Spjöllum um Pug-hunda

Pug-hundar eru feykivinsælir smáhundar og orkumiklir skemmtikraftar. Þeir eru frekar sérstakir í útliti en einstaklega ljúfir og gáskafullir. Hundar af þessari tegund eru oft miðpunktur athyglinnar. Feldurinn þarfnast ekki mikillar umhirðu, hundarnir þurfa ekki á mikilli hreyfingu að halda og hafa ekki tilhneigingu til að gelta mikið. Pug-hundarnir hafa meira að segja fengið einkunnarorð á latínu, „Multum in Parvo“ sem má þýða sem: „Margt býr í hinu smáa“.

Opinbert heiti: Pug

Önnur heiti: Pug-hundur, kínverskur Pug

Uppruni: Kína

Standandi Pug-hundur horfir í myndavélina í svarthvítu
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    2 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Gelthneigð

    1 out of 5
  • Orkuþörf *

    1 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    1 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    5 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Teikning af drapplituðum og svörtum Pug-hundi
MaleFemale
HeightHeight
25.5 - 33 cm25.5 - 33 cm
WeightWeight
6.3 - 8.1 kg6.3 - 8.1 kg
Fullorðnir
10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 ára12 til 20 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    2 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Gelthneigð

    1 out of 5
  • Orkuþörf *

    1 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    1 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    5 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Teikning af drapplituðum og svörtum Pug-hundi
MaleFemale
HeightHeight
25.5 - 33 cm25.5 - 33 cm
WeightWeight
6.3 - 8.1 kg6.3 - 8.1 kg
Fullorðnir
10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 ára12 til 20 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Tveir Pug-hundar standandi á steini horfa í myndavélina
1/7

Lærðu að kynnast Pug-hundum

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Pug-hundar eru krúttlegir, fyndnir og litríkir einstaklingar. Hundarnir líta næstum út eins og „barnungur Yoda“ holdi klæddur. Þessir hundar eru mjög vinsælir, sér í lagi hjá fjölskyldufólki og eru rómaðir fyrir að vera skapgóðir og jafnlyndir. Pug-hundar eru galsafullir en afar klókir smáhundar og eru afar gæfir í kringum börn og önnur gæludýr ef þeir fá fullnægjandi þjálfun.

Yfirleitt þarf ekki að hafa mikið fyrir hundum af þessari tegund. Hundarnir eru með stuttan og sléttan feld sem er einfaldur í umhirðu og þurfa þar að auki aðeins hóflega mikið af hreyfingu. Pug-hundar eru oftast frekar yfirvegaðir og rólegir og gelta því ekki mikið.

Pug-hundar hafa verið eftirlæti hundavina í yfir 2000 ár og komu fyrst fram á sjónarsviðið í Kína þar sem hundar með flatt trýni hafa ávallt verið í hávegum hafðir. Hundarnir birtust fyrst í Evrópu á 16. öld og hafa verið afar vinsæl gæludýr um alla veröld allar götur síðan.

Pug-hundar eru ólíkir öðrum smáhundum að því leyti að Mastiffhundar eru forverar þeirra. Vert er að benda á að bæði Pug- og Mastiffhundar hafa svipaðar hrukkur.

Pug-hundar eru smávaxnir en þéttir á velli. Mjúkur og sléttur feldurinn getur verið í mismunandi litum, allt frá því að vera silfur- og apríkósulitaður til að vera ljósbrúnn og svartur. Trýnið er einnig afar svipmikið. Skrokkurinn er mjög búttaður og hringað skottið fullkomnar stílhreinar útlínur hundsins.

Pug-hundar eru samanreknar sófakartöflur og hafa því tilhneigingu til að þyngjast. En svo lengi sem Pug-hundar fá rétt fóður og fullnægjandi hreyfingu er hægt að halda þeim í fantaformi. Pug-hundar eru einnig nokkuð langlífir en meðalævilengd þeirra er um 12 til 15 ár.

Pug-hundar hafa oftar en ekki birst í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Frægasti Pug-hundurinn er án efa hinn talandi Frank í kvikmyndaseríunni Men in black. Einnig stal Pug-hundur Carters í sjónvarpsþáttunum Spin City oftast senunni og Pug-hundurinn Bess lék hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni The West Wing. Allir þessir hundar eru kvikmyndastjörnur!

Svartur Pug-hundur stendur á grasi
2/7

Tvær staðreyndir um Pug-hunda

1. Ekki til að hæðast að

Pug-hundar geta fengið „innöndunarköst“ ef þeir verða of æstir sem valda því að hundarnir standa á öndinni og hnussa. Slík köst eru yfirleitt ekki skaðleg og hægt er að stytta köstin með því að nudda háls hundsins og róa hann niður með sefandi orðum.

2. Franska tengingin  

Joséphine Bonaparte, keisaraynja og eiginkona Napóleóns, var mjög hrifin af Pug-hundunum og kallaði hundinn sinn „Fortune“. Síðar á lífsleiðinni smyglaði hún út skilaboðum í hálsbandi hundsins þegar hún sat í prísund í París. Frekari staðreyndir um Pug-hunda koma fram hér á eftir…

Sitjandi Pug-hundur horfir í myndavélina í svarthvítu
3/7

Saga kynsins

Pug-hundar eru ein af elstu hundategundum veraldar. Talið er að ræktun hundanna hafi byrjað fyrir 2000 árum eða jafnvel fyrr. Þessi tegund er af víðfrægum hundaættum. Pug-hundum fjölgaði mjög á Englandi eftir innrásina í keisarahöllina í Peking árið 1860.

Þegar Bretar sneru heim komu þeir með nokkra hunda sem þeir höfðu fundið þar. Hundategundin varð síðar vinsæl í Bandaríkjunum og Pug-hundarnir voru viðurkenndir af American Kennel Club árið 1885. Undanfarin ár hefur hundategundin öðlast enn frekari vinsældir og núna eru Pug-hundar eftirsóttustu smáhundarnir.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni Pug-hunda

Teikning af drapplituðum og svörtum Pug-hundi
1
2
3
4
5

1.Höfuð

Trýnið er stutt, slétt og flatt og munnur fíngerður.

2.Trýni

Trýnið er stutt, slétt og flatt og munnur fíngerður.

3.Líkami

Bolurinn er stuttur með breiðum brjóstkassa og beinu baki.

4.Feldur

Feldurinn er mjúkur og sléttur og getur verið silfurlitaður, ljósbrúnn eða svartur.

5.Skott

Skottið situr hátt uppi og liggur í þéttum sveip yfir mjöðmunum.
Pug-hvolpur situr á grasi og horfir á myndavél
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Pug-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Þessir hundar eiga það til að þjást af öndunarerfiðleikum.

Pug-hundar eru svokallaðir „breiðhöfðar“. Þar af leiðandi þjást hundar af þessari tegund oft af öndunarerfiðleikum vegna lögunar höfuðsins, trýnisins og hálsins. Önnur dæmi um slíka breiðhöfða eru m.a. French og English Bulldog, Pekingese og Boston Terrier. Pug-hundar eru með sérstaklega þröngan öndunarveg. Slíkt þýðir að Pug-hundar þola ekki við í heitu veðri og geta auðveldlega fengið sólsting. Þar af leiðandi skal fara í göngutúra á viðeigandi tímum dagsins, ef mjög heitt er í veðri. Eins og ævinlega skal leitast við að kaupa hunda af ábyrgum hundaræktendum sem hafa heilbrigði hundanna í fyrirrúmi.

Augnvandamál geta einnig verið algengur kvilli hjá þessari hundategund.

Stór og hnöttótt augu Pug-hundanna eru einn af bestu eiginleikum þeirra. En nokkrir kvillar geta herjað á augu hundanna. Þar á meðal eru m.a. augndrer, sáramyndanir á hornhimnum og kvillar í augnlokum/augnhárum, auk glærukvilla sem er algengur hjá breiðhöfðum. Í flestum tilvikum er hægt að fyrirbyggja alvarleg vandamál með snemmbúinni greiningu. Því er góð hugmynd að skoða augu hundanna reglulega og athuga líkamleg einkenni. Hægt er að nýta vikulega snyrtingu Pug-hundsins til slíkra skoðana. Einnig er hægt að bóka reglulegar augnskoðanir hjá dýralækninum.

Aðeins fagaðilar skulu sinna hundaræktun.

Kvenkyns Pug-hundar geta þjáðst af lítt þekktum kvilla sem kallast „móðurnauð“. Hér er í meginatriðum um erfiða fæðingu að ræða og því þurfa Pug-hundar oft á keisaraskurði að halda til að tryggja örugga fæðingu hvolpanna. Þetta getur verið hundinum mjög hættulegt og því er ráðlegt að gelda Pug-hunda. Hvað sem öðru líður er ávallt best að hundaræktun sé í höndum sérfræðinga sem geta bæði tryggt öryggi móðurinnar og hvolpanna. Ábyrgir hundaræktendur skanna einnig eftir ýmsum ættgengum kvillum og rækta hundana á valkvæðan hátt til að ýkja ekki um of ýmsa eiginleika tegundarinnar.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Pug-hunda þarf að huga að ýmsum þáttum: Aldri hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástandi og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn. Hreint og tært vatn ætti að vera til staðar öllum stundum til að styðja við heilbrigði þvagfæra. Þegar heitt er í veðri og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.

Þarfir Pug-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Pug-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Pug-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Pug-hundar eru breiðhöfðar, sem er mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð þurrfóðurs eru ákvörðuð, þar sem fóðrið þarf að auðvelda hundinum að taka upp og tyggja fæðuna. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að innihalda mikla orku (tilgreint í kkal/100 g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Ráðlegt er að skipta dagsskammtinum í þrjár máltíðir til sex mánaða aldurs og fækka þá máltíðum í tvær á dag.

Yfir allt æviskeið Pug-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með þurrfóðri sem er hluti af næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.

Helstu þarfir sem næring fullorðinna Pug-hunda þarf að uppfylla eru:

Að viðhalda heilsu og fallegu útliti húðarinnar og vörn feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum

Að viðhalda vöðvaspennu með aðlöguðu próteininnihaldi og andoxunarefnum

Að viðhalda hundinum í kjörþyngd með því að gefa honum auðmeltanlegt fóður og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka.

Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndun. Huga þarf vel að vernd tanna og kjálka Pug-hunda. Fóðurblanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni hjálpar til við að draga úr myndun tannsteins og bætir daglega munnumhirðu. Fóðurblandan ætti að vera að lögun og stærð sem hentar hundinum. Einnig ætti áferð fóðursins að hvetja hundana til að tyggja áður en þeir kyngja. Smáhundar eru þekktir fyrir matvendni. Sérstök fóðurblanda og bragðefni, auk þurrfóðurs með sérstakri áferð, hjálpa til við að örva matarlystina. Smáhundar eru útsettir fyrir þvagsteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins. Fyrir Pug-hunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum próteinum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæðakolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt þeirra. Þar sem innidýr hreyfa sig jafnan minna en önnur dýr er gott að sníða magn hitaeininga að orkuþörfinni. L-karnitínríkt fóður eykur svo heilbrigða fitubrennslu og viðheldur ákjósanlegri þyngd. Athguið að fyrir utan hreyfingarleysi innihunda getur vönun einnig leitt til ofþyngdar.

Eftir 8 ára aldur byrja Pug-hundar að sýna fyrstu merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti og rétt hlutfall fosfórs styður nýrnastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Pug-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:

Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarstress sem leiðir til öldrunar.

Hágæðaprótín. Þótt margir haldi annað gerir það að lækka próteininnihald fóðurs lítið til að takmarka nýrnabilun. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna

Hærra hlutfall snefilefnanna járns, sinks og mangans hefur góð áhrif á húð og feld

Meira magn fjölómettaðra fitusýra (ómega-3 og ómega-6 fitusýra) til að halda feldinum í góðu ástandi. Venjulega geta hundar framleitt þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu.

Eftir því sem þeir eldast þjást hundar í auknum mæli af tannvandamálum. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf magn, stærð, lögun og áferð fóðurins að vera löguð að kjálka þeirra.

Pug-hundur standandi á steini horfir í myndavélina
6/7

Umhirða Pug-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Pug-hundar vilja helst liggja í kjöltu eigenda sinna og eru þar að auki miklir matgæðingar. Því þurfa þeir á góðri hreyfingu að halda á hverjum degi. Ein klukkustund á dag ætti að nægja hundunum, annað hvort göngutúr eða ferð í hundagarð. Svona hundar hafa einnig gaman að því að leika sér í garðinum.

Hins vegar ber að hafa í huga að Pug-hundar eru ekki miklir hlaupagarpar og mikil hlaup geta valdið oföndun. Í heitu veðri er líka best að fara með þá út snemma eða seint á daginn til að forðast hádegissólina. Þar sem þeir eru almennt ekki syndir skal einnig forðast vatn.

Einn af fjölmörgum kostum við að eiga Pug-hund er að þeir þurfa á afar lítilli snyrtingu að halda. Stuttur og mjúkur feldurinn sér í raun nánast um sig sjálfur. Hið eina sem hundarnir þarfnast er varfærnisleg burstun einu sinni í viku með meðalgrófum bursta eða greiðuhanska. Ekki er þörf á því að baða Pug-hunda nema hundarnir hafi verið að velta sér upp úr eðju. Smá aðvörun: Pug-hundar fella feld yfir hárlostímann og því þarf að bursta þá vandlega til að fjarlægja dauð hár. Klippa verður klærnar reglulega og halda þeim stuttum. Einnig verður að fara með hundana reglulega í eyrna- og augnskoðun. Að lokum er tíð tannburstun mikilvægt, sem og reglubundið tanneftirlit.

Þó svo að Pug-hundar séu fullkominn félagi þá geta þessir litlu hundar stundum verið pínulítið þrjóskir - sérstaklega þegar kemur að heimaþjálfun. Pug-hundar njóta því góðs af hvolpaþjálfun. Þegar þeir hafa náð tökum á hlutunum eru þau frekar gáfuð dýr og læra fljótt. Þeir munu einnig njóta góðs af þeirri félagsmótun sem fylgir þjálfuninni. Pug-hundar eru frekar viðkvæmir og verða að fá hvatningu og hrós. Þar af leiðandi bregðast hundarnir vel við þjálfun sem byggir á umbun og jákvæðri styrkingu. Pug-hundar geta orðið afar hlýðnir ef þeir fá rétta þjálfun.

Pug-hundar vilja helst liggja í kjöltu eigenda sinna og eru þar að auki miklir matgæðingar. Því þurfa þeir á góðri hreyfingu að halda á hverjum degi. Ein klukkustund á dag ætti að nægja hundunum, annað hvort göngutúr eða ferð í hundagarð. Svona hundar hafa einnig gaman að því að leika sér í garðinum.

Hins vegar ber að hafa í huga að Pug-hundar eru ekki miklir hlaupagarpar og mikil hlaup geta valdið oföndun. Í heitu veðri er líka best að fara með þá út snemma eða seint á daginn til að forðast hádegissólina. Þar sem þeir eru almennt ekki syndir skal einnig forðast vatn.

Einn af fjölmörgum kostum við að eiga Pug-hund er að þeir þurfa á afar lítilli snyrtingu að halda. Stuttur og mjúkur feldurinn sér í raun nánast um sig sjálfur. Hið eina sem hundarnir þarfnast er varfærnisleg burstun einu sinni í viku með meðalgrófum bursta eða greiðuhanska. Ekki er þörf á því að baða Pug-hunda nema hundarnir hafi verið að velta sér upp úr eðju. Smá aðvörun: Pug-hundar fella feld yfir hárlostímann og því þarf að bursta þá vandlega til að fjarlægja dauð hár. Klippa verður klærnar reglulega og halda þeim stuttum. Einnig verður að fara með hundana reglulega í eyrna- og augnskoðun. Að lokum er tíð tannburstun mikilvægt, sem og reglubundið tanneftirlit.

Þó svo að Pug-hundar séu fullkominn félagi þá geta þessir litlu hundar stundum verið pínulítið þrjóskir - sérstaklega þegar kemur að heimaþjálfun. Pug-hundar njóta því góðs af hvolpaþjálfun. Þegar þeir hafa náð tökum á hlutunum eru þau frekar gáfuð dýr og læra fljótt. Þeir munu einnig njóta góðs af þeirri félagsmótun sem fylgir þjálfuninni. Pug-hundar eru frekar viðkvæmir og verða að fá hvatningu og hrós. Þar af leiðandi bregðast hundarnir vel við þjálfun sem byggir á umbun og jákvæðri styrkingu. Pug-hundar geta orðið afar hlýðnir ef þeir fá rétta þjálfun.

7/7

Allt um Pug-hunda

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu