Tölum um sphynx
Sphynx verður ekki ruglað saman við aðra ketti. Hann hefur sérstöðu í kattaheiminum þar sem hann hefur engan feld. Þess í stað er hann með dún sem þekur húðina og krúttlegar hrukkur. Sphynx hefur sterkan persónuleika og nýtur þess að kúra. Sphynx-eigendur fá aldrei nóg af þessu blíða geðslagi. Sphynx getur unað sér einn en verður aldrei kátari en þegar hann er í kringum fólkið sitt. Hann lætur líka vita af því með mjög augljósum hætti þegar hann vill athygli.
Official name: Sphynx
Other names: Kanadískur sphynx, kanadískur hárlaus köttur
Origins: Ontario, Kanada
Grooming needs | Family Pet* |
||
Energy Level* | Cohabitation with other pets | ||
Vocal tendencies | Nokkuð auðveldlega |
Can stay alone* |
|
Environment (indoor/outdoor) | |||
* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.
Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.
For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs).
Pets should never be left unsupervised with a child.
Contact your breeder or veterinarian for further advice.
Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Baby age | Birth to 4 months |
Vaxtarskeið kettlinga | 4 to 12 months |
Adult age | 1 to 7 years |
Rosknir | 7 til 12 ára |
Senior age | From 12 years |
1/7
Kynnstu sphynx
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Það voru ekki allir kettir skapaðir eins. Sphynx er einstakur köttur. Hann hefur engan feld sem orð er á hafandi, ólíkt öðrum köttum sem hafa feld sem einkennir þá. Sphynx hefur frábært lunderni og tjáir hrifningu sína og aðdáun af einlægni. Augun eru sítrónulaga og eyrun sem eru óvenju stór, sitja hátt á höfðinu. Það er bara eitt orð yfir þennan kött: Hann er svalur.
Þótt útlitið bendi til þess að tegundin sé frá tímum hins forna heims, á hún rætur að rekja til Kanada þar sem veðráttan er köld. Fyrsti sphynx-kettlingurinn kom í heiminn árið 1966 undan læðu sem var venjulegur heimilisköttur. Sphynx-kettlingurinn var stökkbreyttur. Tegundin hefur líka verið nefnd „kanadískur hárlaus köttur.“
Sphynx hefur einstakt lunderni. Hann er alltaf til í að kúra í fanginu á eiganda sínum. Hann er límdur við fólkið sitt og er bæði fjörugur og blíður. Sphynx veitt fátt betra en að vera í fanginu og hann þarf mikla athygli. Ef honum finnst hann ekki fá næga athygli, lætur hann vita af því á mjög greinargóðan hátt. Sphynx mjálmar ekki mikið en hann tjáir sig samt þannig að ekki fer milli mála hvað hann vill og það er einkum vegna þess að hann upplifir sig sem einn af fjölskyldunni.
Þá er það feldurinn. Eða dúnninn ... Sphynx er þakin mjúkum, fíngerðum hárum sem líkjast dúni og eru ólík öllu öðru sem sést í dýraríkinu. Minnir á vaskaskinn Stundum eru sphynx-kettir algjörlega hárlausir. Það er nauðsynlegt að bera lyktarlausa olíu á húðina til að verja hana en gættu þess að nota eingöngu olíu sem dýralæknar mæla með. Það þarf að baða sphynx-köttinn vikulega með barnasjampói eða öðru rakagefandi sjampói því annars getur húðfitan sest í húsgögn og aðra húsmuni. Sphynx er með náttúrulegar húðfellingar um nær allan líkamann.
Húðliturinn getur verið ýmis konar, til dæmis blár, flekkóttur og hvítur eða rauður og hvítur.
Líta þeir ekki út fyrir að vera klárir? Jú og þeir eru það. Svipurinn á sphynx ber með sér ákveðna visku, nánast eins og hann sé yfir aðra hafinn, eins og þarna sé köttur sem veit svörin við öllum lífsins gátum. Við fáum víst aldrei að vita það með vissu. Og það er allt í lagi.
2/7
2 staðreyndir um sphynx
1. Ekki ofnæmisfrí tegund
Þótt sphynx sé svo gott sem hárlaus, er hann ekki ofnæmisfrír. Feldleysið kemur sem sagt ekki í veg fyrir að fólk fái ofnæmisviðbrögð.
2. Lifandi hitapoki
Flestir gætu haldið að hárlaus köttur
væri kaldur viðkomu. Það á ekki við um sphynx.
Hann er einmitt heitur viðkomu. The breed
hefur hærri líkamshita en aðrir kettir og efnaskiptin eru líka hraðari.
Það þarf samt að gæta þess að honum verði ekki kalt.
Saga kynsins
Austurlönd fjær eða önnur framandi lönd er það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar spurt er um uppruna sphynx-katta. Því fer fjarri. Sphynx er upprunninn í Toronto í Kanada. Ekki að Kanada sé ekki framandi land. Fyrsti sphynx-kettlingurinn sem vitað er um, kom í heiminn árið 1966 undan læðu sem hét Elizabeth og var venjulegur, yfirlætislaus svartur og hvítur heimilisköttur. Stökkbreyting hafði átt sér stað.
Kettlingurinn hlaut nafnið Prune eða Sveskja og var hún pöruð við aðra hárlausa ketti. Þar með hófst ræktun sphynx-katta. Sphynx var paraður við enska Devon Rex-ketti sem höfðu álíka stór eyru og mjög snöggan feld. Hárlausa afbrigðið var kynsterkara og því komu fleiri hárlausir kettlingar í heiminn úr þessari kynblöndun.
Sphynx hefur líka verið kallaður „kanadískur hárlaus köttur“ en fékk núverandi nafn þar sem hann þótti líkjast fornu egypsku köttunum í útliti.
4/7
From head to tail
Líkamleg sérkenni sphynx
1. Ears
Eyrun eru mjög stór, 7,5 til 10 sentímetrar. Langt er milli eyrnanna og þau sitja hátt á höfðinu
2. Head
Höfuðið er þríhyrningslaga og lengra en það er breitt. Kinnbein eru áberandi
3. Body
Skrokkurinn er liðugur og vöðvastæltur. Húðfellingar eru á nær öllum búknum. Kötturinn er heitur viðkomu
4. Tail
Skott er langt og mjótt, líkast svipu í laginu. Kötturinn ber það beint út frá hryggnum.
5. Coat
Aðalsmerki sphynx er hárleysi og mjúkur dúnn sem þekur líkamann
5/7
Hlutir sem gæta skal að
Sérkenni tegundarinnar og almennar heilsufarsupplýsingar. Hér eru áhugaverðar staðreyndir um sphynx-köttinn þinn
Sphynx-kettir geta fengið hjartasjúkdóma
Ef vandað er til ræktunarinnar, geta sphynx-kettir lifað lengi og verið heilsuhraustir alla ævi. Hjartasjúkdómur sem kallaður er ofvaxtarhjartavöðvakvilli (hypertrophic cardiomyopathy) er þekktur í tegundinni. Þessi sjúkdómur liggur yfirleitt í ættum og lýsir sér með þykknun á slegli. Þetta hljómar sem alvarlegur sjúkdómur en hægt er að meðhöndla hann með lyfjum. Farðu reglulega með köttinn þinn í dýralæknaskoðun til að ganga úr skugga um heilbrigði hans.
6/7
Að hugsa um sphynx-köttinn þinn
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Auk þess að vera mjög ástríkur, er sphynx-kötturinn ákafur. Hann vill þóknast eiganda sínum og er mjög námfús. Hann er skarpgreindur og orkumikill. Hvort tveggja gerir það það verkum að hann tekur fyrirmælum vel. Sphynx er afskaplega trygglyndur og tengsl hans við eigandann einkennast af ánægju og virðingu. Í þjálfun er best að nota jákvæða styrkingu.
7/7
Allt um sphynx
Allir aðdáendur tegundarinnar eru sammála um að sphynx sé einstaklega skemmtileg viðbót við fjölskylduna. Þetta er einstakur köttur og honum verður ekki bara lýst með því að segja að hann sé fjörugur, blíður og kelinn. Sphynx þarf mjög mikið á félagsskap að halda og líkar einvera ekki vel. Kettir af þessari tegund eru þekktir fyrir það hversu vel þeim semur við börn og önnur gæludýr.
Eins og gefur að skilja, geta húðkvillar herjað á sphynx auk þess sem honum hættir til að sólbrenna. Sphynx er ekki með melanin-litarefni í húðinni en það ver húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla. Best er að halda kettinum frá geislum sólarinnar en ef því verður ekki komið við, skaltu ræða við dýralækni um sólarvörn fyrir hann. Með því að baða köttinn reglulega, er hægt að draga úr líkum á húðvandamálum. Ofvaxtarhjartavöðvakvilli (hypertrophic cardiomyopathy) er arfgengur hjartasjúkdómur sem er þekktur hjá sphynx-köttum. Með því að fara reglulega með sphynx-köttinn til dýralæknis eykur þú líkur á að hann lifi heilbrigðu lífi.
Sérsniðin næring fyrir sphynx-köttinn þinn
Read more on this topic
Should I adopt a cat or buy a kitten?
Your guide to buying a kitten
The cost of owning a cat
Your guide to adopting a cat
Should I choose a pure breed or mixed breed cat?
Sources
1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
2 - Royal Canin Cat Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
4 - Royal Canin BHN Product Book