Nánar um British Shorthair-ketti
Hver fellur ekki fyrir British Shorthair-köttunum? Floskennt trýnið og silkimjúkur feldurinn eru afar heillandi og jafnt skaplyndi kattanna hrífur flesta eigendur upp úr skónum. Þetta eru blíðir kettir sem mjálma lágt en mala gríðarlega hátt og vilja kúra á eigin forsendum. British Shorthair-kettir er að öðru leyti tryggir áhorfendur og hljóðlátir félagar.Official name: British Shorthair
Önnur heiti: British Blue, Shorthair
Origins: Great Britain
Hair length |
|
Family Pet* |
|
Hárlos | Færni til að búa með öðrum gæludýrum | ||
Snyrtiþörf | Can stay alone* |
||
Virknistig* | Environment (indoor/outdoor) | ||
Raddstyrkur | Nokkuð auðveldlega |
* We advise against leaving pets alone for long stretches. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Speak to your veterinarian for recommendations.
Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.
For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs).
Pets should never be left unsupervised with a child.
Contact your breeder or veterinarian for further advice.
All domestic pets are sociable and prefer company. However, they can be taught to cope with solitude from an early age. Seek the advice of your veterinarian or trainer to help you do this.
Kettlingur | Birth to 4 months |
Kettlingar í vexti | 4 to 12 months |
Adult | 1 to 7 years |
Matur | 7 to 12 years |
Senior | From 12 years |
1/7
Fáðu að vita meira um British Shorthair
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
British shorthair eru frábærir, fjölhæfir kettir og henta fólki afar vel sem er að fá sér kött í fyrsta sinn. Ótrúlega mjúkur feldurinn er einn af mörgum kostum við þessa ketti (fyrir utan það að þeir fyrirfinnast í 100 ólíkum mynstrum og litasamsetningum!) og stór kringlótt augun eru einstaklega aðlaðandi.
British shorthair-kettir eru rólyndir og hæglátir, alveg hreint út sagt dæmigerðir bretar! Þessi kettir eru framúrskarandi á alla vegu, blíðir og afar tryggir eigendum sínum, þrátt fyrir að vera nokkuð sjálfstæðir á stundum. British shorthair-kettir geta verið dásamlega klaufalegir, það er frekar ólíklegt að þessir kettir vinni nokkurn tímann til verðlauna fyrir lipurð. Slíkir eiginleikar gera kettina bara yndislegri. Kettir af þessari tegund ná ekki fullum þroska fyrr en við þriggja árs aldurinn, í sumum tilvikum við fimm árs aldurinn.
British shorthair-kettir eru frekar mjúkir og þéttvaxnir en mjóir og sterkbyggðir, en það breytir svo sem engu: British Shorthair-kettir hafa nokkuð fyndinn persónuleika! Orka kettlingsins mun þverra snemma á öðru aldursárinu. Fullorðin fress eru yfirleitt virkari en læðurnar. Heilt á litið er þetta frábært gæludýr til að umgangast, á öllum aldursskeiðum gæludýrsins og eigandans.
2/7
Tvær staðreyndir um British Shorthair-ketti
1. Ekki ruglast á feldinum
British Shorthair kattarkynið er víðfrægt fyrir íðafagran, bláan feldinn en er oft ruglað saman við Russian Blue, Chartreux eða ljósleitara Burmese-kattarkynin. British Shorthair-kattakynið fyrirfinnst í næstum 100 öðrum litum og mynstrum, þ.m.t. dökkrauðum, silfurlituðum og snjóhvítum.
2. Þykkur yfirfatnaður er alltaf í tísku
British Shorthair-kettir eru með afar þéttan feld sem gefur kyninu nokkuð floskennt yfirbragð. Feldurinn er hins vegar nokkuð margbreytilegur: Feldur British Shorthair er laus í sér og inniheldur fleiri hár á fersentímeter en hjá nokkru öðru kattarkyni. Kettir af þessu kyni geta ofhitnað vegnar þykktar feldsins og eru því ekki mikil kjöltudýr.
Saga kynsins
Þrátt fyrir að vera kenndir við Bretland eiga British Shorthair-kettir rætur sínar að rekja til Rómarveldis og eru í reynd blendingar af innlendum tegundum og villiköttum. Talið er að British Shorthair-kettir séu elsta kattarkyn Evrópu. Hins vegar var tegundin ekki viðurkennd til sýningahalds af Cat Fanciers‘ Association fyrr en árið 1980. Þessir kettir voru upprunalega vinsælir vegna ótrúlegra hæfileika sinna við músaveiðar, en núna eru kettirnir eftirsóttir vegna félagsskapar síns.
Flestir kannast við útlínur þessarar tegundar, því rithöfundurinn Lewis Carroll notaði þessa ketti sem fyrirmynd að hinum víðfræga Cheshire-ketti í skáldsögunni Lísa í Undralandi og ósvífna köttinn í ævintýrasögunni um Stígvélaða köttinn.
Fyrsta kattarsýningin sem sögur fóru af var haldin í Crystal Palace-sýningarsalnum í London árið 1871. Það var 14 ára British Shorthair-köttur sem gerði sér lítið fyrir og vann verðlaunin sem besti kötturinn!
4/7
From head to tail
Líkamleg sérkenni British Shorthair-katta
1. Ears
Meðalstór eyru, breið neðst, sveigðir eyrnabroddar, mikið bil á milli
2. Head
Kringlóttur haus og rúnnaðar kinnar. Karldýr hafa stærri kjálka en kvendýr.
3. Body
Vöðvastæltur líkami, stuttur þykkur háls, stuttir til meðallangir en samt kraftmiklir útlimir
4. Tail
Skottið er hlutfallslega nokkuð stutt miðað við skrokkinn, þykkri við rótina og aflíðandi að endanum.
5. Coat
Silkimjúkur feldur, stutt, þétt og fíngerð hár, feldurinn er ekki tvöfaldur.
5/7
Hlutir sem gæta skal að
From specific breed traits to a general health overview, here are some interesting facts about your British Shorthair
Köttunum líður betur innandyra
British Shorthair-kettir eru afar blíðir að eðlisfari. Betra er að halda köttum af þessu kyni innandyra til að vernda þá fyrir villtum dýrum eins og refum og þvottabjörnum eða grimmlyndum heimilishundum sem búa í næsta nágrenni. Að halda köttunum inni dregur einnig úr líkunum á sjúkdómum sem eru algengir utandyra eins og Lyme-sjúkdómnum eða algengum sníkjudýrum.
6/7
Umönnun British Shorthair-katta
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Ó, silkimjúki feldur! Feldurinn er fallegur ásýndar og þarfnast ekki mikillar snyrtingar. Það er frekar auðvelt að snyrta British shorthair-ketti. Hægt er að halda feldinum í fínu standi með því að bursta þykkt og mjúkt hárið vikulega. Síðan skal bursta vel og vandlega þegar kettirnir fara úr hárum á vorin. Einstaklega mjúkur feldurinn er í einu lagi, enginn undirfeldur er til staðar.
British Shorthair-kettir virka afslappaðir en hafa skemmtilega skapgerð. Þar fyrir utan eru kettirnir afar gáfaðir og mjög tryggir. Því er auðvelt að þjálfa ketti af þessari tegund og þeir eru færir um að skilja einfaldar skipanir. Eða réttara sagt, þegar þeir eru í skapi til þess að hlusta á skipanir.
British Shorthair-kettir eru vöðvamiklir en ekki vöðvastæltir, það mætti segja að þeir séu meira dyraverðir heldur en vaxtarræktarfrömuðir. Kettirnir verða samt að komast aðeins út eins og allir aðrir kettir til að fá daglegan skammt af hreyfingu. Hins vegar verður að fylgjast með þeim að leik í garðinum til að koma í veg fyrir að rándýr ráðist á kettina, þ.m.t. grimmir hundar í nágrenninu. En þessir kettir eins og aðrir geta auðvitað haldið sér í formi með því að leika sér innandyra.
7/7
Allt sem þú þarft að vita um British Shorthair-ketti
Mjög vinalegir og gæfir, en kettir af þessu kyni eru hins vegar ekki mjög kelnir. Hér er ástæðan fyrir því: British Shorthair-kettir eru með afar þykkan feld og geta því ekki verið kjöltudýr. Þeim hitnar fljótt ef þeir kúra of mikið. Köttunum líkar betur við að sitja við hlið eigenda sinna. Það er eitt sem þeir eru frægir fyrir: að fylgja eigendum um húsið.
Þetta kattakyn er nokkuð langlíft,
eða kettir af þessu kyni lifa í u.þ.b. 7 til 12 ár, svo framarlega sem þeir fá rétta næringu
og allnokkra hreyfingu til að tryggja heilbrigði og hreysti.
Read more on this topic
Feeding your cat after surgery to support recovery
Common illnesses in older cats
Sources
1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
2 - Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
4 - Royal Canin BHN Product Book
5 - American Kennel Club https://www.akc.org/