiga auðveldara með að aðlagast nýju umhverfi ef hann þekkir matinn sem boðið er upp á.

Með sama hætti ættu allar breytingar á mataræði sem gerðar er yfir ævina að vera framkvæmdar smám saman. Þegar kettir fá nýja tegund matar verða þeir stundum á varðbergi. Þessi hegðun, að forðast það sem nýtt er, kallast nýjafælni - neophobia. Talið er að þessi hegðun sé eins konar vörn gegn því að borða eitraðan eða mengaðan mat. Þess vegna er betra að kynna nýjar tegundir fóðurs í áföngum. Þannig er minni hætta á að breytingin verði streituvaldandi eða leiði til þess að gæludýrið forðist nýja fóðrið.

Að breyta mataræði kattarins

Best er að venja köttinn smám saman á nýja fóðrið og gefa sér að minnsta kosti viku í aðlögunina. Með því móti kemur þú í veg fyrir magakveisu, ótta við hið óþekkta eða annað sem getur valdið honum kvíða.

Byrjaðu á að gefa kettinum svolítið af nýja fóðrinu saman við fóðrið sem hann er vanur. Auktu hlutfall nýja fóðursins síðan smám saman þar til hann venst því.

Dagur 1 og 2 - 75% fyrri matur + 25% nýr matur
Dagur 3 og 4 - 50% fyrri matur + 50% nýr matur
Dagur 5 og 6 - 25% fyrri matur + 75% nýr matur
Dagur 7 - 100% nýr matur

Það er skynsamlegt að hafa reglu á matartímum kattarins og reyna að sjá til þess að ekki séu miklar breytingar á umhverfi hans meðan hann er að venjast nýju fóðri.

Fylgstu með kettinum þínum

Fylgstu náið með hegðun kattarins þegar hann hefur skipt að fullu yfir í nýja fæðið sitt. Það auðveldar þér að meta hversu vel hann bregst við breytingunni - besta mataræðið mun leiða til merkjanlegrar breytingar á útliti kattarins, líkamsþyngd og gæðum hægða.

Efst á síðu